Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2009, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 30.04.2009, Blaðsíða 3
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 30. APRÍL 2009 3STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM fram við og það er að koma okkur upp úr efnahagslægð- inni. Í því felst að skapa rekstr- arumhverfi fyrir fyrirtæki og leysa vanda heimilanna um leið. Vinnan og velferðin eru samofin. Það þarf að lækka vexti, koma banka kerf inu í gang og afnema gjaldeyris- höft. Það verður að skapa hér stöðugleika og liður í því er að sækja um aðild að ESB og upptaka evru í framhaldi af samningum sem eru þjóðinni hagstæðir“. Það er ljóst að staða atvinnu- mála á Suðurnesjum er hræði- leg og um 1800 manns án atvinnu? Ætlar þú að beita þér sérstaklega í þessum mála- flokki? „Já það mun ég gera. Eins og ég sagði hér áður er nauðsyn- legt að skapa fyrirtækjum um- hverfi til að geta starfað. Ég mun einnig leggja áherslu á samstarf ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja til að skapa fjöl- breytt atvinnutækifæri hvort sem er við alþjóðaflugvöllinn, í Helguvík eða á öðrum atvinnu- svæðum sveitar fé laganna. Virkja þarf mannauðinn og hugmyndaauðgi okkar Suður- nesjamanna í enn ríkari mæli“. Málefni Helguvíkur og orku- öf l un vegna Helgu vík ur hefur verið mikið í umræð- unni. Ætlar þú að hafa áhrif í þessum málum í stjórnkerf- inu? „Ég lít svo á að málefni er snúa að álversframkvæmdum í Helguvík séu á grænni grein hvað varðar aðkomu ríkis og sveitarfélaga. Eins og Suður- nesjamenn vita hef ég unnið að því verkefni sem bæjarstjóri í Garði. Þar hefur samstarf sveitarfélaga, ríkis og Norður- áls gengið vel“. Áttu þér sérstakar óskir um nefndir eða sérstaka mála- flokka innan þingsins? „Samstarf ríkis og sveitarfé- laga er mér hugleikið og at- vinnumálin auðvitað. Ég er talnaglögg svo sá eiginleiki gæti örugglega nýst vel við fjárlagagerð. Menntamál eru svo mín sérgrein þar sem ég er með meistarapróf í uppeldis- og menntunarfræðum og hef starfað í mörg ár að stefnu- mótun og stjórnun í mennta- kerfinu“. Auglýsingasíminn er 421 0000 - sókn er besta vörnin!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.