Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.05.2009, Qupperneq 9

Víkurfréttir - 07.05.2009, Qupperneq 9
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 7. MAÍ 2009 9STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM ÚTKALLSSÍMI VÍKURFRÉTTA Keppnislið Heiðarskóla í Skólahreysti 2009 var ræki- lega hyllt af skólasystkinum sínum og starfsfólki skólans á mánudaginn en sem kunn- ugt er sigraði Heiðarskóli í keppn inni þeg ar úr slit hennar fóru fram í Laug- ardalshöll á fimmtudags- kvöldið. Keppendur fengu afhent blóm frá skólanum að gjöf og viðurkenningar- skjal frá Reykjanesbæ ásamt merki bæjarfélagsins. Tólf keppnislið öttu kappi í æsispennandi úrslitum sem réðust ekki fyrr en í síðustu keppnisgrein. Lið Heiðarskóla sigraði með 55 stigum auk þess sem liðið setti tvö ný Ís- landsmet. Foldaskóli hafnaði í öðru sæti með 46 stig og í þriðja sæti varð Háteigsskóli með 45,5 stig. María Ása Ásþórsdóttir sló Ís landsmet þegar hún tók 95 armbeygjur. Soffía Klem- enzdóttir og Eyþór Ingi Einars- son slógu Íslandsmetið í hraða- þraut sem staðið hafði óhreyft síðan 2007. Þau fóru brautina á 2,07 mínútum. Lið Heið ar skóla skip uðu María Ása Ásþórsdóttir, Soffía Klemenzdóttir, Eyþór Ingi Ein- arsson og Guðni Már Grétars- son. Þjálfari þeirra var Helena Ósk Jónsdóttir íþróttakennari í Heiðarskóla. Sigurlið Heiðarskóla: Soffía, María, Guðni, Eyþór ásamt liðsstjóranum Helenu Ósk. Sigurgleði í Heiðarskóla Café Keflavík hefur nýlega bætt léttum vínveitingum við þjón- ustu sína. Þá hefur Erlingur Jónsson selt sig út úr rekstrinum og Hjördís Hilmarsdóttir verið ráðin rekstrarstjóri. Kaffi- húsið verður framvegis opið til kl. 23 fimmtudaga, föstudaga og laugardaga og til kl. 22 aðra daga. Café Keflavík leggur áfram áherslu á ljúffengar kaffiveitingar í notalegu og huggu- legu umhverfi. Að sögn Hjördísar var ákveðið að bjóða upp á léttar vínveitingar til að mæta ákveðnum hópi viðskiptavina sem slíkt vilja. Algengt sé að erlendir ferðamenn reki inn nefið og finnist það skrýtið að geta ekki fengið sér bjór eða rauðvínsglas. Breytingar hjá Café Keflavík Lilja Gunnarsdóttir og Hjördís Hilmarsdóttir á Café Keflavík.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.