Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.05.2010, Page 3

Víkurfréttir - 27.05.2010, Page 3
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Í ÞRJÁ ÁRATUGI! 3VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 27. MAÍ 2010 KÆRU BÆJARBÚAR, Til þess að uppbygging eigi sér stað þurfum við að læra af fortíðinni. Þess vegna mun Samfylkingin koma á nefnd óháðra sérfræðinga sem gera skal úttekt á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjanesbæjar síðustu átta árin og þess vegna munum við sjá til þess að málefni SpKef verði skýrð og fortíðin gerð upp. Við verðum að læra af fortíðinni til þess að afglöp eins og sala á hlut Reykjanesbæjar í Hitaveitu Suðurnesja, gegn vilja bæjarbúa, endurtaki sig ekki. Við frambjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ erum fjölbreyttur hópur fólks sem hefur mikinn metnað fyrir hönd bæjarins okkar. Við bjóðum okkur fram til þess að virkja þann mikla kraft sem býr í bæjarbúum til að byggja upp betra samfélag. Við ætlum að reka bæinn okkar af ábyrgð og skynsemi með heiðarleika að leiðarljósi. Við munum hlusta á raddir íbúanna, fjölga atvinnutækifærum, verja grunn- og leikskóla, hvetja til nýsköpunar og efla smærri fyrirtæki og sinna þeim sem minna mega sín. Takk fyrir góðar móttökur undanfarnar vikur og allan stuðninginn. Verið velkomin á kosningamiðstöðina okkar Hafnargötu 50, sími 421-3030. Frambjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Sjá nánar um stefnumál okkar í máli og myndböndum á xsreykjanesbaer.is

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.