Víkurfréttir - 27.05.2010, Side 12
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 21. TÖLUBLAÐ I 31. ÁRGANGUR12
- Hvað setur Samfylkingin á
oddinn í þessari kosningabar-
áttu?
„Atvinnumál og fjármál. Við
þurfum að að endurskoða
rekstur og fjármál Reykjanes-
bæjar. Það er númer eitt. Núm-
er tvö er að skapa atvinnu fyr-
ir fólkið sem er atvinnulaust
og við hyggjumst gera það á
marga vegu. Í fyrsta lagi með
samstarfi við hin sveitar-
félögin. Það er lykilatriði svo
við getum unnið saman sem
eitt atvinnusvæði. Í öðru lagi
ætlum við að opna atvinnu-
skrifstofu sem mun sérstaklega
sinna frumkvöðlum og smærri
fyrirtækjum. Það hefur komið
í ljós að hingað kemur mjög
lítið af styrkjum til atvinnulífs-
ins, því miður. Og það eru eng-
ir starfsmenn sem sinna þess-
um þætti atvinnulífsins hér á
Suðurnesjum. Síðan styðjum
við að sjálfsögðu gagnaverið
og álverið.“
-Nú hefur komið í ljós í skoð-
anakönnunum að Samfylk-
ingin er ekki að bæta mikið
við sig. Í prófkjörinu varð
ákveðinn núningur um odd-
vitasætið. Telur þú að hann
hafi haft áhrif á gengi flokks-
ins?
„Nei, ég held nú ekki. Ég tel að
það sé komin full sátt í því máli.
Það er ekki alveg rétt hjá þér að
við höfum ekki bætt við okkur.
Á sama tíma í síðustu kosning-
um var Sjálfstæðisflokkurinn
með yfir 60% en nú er hann
kominn niður í 51%. Hann er
því að tapa stöðugt. Við erum
að bæta við okkur og hyggj-
umst halda því áfram.“
-Segjum sem svo að það tækist
að fella meirihlutann. Sérð þú
fyrir meirihlutasamstarf við
Sjálfstæðisflokkinn?
„Nei, það kemur ekki til greina.
Við sjáum fyrir okkur þriggja
flokka samstarf að loknum
þessum kosningum.“
-Þú útilokar þetta fyrirfram?
„Já, það geri ég.“
VÍKURFRÉTTIR TAKA PÚLSINN Á ODDVITUM FRAMBOÐSLISTANNA
KOSNINGAR Í REYKJANESBÆ Sjáið einnig viðtal íSjónvarpi VF á vf.is
Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingar í Reykjanesbæ:
-Hver yrði þá næsti bæj-
arstjóri? Yrði það Friðjón Ein-
arsson eða einhver annar?
„Þetta eru ekki kosningar um
bæjarstjóra. Þetta eru kosning-
ar um stefnumál og flokka[...]
við munum ráða hæfasta
manninn sem við finnum sem
bæjarstjóra.“
-Hvað með önnur málefni eins
og Hitaveitumálið, þrátt fyrir
lætin í kringum það virðist
Sjálftæðisflokkurinn ekki vera
að tapa fylgi. Er þetta þá ekki
bara gott og blessað?
„Ekki í mínum huga, þetta er
klárlega sorgardagar. Hitaveit-
an var stolt okkar Suðurnesja-
manna og það er alveg ljóst að
sjálfstæðismenn rufu þá sam-
stöðu og hölluðu sér að Geysi
Green. Niðurstaðan í dag er sú
að erlendir aðilar eiga orkuna
okkar. Og ég velti því fyrir mér
hvort sjálfstæðismenn ætli sér
líka að selja kvótann okkar
eins og orkuna. Þetta mál hef-
ur haft skelfilegar afleiðingar.“
Útiloka samstarf
við D-listann
Vaskur hópur samfylkingarfólks mætti laugardaginn 22. maí í
Vatnsholtið og týndi rusl. Það var vel við hæfi að Samfylkingin
tæki til hendinni í Vatnsholtinu því eitt af stefnumálunum er að
gera grænu svæðin og leikvellina í bænum að griðarstað fjöl-
skyldunnar.
Fjölmennt var á opnum fundi með Jóni Ólafssyni heimspekingi
um Rannsóknarskýrsluna og siðferði í sveitarstjórnum mánudag-
inn 17. maí. Á fundinum var ályktun samþykkt um að skipa þurfi
nefnd óháðra sérfræðinga til úttektar á stjórnkerfi og stjórnsýslu
Reykjanesbæjar.
Rífandi stemming og troðfullt hús var á kvennakvöldi Samfylk-
ingarinnar föstudagskvöldið 14. maí. Góðir gestir stigu á stokk og
strákarnir í Breiðbandinu settu svo stuðið í hæstu hæðir með leik
og söng og gamanyrðum sem féllu í góðan jarðveg kátra kvenna.
Samfylkingarfólk í Reykjanesbæ með frambjóðendur í far-
arbroddi hélt upp á 10 ára afmæli Samfylkingarinnar 8. maí með
þvi að taka til hendinni á Fitjum og týna 700 kg af rusli. Athygli
vakti hve stór hluti ruslsins var blátt plast.