Víkurfréttir - 27.05.2010, Qupperneq 30
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 21. TÖLUBLAÐ I 31. ÁRGANGUR30
ÍÞRÓTTIR
Reynir með sigur en tap hjá Víði
Nú þegar tveimur umferðum er lokið í 2. deild karla í fótbolta
situr Reynir S. í fjórða sæti eftir 6-1 sigur á Hamar á Sandgerð-
isvelli á föstudaginn. Víðismenn sitja hinsvegar
á botninum stigalausir en þeir töpuðu fyrir
Aftureldingu 3-1 á Varmárvelli síðastliðinn
laugardag.
Á laugardaginn fara Reynismenn í heimsókn
til Hattar á Egilsstöðum en Víðir tekur á móti
Völsungi á Garðsvelli og hefjast báðir leikirnir
klukkan 14.
Grindavíkurstúlkur með sigur gegn KR
Grindavíkurstúlkur gerðu sér lítið fyrir og unnu KR í 3. umferð
Pepsi deildar kvenna á laugardaginn. Heimamenn unnu 1:0.
Leikurinn fór heldur rólega af stað og lítið gerðist fyrr en á 26.
mínútu þegar Lilja Dögg Valþórsdóttir, leikmaður KR, braut á
Söruh McFadden inní teig. Sarah tók vítið sjálf og þrumaði bolt-
anum á mitt markið og kom gestgjöfunum yfir. Það sem eftir lifði
leiks var Grindavíkurliðið sterkari aðilinn á vellinum. Þær bættu
meira að segja við marki eftir hornspyrnu í síðari hálfleik en það
var dæmt af. Undir lokin reyndu KR-stúlkur að jafna metin, áttu
meðal annars skot í slána, en allt kom fyrir ekki og lokatölur því
1-0. Þær gulu sitja nú í 6. sæti deildarinnar.
Keflavík burstaði Draupni í 1. deild kvenna.
Keflavíkurstúlkur burstuðu Draupni 14-1 í fyrsta leik 1. deildar
kvenna í Reykjaneshöllinni á sunnudaginn. Það voru gestirnir
sem áttu fyrsta mark leiksins en eftir að markavél Keflavíkur
hrökk í gang var ekki aftur snúið. Í hálfleik var staðan orðin 4-1
en í síðari hálfleik gerðu stúlkurnar sér lítið fyrir og bættu við
tíu mörkum. Markahæst í liði Keflavíkur var Nína Ósk Krist-
insdóttir en hún skoraði sex mörk. Næsti leikur Keflavíkur er á
laugardaginn á Sauðárkróksvelli þar sem þær mæta sameinuðu
liði Tindastóls og Neista.
Fjögra marka tap hjá Njarðvík
Njarðvíkingar töpuðu gegn Þór í 3. umferð 1.
deildar karla á Þórsvelli síðastliðinn laugardag,
4-0. Njarðvík situr því enn stigalaust á botni
deildarinnar eins og spár gerðu ráð fyrir. Næsti leikur liðsins er
gegn KA á Njarðtaksvellinum á morgun, föstudag kl. 20.
Árni Freyr kom inná í byrjun
seinni hálfleiks þegar Ómar
Jóhannsson meiddist og þurfti
að víkja af velli. Árni var að
spila sinn fyrsta leik í Úrvals-
deildinni og var að vonum
ánægður eftir leikinn. „Ég er
búinn að æfa vel í allan vetur
og í sumar þannig að þetta fór
allt vel.“
Árni var þó ekki viss um hvort
hann yrði í byrjunarliðinu í
leiknum gegn Selfossi á sunnu-
daginn. „Ég veit ekki hvernig
staðan er á Ómari en ef hann
getur ekki spilað næsta leik þá
mun ég bara halda áfram að
standa mig,“ sagði hinn ungi
og efnilegi Árni Freyr.
Keflvíkingar voru sáttir með
stig úr viðureigninni við KR
en leikur liðanna í Frostaskjóli
þótti ekki góður. Næsti leikur
er á sunnudag gegn nýliðum frá
Selfossi á Sparisjóðsvellinum.
Árni í markið eftir tæplega
fjörutíu leikja BekkjarSetu
„Það var bara góð tilfinning að fá að koma inná, ég er búinn að
sitja tæplega fjörutíu leiki á bekknum þannig að ég var búinn að
bíða lengi eftir þessu“ sagði Árni Freyr Ásgeirsson varamark-
vörður Keflvíkinga eftir markalaust jafntefli gegn KR í Frosta-
skjólinu í fyrradag.
Fjör hjá Fimleikadeild Keflavíkur
Dagana 30. apríl - 1. maí hélt Fimleikadeild Keflavíkur innan-
félagsmót. Allir iðkendur félagsins, frá aldrinum 5 til 25 ára,
kepptu á mótinu. Rakel Halldórsdóttir var að móti loknu krýnd
Innanfélagsmeistari 2010, eftir harða keppni við þær Helenu Rós
Gunnarsdóttur og Lilju Björk Ólafsdóttur.
Á sumardaginn fyrsta hélt Fimleikadeildin Ponsumót. Um er að
ræða vinamót þriggja félaga, Keflavíkur, Bjarkanna og Stjörn-
unnar. Á mótinu kepptu stúlkur sem eru að stíga sín fyrstu skref í
íþróttinni. Mótið gekk mjög vel og skemmtu stúlkurnar sér vel.
Dagana 15.-16. maí var haldið Vormót í hópfimleikum í Vest-
mannaeyjum. Keflavík sendi tvo hópa á mótið, alls 23 stúlkur, en
um 600 iðkendur kepptu á mótinu. Annar hópurinn, fjólublár,
lauk keppni í sjötta sæti í sínum flokki og hinn hópurinn, hvítur,
lauk keppni í níunda sæti í sínum flokki.
Árni í markinu
gegn kr. Vf-
mynd/eygló
eyjólfsdóttir.