Víkurfréttir - 27.05.2010, Qupperneq 14
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 21. TÖLUBLAÐ I 31. ÁRGANGUR14
Aðgangur
1000 krónur
í Bláa Lónið
Gildir gegn framvísun miðans
dagana 27.– 31. maí 2010
Gildir ekki með öðrum tilboðum
Lykill 1561
Síðustu forvöð að nýta sér gostilboð Bláa Lónsins.
Aðgangur í Bláa Lónið á 1000 krónur dagana 27.-31. maí.
Frítt fyrir börn 13 ára og yngri.
GOSLOKATILBOÐ
1000 krónur í Bláa Lónið
Goslokatilboð í Bláa Lóninu
15% afsláttur af Blue Lagoon húðvörum
15% afsláttur af snyrtimeðferðum – Nýjung
Hamborgari og stór bjór 1950 krónur
Hádegisverðar hlaðborð á LAVA 2900 krónur
Fordrykkur í boði hússins þegar pantað
er af matseðli LAVA*
*Gildir ekki með öðrum tilboðum
www.bluelagoon.is
A
N
T
O
N
&
B
E
R
G
U
R
-Hvað setjið þið VG í öndvegi í
þessari kosningabaráttu?
„Það er augljóst – fjármál bæj-
arins og uppbyggingu atvinnu-
lífsins í framtíðinni.
-Nú hefur ykkur verið legið á
hálsi af sjálfstæðismönnum
að þið séuð á móti atvinnu-
uppbyggingu, á móti álveri
og virkjunum. Er hægt að
vera á móti þessu og tala um
atvinnuuppbyggingu í sömu
mund?
„Já, mikil ósköp. Það er hægt.
Ég skil ekki hvað mönnum
gengur til að halda því fram að
við séum á móti atvinnuupp-
byggingu. Það er svo mikil
þversögn í því í sjálfu sér að
það er ekki einu sinni hægt að
ræða það.“
-En hvað á þá að koma í stað-
inn fyrir þau verkefni sem
sjálfstæðismenn hafa verið að
vinna að?
„Við viljum raunhæf verkefni
á traustum grunni. Fólk í at-
vinnuleit á ekki að þurfa standa
í röðum þúsundum saman í
atvinnuleit árum saman. Það
þarf að vinna með þessu fólki
og meðhöndla það eins og aðra
hópa í þjóðfélaginu.“
-Hverju er hægt að bæta við?
„Það er hægt að bæta ýmsu
við, t.d. í ferðamálageiranum
sem ennþá er ný grein hér á
Suðurnesjum. Við erum rétt
að slíta barnsskónum í þeim
efnum. Þó tvö þúsund manns
vinni í þessum geira hér á
svæðinu yfir sumartímann
má margt betur gera, ekki síst
með tilliti til nálægðarinnar
við alþjóða flugvöllinn og með
hverju starfi sem skapað er í
ferðaþjónustunni koma eitt til
þrjú sjálfkrafa með.
Þá má geta þess að nú eru
120 bátar á strandveiðum við
VÍKURFRÉTTIR TAKA PÚLSINN Á ODDVITUM FRAMBOÐSLISTANNA
KOSNINGAR Í REYKJANESBÆ Sjáið einnig viðtal íSjónvarpi VF á vf.is
Gunnar Marel Eggertsson, oddviti VG í Reykjanesbæ:
Þversögn að VG
sé á móti atvinnu-
uppbyggingu
Suðurnesin og vantar töluvert
marga báta í það kerfi, svo eitt-
hvað sé nefnt.“
- Hvað myndir þú vilja sjá í
staðinn fyrir álver?
„Ég myndi vilja sjá yfirleitt
allt annað. Álver er ekki að
ganga upp á einn eða annan
hátt. Það vantar ennþá orku
og allt í ólestri í sambandi við
orkuöflunina. Það þurfa fjögur
sveitarfélög að afsala sér nær
öllum sínum jarðvarma í þetta
eina verkefni og ég er ekki að
sjá að þessi sveitarfélög séu til-
búin til þess. Auk þess kostar
hvert starf í álveri 200 millj-
ónir. Hvað er það eiginlega?
Hvað er hægt að gera fyrir 200
milljónir til atvinnusköpunar
annað en að fara í álver? Það
er mýmargt sem hægt er að
gera.“
- Nú hafa verið gerðar tvær
skoðanakannanir, sú fyrri
sýnir ykkur með mann inni en
hin seinni sýnir að þið dalið
eitthvað. Hvernig túlkar þú
það?
„Ég tek ekki alvarlega könn-
un sem gerð er og stofnað til
af Sjálfstæðisflokknum. Við
höldum ótrauð áfram. Svona
skoðanakannanir eru einung-
is til þess að hafa gaman að
þeim.“
Rithöfundurinn Sig-
urjón R. Vikarson
les úr bók sinni,
Grjótaþorp þar sem
lýðræðið læstist ofan
í skúffu. Í bakgrunni
sést Einar Már Guð-
mundsson njóta lest-
ursins. Myndin er tekin
á menningarkvöldi
Vinstrihreyfingarinnar
– græns framboðs.
Skipstjórinn og víkingaskipasmiðurinn Gunnar Marel
Eggertsson dregur fána að húni við kosningaskrifstofu
Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Tveir af frambjóðendum Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, Þormóður Logi Björnsson og oddvitinn Gunnar Marel
Eggertsson ræða við kjósendur á förnum vegi.