Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.05.2010, Blaðsíða 26

Víkurfréttir - 27.05.2010, Blaðsíða 26
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 21. TÖLUBLAÐ I 31. ÁRGANGUR26 ✝ Ólafur Gunnar Sigurðsson (Óli í Ásgarði) Heiðarbraut 7, Garði síðast til heimilis að Vatnsholti 7a, Reykjanesbæ lést á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi Garði, mánudaginn 24. maí. Útförin fer fram frá Útskálakirkju, miðvikudaginn 2. júní kl.15:00 Soffía G. Ólafsdóttir og Sæmundur Kr. Klemensson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 www.hagvangur.is Forstöðumaður fjárstýringar Upplýsingar veitir: Katrín S. Óladóttir katrin@hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 3. júní nk. Umsóknir óskast fylltar út á www. hagvangur.is SpKef Sparisjóður byggir á gamalli hefð en horfir til framtíðar, til hagsbóta fyrir það samfélag sem hann starfar í. Helstu verkefni: • Stýring á lausafé Sparisjóðsins, gjaldeyrisstöðu, skulda bréfastöðu, vaxta- og verðtryggingaráhættu og fjármögnun • Ábyrgð á viðskiptavakt á millibankamarkaði með gjaldeyri og krónumarkaði (REIBOR) • Ábyrgð á samskiptum við fagfjárfesta og eftirlitsaðila á markaði Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun á sviði verkfræði, hagfræði eða viðskiptafræði • Framhaldsmenntun æskileg • Reynsla af fjármálamarkaði skilyrði • Markviss og sjálfstæð vinnubrögð • Góð hæfni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði SpKef Sparisjóður leitar að metnaðarfullum einstaklingi sem vill taka þátt í uppbyggingu Sparisjóðsins til framtíðar. Forstöðumaður fjárstýringar heyrir undir sparisjóðsstjóra. Í allri þeirri umræðu sem hefur átt sér stað um rekstur Heilbrigðisstofnunar Suður- nesja hefur algjörlega gleymst að minnast á geðsjúkdóma. Opinberar tölur sýna að um það bil 20% Íslendinga þurfa einhvern tímann að leita sér læknisaðstoðar vegna geð- rænna erfiðleika. Þetta geta verið andleg mein af ýmsu tagi svo sem þunglyndi, örlyndi, þráhyggja, kvíði, geðklofi, fælni eða vandamál tengd áfengi eða vímuefnum. Það eru því ekki flókin vís-indi að setja fram þá full- yrðingu að mjög líklegt sé að lesandi þessarar greinar hafi annað hvort upplifað slík veik- indi eða þekki vel til einhvers úr þessum stóra hópi. Nýlega kom fram í fréttum að um 15.000 Íslending- ar væru metnir 75% öryrkjar eða meira, en þar af eru 37% öryrkjar vegna geðrænna veik- inda eða 5550 einstaklingar. Rétt er að taka fram að í þessu sambandi eru hlutfallslega hvergi fleiri öryrkjar en ein- mitt hér á Suðurnesjum. Af þessu má ráða að það er mjög mikilvægt að hafa a.m.k. einn geðlækni starfandi á Suður- nesjum. Staðreyndin er hins vegar sú að enginn geðlæknir er á Suðurnesjum fyrir utan einn sem geðræktarmiðstöðin Björgin hefur aðgang að ein- ungis nokkra daga í mánuði. Sá ágæti maður nær auðvitað engan veginn að sinna öllum þeim fjölmörgu sjúklingum sem þurfa þjónustu. Það er ekki mitt að útskýra hvern- ig stendur á því að ástandið er svona slæmt, en það þarf mikla hugarfarsvakningu og allt þjóðfélagið þarf að opna augun fyrir þessum stað- reyndum. Þeir sem þekkja mig pers-ónulega vita að frá 1994 hef ég mörg ár verið óvinnu- fær vegna geðsjúkdóms sem ég ætla ekki að fjalla nánar um. Hins vegar er ég svo heppinn að geta verið hvort heldur sem er námsmaður eða launþegi um það bil 50 vikur á ári, auk þess að vera fjölskyldufaðir og vera almennt virkur þjóð- félagsþegn. Það sem fæstir vita er að ég hef í tvígang þurft að dúsa í fangaklefa vegna veik- inda minna. Þegar ég var yngri hafði ég ekki sömu þekkingu á heilbrigðis og velferðarkerfi okkar og vissi því ekki alltaf hvert ég ætti að leita eftir að- stoð þegar mér leið sem verst. Í okkar svokallaða velferð- arríki tíðkast þau vinnubrögð að ef einstaklingur er mjög veikur andlega og óskar eftir því að verða lagður inn annað hvort á geðdeild eða almenna sjúkrahúsdeild, þá er lausnin sú að setja hann í fangelsi ef ekki er laust pláss. Þetta hefur mér tvisvar verið boðið og ég neyðst til þess að þiggja sökum þess að ég á ung börn sem geta ekki verið innan um veikan og óttasleginn örvæntingarfullan föður grátandi af sársauka um miðja nótt. Ég kæri mig ekki um að lifa í þjóðfélagi þar sem lögreglan er látin annast mjög veikt fólk sem þarf að komast undir læknishendur, til sál- fræðings, hjúkrunarfræðings eða prests. Í dag 27.05.2010 eru ná-kvæmlega 4 ár síðan síð- ustu sveitarstjórnarkostn- ingar voru. Við sem glímum við geðsjúkdóma getum gert ýmislegt til að minnka líkur á veikindum og þennan dag fyrir 4 árum hætti ég að neyta áfengis og hefur það verið stór liður í mínum bata. Ég fagna því baráttuglaður þeim merka áfanga að hafa verið ódrukk- inn í 4 ár og finna þörf til að berjast fyrir meðbræðrum mínum og systrum fyrir betra þjóðfélagi. Okkur er ekki eingöngu ætlað að deyja inn í paradís heldur skapa jákvæð- ara samfélag með samstöðu og náungakærleik í þessari jarðvist samanber faðir-vorið „Verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni“. Kostningalof- orð mitt sem alkóhólista er því að halda áfram að vera edrú og leggja mitt af mörkum til að opna augu samfélagsins fyrir geðsjúkdómum almennt. Guð veri með ykkur öllum. Gunnar Björn Björnsson. Höfundur er háskólanemi, fjölskyldufaðir og sjáfstæður atvinnurekandi. BRÉF TIL BLAÐSINS Póstfangið er: vf@vf.is Kosningaloforð alkóhólistans! Gunnar Björn Björnsson skrifar Í okkar svokallaða velferðarríki tíðkast þau vinnubrögð að ef einstaklingur er mjög veikur andlega og óskar eftir því að verða lagður inn annað hvort á geðdeild eða almenna sjúkrahúsdeild, þá er lausnin sú að setja hann í fangelsi ef ekki er laust pláss. Gunnar Björn Björnsson Langflestir þekkja til Sig-fúsar Halldórssonar en hann samdi einmitt hið vin- sæla lag, Litla flugan. Laug- ardaginn 5. júní kl. 16:00 heldur Árnesingakórinn í Reykjavík minningartón- leika í Ytri-Njarðvíkurkirkju vegna 90 ára fæðingarafmæl- is Sigfúsar en hann lést árið 1996. Árnesingakórinn syngur mörg af hans þekktustu lögum og töluvert af lögum sem lítið hafa heyrst áður, einnig eru nokkrar nýjar útsetningar af lögum. Stjórnandi er Gunnar Ben og píanóleikari er Bjarni Þór Jónatansson. Sigfús Halldórsson lærði leiktjaldamálun og nýttist sú menntun honum þegar hann málaði myndir, sem hann gerði mikið af og sérstaklega málaði hann myndir af hús- um. Hrefna dóttir Sigfúsar er í Árnesingakórnum og hefur verið síðan árið 1995. Hún seg- ir gott að syngja í kórnum, sem er blandaður kór en félagar eru allt að 50 talsins. Hrefna seg- ir föður sinn alltaf hafa sagt að lögin hafi komið til hans, líka þegar hann var ungur að árum og gekk á eftir beljuröss- unum í sveitinni. Sigfús ólst upp í Reykjavík en fór í sveit á sumrin til föðursystur sinnar. Hann samdi sitt fyrsta lag 8 ára gamall, sem hann mun að hafa skrifað niður. Þetta elsta lag er Hreiðrið við texta Þorsteins Erlingssonar og verður fyrsta lag á dagskrá í Ytri-Njarðvík- urkirkju, laugardaginn 5. júní kl. 16:00. Allir hjartanlega velkomnir. Miðasala við inn- ganginn. Vortónleikar tileinkaðir Sigfúsi Halldórssyni Suðurnesjamenn kjósa Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.