Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.05.2010, Qupperneq 18

Víkurfréttir - 27.05.2010, Qupperneq 18
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 21. TÖLUBLAÐ I 31. ÁRGANGUR18 Áttatíu og sjö nemend-ur voru brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Suður- nesja sl. laugardag. Hátíðleg og fjölmenn athöfn fór fram á sal skólans. Rúmlega þús- und nemendur stunduðu nám við skólann í vetur og útlit er fyrir aðra eins aðsókn á næstu haustönn og útlit fyrir að ekki komist allir að sem áhuga hafa á að fara í nám. Að þessu sinni útskrifuðust 87 nemendur; 57 stúdentar, 11 úr verknámi, 7 sjúkraliðar, 9 braut- skráðust af starfsbraut, einn lauk meistaranámi og einn starfs- námi. Auk þess lauk einn skipti- nemi námi sínu í skólanum. Nokkrir nemendur brautskráð- ust af tveimur námsbrautum. Konur voru 45 og karlar 42. Alls komu 50 úr Reykjanesbæ, 17 úr Grindavík, 7 úr Sandgerði og 5 komu úr Garði og úr Vog- um. Einn kom frá Egilsstöðum, Kirkjubæjarklaustri og Vopna- firði. Dagskráin var með hefðbundnu sniði. Kristján Ásmundsson skólameistari afhenti prófskír- teini og flutti ávarp og Guðlaug Pálsdóttir aðstoðarskólameistari flutti yfirlit yfir störf annarinn- ar. Sigfús Jóhann Árnason ný- stúdent flutti ávarp fyrir hönd brautskráðra og Magnús Óskar Ingvarsson kennari flutti út- skriftarnemendum kveðjuræðu starfsfólks. Tveir nýstúdentar, þær Elsa Dóra Hreinsdóttir og Helena Rós Þórólfsdóttir, sungu við athöfnina við undirleik nem- enda Tónlistarskóla Reykjanes- bæjar. Áttatíu og sjö nemendur útskrifaðir frá FS Við athöfnina voru veittar við- urkenningar fyrir góðan náms- árangur. Á starfsbraut fékk Ingi Freyr Jónsson verðlaun fyrir góðan námsárangur, Brynjar Freyr Þorgeirsson fyrir stutt- myndagerð og Jakob Gunnar Lárusson fyrir störf í þágu nem- enda. Elsa Dóra Hreinsdóttir, Sigurður Jónsson, Hildur Björk Pálsdóttir og Sigfús Jóhann Árnason fengu viðurkenningu fyrir störf sín í þágu nemenda skólans. Hildur Björk fékk einn- ig verðlaun fyrir árangur sinn í ensku og Sigfús Jóhann fyrir spænsku. Þær Íris Sverrisdótt- ir og Berglind Þrastardóttir fengu viðurkenningu fyrir ár- angur í fata- og textílgreinum, Ingimundur Guðjónsson og Rut Bergmann Róbertsdóttir fyrir bókfærslu, Aníta Friðriksdóttir fyrir góðan árangur í listgreinum og Helena Rós Þórólfsdóttir fyrir leiklist. Elín Guðmundsóttir fékk gjöf frá danska sendiráðinu fyrir árangur sinn í dönsku. Björgvin Grétarsson hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í grunnteikningu og fagteikningu í húsasmíði og Óttar Steinn Magnússon fyrir góðan árangur í faggreinum í húsasmíði. Ólöf Birna Torfadótt- ir fékk viðurkenningu fyrir góð- an árangur í spænsku og fata- og textílgreinum. Hrafnhildur Ása Karlsdóttir fékk verðlaun fyrir árangur sinn í þýsku og sögu og gjöf frá danska sendiráðinu fyrir árangur sinn í dönsku. Sigurdís Reynisdóttir fékk viðurkenn- ingar fyrir líffræði, spænsku og efnafræði. Hún fékk einn- ig verðlaun frá Íslenska stærð- fræðafélaginu og Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir árangur sinn í stærðfræði. Elín Óla Klem- ensdóttir fékk einnig verðlaun frá Íslenska stærðfræðafélaginu og Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir árangur sinn í stærðfræði og gjöf frá danska sendiráðinu fyrir árangur sinn í dönsku. Elín Óla fékk síðan viðurkenn- ingar frá skólanum fyrir árang- ur sinn í líffræði, spænsku og efnafræði. Birna Ásbjörnsdóttir fékk verðlaun frá Íslenska stærð- fræðafélaginu og Verkfræðistofu Rúmlega 1000 nemendur stunduðu nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja í vetur: ✝ Guðrún Elísa Ólafsdóttir, fyrrverandi varaformaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sunnudaginn 23. maí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, þriðjudaginn 1. júní kl. 14:00 Ómar Már Magnússon, Jóhannes Rúnar Magnússon, Andrea Guðmundsdóttir, Ólafur Sævar Magnússon, Sólbjörg Hilmarsdóttir, Viðar Magnússon, Emelía Bára Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Magnús Ó. Ingvarsson, Mói, útskrifaðist með nemendum sínum. Hann hefur kennt við skólann frá upphafi og verið síðustu 54 ár í skóla.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.