Víkurfréttir - 09.02.2012, Side 1
vf.is
Metan er innlendur
og umhverfisvænn
orkugjafi sem er
helmingi ódýrari
en bensín.
Nýttu þér kosti
metans með
Volkswagen.
K. Steinarsson – Njarðarbraut 13
420 5000 - heklakef@heklakef.is
Das Auto. TM
Opið allan
sólarhringinn
Fitjum
NÝTT
Morgunverðar-matseðill
Aðeins í boði áSubway Fitjum
14. tölublað • 32. árgangur • Fimmtudagurinn 7. apríl 2011
Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is
989kr/stk.
Tilboðsverð!
339kr/stk.
Tilboðsverð!
Easy
ÞvoTTaEfni
aloE vEra
2.7 kg
Easy
MýkingarEfni
2 l
| www.flytjandi.is | sími 525 7700 |
VIÐ ERUM DAGLEGA Á FERÐINNI
MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND
Víkurfréttir ehf.
Grundarvegur 23 - 260 Reykjanesbær
Sími 421 0000 - Póstur: vf@vf.is
Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17
Það er háspenna í körfuboltanum í Reykjanesbæ þessa dagana. Keflavík og KR eigast við í undan-
úrslitum Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik og staðan í viðureign liðanna er 2:2.
Oddaleikur verður í viðureign liðanna í KR-heimilinu í Reykjavík í kvöld. Spennan er ekki minni
í úrslitaviðureign Keflavíkur og Njarðvíkur í kvennaboltanum. Þar er staðan reyndar orðin 2:0
fyrir Keflavík eftir tvo æsispennandi háspennuleiki. Keflavíkurstúlkur geta orðið Íslandsmeistarar
kvenna með sigri á Njarðvíkurstúlkum í Keflavík annað kvöld, föstudagskvöld. VF-mynd: HBB
Æsispennandi
körfuknattleikir
- sjá nánar á bls. 23
Víkurfréttir
Grundarvegur 23,
260 Reykjanesbær
Sími: 421 0000
Póstur: vf@vf.is
Afgreiðslan er opin
virka daga kl. 09-17
Auglýsingasíminn
er 421 0001
F i m m t u d A G u R i n n 9 . F E B R Ú A R 2 0 1 2 • 6 . t ö l u B l A ð • 3 3 . á R G A n G u R
Holtsgötu 52 - 260 Reykjanesbæ
s. 420 5000 - Fax: 421 5946
›› Fyrsta alþjóðlega gagnaverið í heiminum sem
knúið er með grænni orku opnar á Ásbrú:
Suðurnesjarokið
kælir þúsundir tölva
Upplýsingar í síma 421 0000
Tökum að okkur allt
prentverk og hönnun!
Fékk gullkorn
Frá börnunum
Á mánudag var dagur leikskólans hald-inn hátíðlegur í leikskólum landsins.
Í tilefni dagsins hefur verið gefið út vegg-
spjald, sem afhent var Róberti Ragnarssyni
bæjarstjóra, með gullkornum frá börnum
á heilsuleikskólanum Króki. Sagt er frá
fleiri viðburðum frá degi leikskólans á vef
Víkurfrétta, vf.is.
Nýr kafli var skrifaður í atvinnusögu Íslendinga
þegar starfsemi hófst með
formlegum hætti hjá Verne
Global gagnaverinu á Ásbrú,
fyrsta græna gagnaveri lands-
ins. Oddný Harðardóttir, fjár-
málaráðherra og Árni Sigfús-
son, bæjarstjóri í Reykjanesbæ
klipptu á borða með Jeff
Monroe forstjóra Verne Glo-
bal í Víkingaheimum í gær.
Gagnaverið er á 500 fermetrum
í húsi sem Varnarliðið nýtti
áður fyrir verslun og aðra
starfsemi en bygging húsnæðis-
ins hefur staðið yfir frá árinu
2008 og þar starfa um fimm-
tán manns. Í fyrsta áfanga sem
byggður hefur verið á svæði
Verne Global er pláss fyrir fimm
þúsund netþjóna. Gagnaverið
er fyrsti áfangi uppbyggingar á
alþjóðlegri miðstöð gagnavera
á Ásbrú sem verður knúin af
endurnýjanlegum orkugjöfum.
Það er líka sérhannað til þess
að nýta vindkælingu á svæðinu
sem sparar gríðarlegt magn af
orku. Það er því hægt að segja að
gagnaverið sé umhverfisvænn
hátækniiðnaður.
„Þetta alþjóðlega gagnaver er
vonandi ísbrjóturinn fyrir eitt-
hvað enn meira á þessu sviði.
Það skiptir máli fyrir okkur að
skapa svona aðilum gott rekstr-
arumhverfi og það gerum við
með sérstökum fjárfestinga-
samningum og einnig sér-
reglum t.d. varðandi virðisauka-
skatt svo þau standist alþjóðlega
samkeppni. Þessi starfsemi mun
vonandi ýta undir bjartsýni og
opna leið fyrir aðra til að koma
hingað,“ sagði Oddný Harðar-
dóttir, fjármálaráðherra.
„Fyrsta verkefnið í uppbyggingu
atvinnumála á Suðurnesjum
hefur nú litið dagsins ljós eftir
fjögur ár. Gagnaver sem er jafn-
framt það fyrsta sinnar tegundar
í heiminum sem er knúið áfram
með grænni orku. Það er við
hæfi að formleg opnun fari fram
í Víkingaheimum en víkingar
til forna nýttu sér vindinn til að
knýja áfram sín fley. Í dag eru
nútíma víkingar að nota vind-
inn til að kæla gagnver.
Þetta hefur mjög sterka þýðingu
fyrir Suðurnesjamenn í atvinnu-
legu tilliti. Við getum átt von á
fleiri smærri tæknifyrirtækjum
sem vilja gjarnan tengja sig við
svona gagnaver. Verne Global
vill sjá fleiri gagnaver koma til
landsins því samkeppni á þessu
sviði telja forráðamenn fyrir-
tækisins að sé til góða og ýti við
fleiri aðilum að nýta sér þessa
umhverfisvænu þjónustu sem
sé staðsett hér á landi,“ sagði
Árni Sigfússon, bæjarstjóri.
Ítarlegri viðtöl við Oddnýju og
Árna má sjá á vf.is.
-pláss fyrir fimm þúsund netþjóna í fyrsta áfanga. Stefnt að markvissri stækkun til ársins 2017.
Fullbyggt mun gagnaverið skapa um 100 störf.
Verne Global selur þjónustu sína til stórra fyrirtækja í Bandaríkjunum
og í Evrópu. Það áformar að ganga út á markvissa stækkun og að árið
2017 verði gagnaverið fullbúið í fjórum byggingum. Þegar rekstur verði
kominn á fullan skrið sé reiknað með að 100 störf skapist hjá fyrirtækinu.
Fyrsti viðskiptavinur Verne Global er bandaríska fyrirtækið Datapipe en
það sérhæfir sig í umhverfisvænum lausnum í upplýsingatækni. Um-
hverfisstofnun Bandaríkjanna hefur veitt fyrirtækinu viðurkenningu vegna
umhverfisstefnu þess og forstjóri Datapipe, Robb Allen, segir Verne gefa
fyrirtækinu kost á því að halda áfram forystu í umhverfismálum.
Selja stórfyrirtækjum úti í heimi