Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.02.2012, Qupperneq 13

Víkurfréttir - 09.02.2012, Qupperneq 13
13VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagUrInn 9. FEBrúar 2012 Grindavíkurmærin Dína María gerir það gott í USA Stundar mastersnám samhliða fullri vinnu við matinn á svæðinu sem hún segir mjög fjölbreytilegan, það sé hægt að fá mat frá næstum hvaða landi sem er. Aðspurð um veðrið sem er skylduspurning fyrir alla Íslendinga sem búa erlendis segir Dína það vera mjög þægilegt allt árið um kring en á sumrin er hitinn um 25-35 gráður og á veturna fer hann niður í 5-10 stig. Gott að búa í litlu samfélagi Svæðið þar sem Dína býr býður upp á mikla möguleika, það eru strendur fyrir sunnan, vínhéruð fyrir norðan, hægt er að fara á snjó- bretti á veturna og í skemmtilegar borgarferðir á hvaða tíma árs. Dína býr í Alameda sem er lítill bær um 20 km frá San Francisco. Þar kann hún rosalega vel við sig en að eigin sögn varð hún ástfangin af bænum þar sem hún hefur alltaf kunnað vel við sig í litlu samfélagi eins og Grindavík. Bærinn er öruggur og stutt að fara í borgina. Á Íslandi hafði hún alltaf búið hjá foreldrum sínum og flutningurinn tók á til að byrja með, Dínu fannst skrítið fyrst að vera alveg ein á báti. Hins vegar fékk hún góða aðstoð frá vinnuveitendum sínum og í dag finnst henni lítið mál að vera ein. Dína á kærasta á Íslandi sem bíður eftir henni heima en þau reyna að hittast nokkrum sinnum á ári. Einnig hefur fjölskyldan verið dugleg að heimsækja hana ásamt vinum enda finnst þeim ekki leiðinlegt að heimsækja hana í sólarsæluna í Kaliforníu. Stefnir á að eyða næstu árum í Bandaríkjunum Dína María er bæði íslenskur og bandarískur ríkisborgari og sér því fram á að eyða nokkrum árum í viðbót í Bandaríkjunum. Hins vegar langar hana að koma heim þegar kemur að því að stofna fjöl- skyldu. „Ég get ekki séð fyrir mér að vera með fjölskyldu neins staðar annars staðar en heima á Íslandi. En á meðan maður er ungur og hefur í raun og veru engar skuld- bindingar finnst mér um að gera að nýta þetta tækifæri,” segir þessi ævintýragjarna Grindavíkurmær að lokum. ÁLAGNINGARSEÐLAR FASTEIGNAGJALDA FYRIR ÁRIÐ 2012 Tilkynning til eigenda um álagningu ársins 2012 Álagningarseðlar fyrir árið 2012 verða eingöngu birtir rafrænt og ekki sendir út í bréfapósti. Fasteignaeigendur geta nálgast álagningarseðilinn á island.is með því að skrá sig inn, annaðhvort með rafrænum skilríkjum eða veflykli RSK. Jafnframt er hægt að komast inn á island.is í gegnum heimasíðu Grindavíkurbæjar (hnappur á forsíðu). Grindavíkurbær mun þó senda einstaklingum 67 ára og eldri og fyrirtækjum álagningarseðil í bréfapósti. Gjalddagar og greiðsla fasteignagjalda Gjalddagar fasteignagjalda eru tíu. Fyrsti gjalddagi er 1. febrúar 2012 og sá síðasti 1. nóvember 2012. Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og falla öll gjöld ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Reynist heildarálagning gjalda 15.000 kr. eða lægri fer öll fjárhæðin á gjalddaga 1. febrúar 2012. Greiðsluseðlar vegna fasteignagjalda eru sendir út rafrænt og birtast í heimabönkum gjaldenda. Einstaklingar 67 ára og eldri og fyrirtæki fá greiðsluseðla senda í pósti. Aðrir geta fengið greiðsluseðil í pósti en þeir verða að óska eftir því sérstaklega og er bent á netfangið gudbjorg@grindavik.is Vinstra megin eru Dína og Björn Geir kærasti hennar og hægra megin eru svo Stefanía systir hennar og Ísleifur Guðmundsson. Dína ásamt foreldrum sínum og frænku við vínakur í Kaliforníu. Dína, t.h., stundar þríþraut af kappi.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.