Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.02.2012, Síða 14

Víkurfréttir - 09.02.2012, Síða 14
14 FIMMTUdagUrInn 9. FEBrúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR Líkamslykt manna er persónubundin en venjulega er engin lykt af því lofti sem fólk andar frá sér. Þrátt fyrir að oft sé talað um andfýlu kemur lyktin sem við finnum, upprunalega ekki alltaf úr munninum. Oft má rekja andremmu til sjúkdóma og sýkinga. Lykt myndast þegar bakteríur vinna úr matarleifum og gefa frá sér ákveðin rokgjörn brennisteinssambönd. Helst eru það próteinrík næringarefni, sem finnast meðal annars í mjólk og fiski, sem hafa slæm áhrif á lykt. Einnig er varhugavert í því sambandi að borða seint á kvöldin eða eftir klukkan 20:00 og ber sérstaklega að varast pizzu, franskar kartöflur og kjöt því líffæri mannsins hafa þá ekki tíma til þess að vinna úr næringarefnunum í tæka tíð fyrir svefninn. Þau gera það ekki fyrr en morguninn eftir en þá hafa myndast gös sem leiða til þess að við finnum ólykt úr munninum. Mikilvægt er þó að greina á milli stöðugrar og tímabundinnar andremmu. Neyti maður sterkra rétta, sem innihalda meðal annars lauk eða hvítlauk, myndast tímabundin andremma. Séu hins vegar sjúkdómar á ferðinni eins og nef- eða hálssýkingar er um stöðuga andremmu að ræða. Í slíkum tilfellum ætti að leita til læknis eða tann- læknis til að fá greiningu á andremmunni. Fólk sem burstar tennur sínar tvisvar sinnum eða oftar á dag lifir um það bil 6,4 árum lengur en fólk sem burstar sjaldnar. Tannhreinsun er nauð- synleg og skal tilheyra daglegum þrifnaði. Ráðlegt er að fara í tannskoðun einu sinni til tvisvar á ári til þess að tryggja góða heilsu tanna. Heilsufarið er að stórum hluta til undir okkur sjálfum komið. Í gegnum munninn komast bakteríur í blóðrás og þar með í líffærakerfið sem leiðir til aukinnar tíðni hjarta- og blóðrásarsjúkdóma. Einnig eru ónæmis- kerfi og öndunarvegur undir áhrifum tanna og munns. Röng hreinsun munns getur einnig verið ástæða sykursýki. Sykursýki (diabetesmellitus) er ævilöng langvarandi truflun í brisi sem þarfnast daglegrar meðferðar. Miklar efnaskiptatruflanir geta orðið en einnig sýkingar eins og hlaupabóla, rauðir hundar og hettusótt. Einnig getur þetta verið erfðatengt. Til er barna- og unglingasykursýki (tegund I) en einnig full- orðinssykursýki (tegund II) sem kemur ekki í ljós fyrr en hægt og rólega eftir fertugt. Sykursýki af tegund II einkennist af því að insúlínið hverfur smám saman, hægt og rólega úr líkamanum. Í bestu tilfellum er hægt að lækna hana með líkamlegri hreyfingu, megrun, lyfjum og sprautum, sér í lagi hjá hraustu fólki. Tegund I er hins vegar mun alvarlegri. Börn og unglingar sem grunur leikur á að séu með sykursýki léttast þrátt fyrir stanslausa hungurtilfinn- ingu og eru þreytt, slöpp og frekar ólífleg í daglegu amstri. Þau eru oft mjög þyrst en þurfa líka að tæma blöðruna mun oftar en önnur börn. Ef um alvar- legan insúlínskort er að ræða hefur það bæði áhrif á úrvinnslu kolvetna og truflanir á efnaskiptum fitu. Líffærakerfi sem eru í góðu lagi nota fitu sem brennsluefni en það er einungis hægt að vinna úr henni á réttan hátt ef kolvetnisbrennslan er nógu góð. Blóðið innheldur blóðsykur. Hann er lífs- nauðsynlegur og er aðallega samsettur úr kolvetnum næringarefna sem eru tekin inn daglega. Mikil- vægustu fæðutegundir sem ætti að borða daglega eru meðal annars kartöflur, grænmeti, núðlur, salat og ávextir auk léttra mjólkurvara. Sykurinn berst fyrst í lifur og þegar mikil líkamleg áreynsla á sér stað fer hann strax úr lifrinni í blóðrásina og þar með einnig í öll líffærin og brisið sem sendir aftur á móti insúlínhormón í blóðrásina. Mikil- vægt er að börn og unglingar sem sýna einkenni sykursýki leiti strax til læknis og faglegrar þjónustu. Birgitta Jónsdóttir Klasen. Keflavíkurkirkja Alfa námskeið í Keflavíkurkirkju Alfa er lifandi og skemmtilegt 10 vikna námskeið um kristna trú. Námskeiðið hefur notið mikilla vinsælda og náð útbreiðslu um allan heim. Kynningarfundur um námskeiðið verður í Kirkjulundi fimmtudaginn 16. febrúar kl. 19.30. Láttu sjá þig Gunnar Sveinsson, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Ægir Magnússon, Sigurbjörn Gunnarsson, Jenný Sandra Gunnarsdóttir, Gísli B. Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Rangar Jón Skúlason, Bryndís Þorsteinsdóttir, Selma Skúladóttir, Matthías Sigurðsson, Jórunn D. Skúladóttir, Árni Már Árnason, Elsa Ína Skúladóttir, Guðni Birgisson, Kristinn Skúlason, Drífa Daníelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu sem hafa sýnt fjölskyldunni samúð, hlýhug og kærleik vegna fráfalls elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Ragnhildar Ragnarsdóttur, kaupmanns, Vatnsnesvegi 29, Keflavík, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 3. janúar. Sérstakar þakkir og kveðjur til lækna og starfsfólks á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Páll Hreinn Pálsson, Margrét Pálsdóttir, Ársæll Másson, Páll Jóhann Pálsson, Guðmunda Kristjánsdóttir, Pétur Hafsteinn Pálsson, Ágústa Óskarsdóttir, Kristín Elísabet Pálsdóttir, Ágúst Þór Ingólfsson, Svanhvít Daðey Pálsdóttir, Albert Sigurjónsson, Sólný Ingibjörg Pálsdóttir, Sveinn Ari Guðjónsson, ömmu og langömmubörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Margrét Sighvatsdóttir, Víðigerði 8, Grindavík, lést í faðmi fjölskyldunnar á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík föstudaginn 3. febrúar. Útförin verður gerð frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 10. febrúar kl. 14:00. AndremmA Birgitta Jónsdóttir Klasen skrifar ›› Jeppavinafélagið 4x4 á þorrablóti í Kerlingafjöllum: Ingólfur Karlsson eigandi veit-ingastaðarins Langbest var staddur uppi í Kerlingarfjöllum um helgina þar sem hann var ásamt Suðurnesjadeild Jeppavina- félagsins 4x4 á þorrablóti. Það er kannski ekki ýkja fréttnæmt sem slíkt þó blótið hafi örugg- lega verið hin mesta skemmtun. Eitthvað var Ingólfur svangur á föstudeginum og vissi af félögum sínum sem voru staddir á Langbest og voru á leið upp í Kerlingarfjöll. Hann gerði sér lítið fyrir og pantaði eitt stykki stóra Langbest pítsu með öllu. „Sendingin tók 10 klukkutíma og pítsan var orðin köld þegar hún kom á staðinn. Ég borgaði því ekki neitt fyrir hana,“ segir Ingólfur en uppátækið vakti mikla kátínu enda um létt grín að ræða. Þó svo að Ing- ólfur hafi ekki borgað fyrir pítsuna þá var þetta sennilega með dýrari sendingum sem að sendillinn Mattías Sigurbjörnsson hefur farið í en hann hefur starfað sem sendill hjá Langbest um árabil. Bakan víð- förla hvarf síðan ofan í ferðalang- ana á nokkrum sekúndum að sögn Ingólfs sem tók það þó fram að hann hefði ekkert út á þorramatinn að setja en hann gæddi sér einnig á honum með bestu lyst á laugar- deginum. Eknir voru 232 km og tók sendingin 10 klukkutíma og 24 mínutur frá því að lagt var af stað þar til að mætt var í skálann í Kerl- ingarfjöllum. Það voru Matthías Sigbjörnsson og Árni Freyr Rúnar- son, stjórnarmenn Jeppavinafélags- ins sem tóku þetta verk að sér. Eins og sést á myndunum kom pítsan í heilu lagi og Ingólfur bauð öllum krökkunum upp á pítsu. Í Kerlingarfjöllum voru komnir saman 63 jeppamenn af Suðurnesj- unum á 26 fjallajeppum til að borða góðan þorramat og njóta lífsins. Létu senda dýrustu pítsu Íslands- sögunnar frá Ásbrú í Kerlingarfjöll vf.is Auglýsingasíminn er 421 0001 Ekki er vika án Víkurfrétta!

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.