Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.02.2012, Qupperneq 18

Víkurfréttir - 09.02.2012, Qupperneq 18
18 FIMMTUdagUrInn 9. FEBrúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR Sumarstarf í boði Airport Associates óskar eftir að ráða einstakling í sumarafleysingar á verkstæði. Starfið felur í sér almenna viðhalds- og verkstæðisvinnu á tækjaverkstæði fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli. Gerð er krafa um iðnmenntun á sviði bílgreina ásamt tölvukunnáttu eða sambærilega starfsreynslu. Umsækjendur þurfa að búa yfir færni í mannlegum samskiptum, vera stundvísir og agaðir í starfi en jafnframt sveigjanlegir. Hægt er að sækja um á www.airportassociates.com. Umsóknarfrestur er til 16. febrúar 2012. Orlofshús VSFK Páskar 2012 Eftirtalin orlofshús félagsins verða leigð út um páskana: 2 hús í Svignaskarði 3 hús í Húsafelli 2 hús í Ölfusborgum 2 hús í Hraunborgum 1 íbúð í raðhúsi að Núpasíðu 8h, á Akureyri Útleigutímabil er frá miðvikudeginum 4. apríl til miðvikudagsins 11. apríl 2012. Umsóknir liggja frammi á skrifstofu félagsins og er umsóknarfrestur til kl. 15.00 föstudaginn 2. mars 2012. Úthlutað verður samkvæmt punktaker. Orlofsstjórn VSFK Nú er lokið inntökuferli í nám á leikarabraut við Listaháskóla Ís- lands. Að venju var fjöldi umsókna mikill en að loknum inn- tökuprófum var tíu nemendum boðin skólavist næsta haust. Meðal þeirra nemenda sem fékk inngöngu er Keflvíkingurinn Albert Halldórsson en hann verður 25 ára á árinu. Albert kom í stutt spjall til Víkurfrétta í vikunni Albert byrjaði mjög ungur að fara í leikhús til þess að sjá bróður sinn leika með Leik- félagi Keflavíkur. „Mér fannst þetta svakalega spennandi heimur og þegar ég var 12 ára þá var sett upp barnaleiksýningin Litla stúlkan með eldspýturnar hjá Leikfélagi Keflavíkur. Þar lék ég ævintýraálf í mínu fyrsta hlutverki. Það var mikið stuð þannig að ég hélt áfram og lék síðan í þó nokkrum sýningum eftir það og áhuginn óx með hverri uppfærslunni,“ segir Al- bert. Þannig að það má segja að þetta sé æskudraumurinn og að ég hafi smitast af þessari svokölluðu leiklistarbakteríu snemma. Albert hefur leikið mikið með Leikfélagi Keflavíkur og segir hann það hafa verið mjög gaman. „Ég gat aldrei neitt í þessum íþróttum sem ég prófaði, sem var alveg heill hellingur, þannig að mér finnst starf Leikfélags Keflavíkur vera bráðnauðsynlegt fyrir krakka eins og mig sem eru hræddir við boltann, já eða hafa áhuga á því að leika.“ Albert hefur einnig leikið í sýningu hjá Stúdentaleikhúsinu og heillaðist af því að setja upp sýningu sem unnin er frá grunni með leikhópnum, eða svokallaða Fram eru komnar efasemdir frá starfsmönnum félagsmið- stöðvarinnar Eldingar í Garði að vera settir í þá aðstöðu að vinna aleinir í Eldingunni þegar opið er. „Getur þetta haft alvarlegar afleiðingar ef ásakanir kæmu fram um eitthvað misjafnt eða slys verður á staðnum. Einnig ef eitthvað kæmi fyrir starfsmann- inn sjálfan,“ segir í nýrri fundar- gerð íþrótta- og æskulýðsnefndar Sveitarfélagsins Garðs. Nefndin er sammála að þetta þurfi að skoða nánar og færa til betri vegar. Guðbrandi J. Stefánssyni, æskulýðsfulltrúa Garðs, er falið að koma þessari ábendingu áfram til bæjaryfirvalda. spunasýningu. Síðan lá leið Alberts í Kvikmyndaskóla Íslands árið 2010 og þar hefur Albert verið að læra leiklist í eitt og hálft ár. „Það nám hefur hjálpað mér mjög mikið og ég hef lært þar heilan helling og kynnst skemmtilegu fólki.“ Lengi hefur það verið draumur Alberts að komast inn í LHÍ að læra leiklist en hann sótti þar um fyrir tveimur árum síðan og komst ekki inn. Síðan sótti hann aftur um núna ásamt um það bil 170 umsækjendum og var þar einn af tíu sem komst inn í námið sem er eins og gefur að skilja mjög eftir- sóknarvert. Erfitt inntökuferli Inntökuferlið er í 3 þrepum og síðan fækkar í hverju þrepi. Þetta var mjög skemmtilegt en sömu- leiðis erfitt inntökuferli að sögn Alberts. Sérstaklega segir hann þetta hafa verið taugatrekkjandi þegar 20 manns voru eftir og allir áttu fullt erindi inn í skólann. „Þegar ég var yngri þá gerði leik- listin heilan helling fyrir mig. Maður losnaði smá við feimni sem fylgir því að vera unglingur í mútum. Í dag finnst mér undir- búningsferlið í kringum leiklistina mjög skemmtilegt, til dæmis persónusköpun. Ég get einhvern veginn gert fullt af hlutum spenn- andi fyrir sjálfum mér ef ég horfi á hlutina út frá leiklistinni. Ég hef líka mjög gaman af því að fylgj- ast með fólki. Sérstaklega skrítnu fólki niðri í bæ og nýta mér það einhvern veginn í leiklistinni,“ segir Albert sem er þessa dagana á fullu í Kvikmyndaskólanum að klára 3. önnina sína en þess á milli leikur hann í stuttmyndum sam- nemenda sinna. eythor@vf.is Nammiáti í Garði sagt stríð á hendur Nammiát á diskótekum í Garði fyrir yngstu börnin kom til umfjöll-unar í íþrótta- og æskulýðsnefnd Garðs nú á dögunum. Þar kom fram að vegna óska frá foreldrum voru skilaboð sett á dagskrá um æskulýðsstarfið í Garði, sem dreift var í hús, að bannað væri að koma með nammi og gos á diskótekin. Segir í fundargerðinni að nefndin lýsir ánægju sinni með að verið sé að taka á þessum þætti. - starfsmenn félagsmiðstöðvar vilja ekki vinna einir „Alvarlegar afleiðingar ef ásakanir kæmu fram“ n Auglýsingadeild í síma 421 0001 n Fréttadeild í síma 421 0002 n Afgreiðsla í síma 421 0000 Vertu í góðu sambandi við Víkurfréttir vf.is Auglýsingasíminn er 421 0001

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.