Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.02.2012, Side 23

Víkurfréttir - 09.02.2012, Side 23
23VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagUrInn 9. FEBrúar 2012 útspark Ómar JÓhannsson Ómar Jóhannsson, markvörður og starfsmaður í Fríhöfninni sparkar pennanum fram á ritvöllinn. Pulsa með öllu er einhver íslenskasti réttur sem til er. Slátur, hrútspungar og svið kemst ekki með tærnar þar sem pulsa með öllu hefur hælana. Spyrjið bara Bill Clinton, hann fékk sér reyndar bara með sinnepi. Hann gerði svo sem hluti sem voru skrítnari en það. Sumir vilja líka segja pylsa en ekki pulsa. Það er fullt af skrítnu fólki. Pulsa er kannski ekki holl- asti matur sem þú lætur ofan í þig. Mikið ofsalega er samt gott að detta inn á einhverja af sjoppum bæjarins og fá sér eina með öllu. Biðin eftir pulsunni reynist mér samt oft dýrkeypt. Ég veit vel að hún er ekki löng en ég er af nintendo-kynslóð- inni sem hefur almennt jafn mikla þolinmæði og einbeitingu og gullfiskur. Þar sem ég stend í biðinni endalausu eftir pulsunni gómsætu verður oft lotto standurinn í sjónlínunni. Lotto, víkingalottó, 1x2 og lengjan. Endalaus loforð um gull og græna skóga. Millj- ónir án nokkurar fyrirhafnar, nákvæmlega eins og ég vil hafa það. Ég tek yfirleitt lengjumiðann og segi við sjálfan mig að ég ætli bara að sjá hvaða leikir eru á næstunni. Ég skoða leikina og er nánast undantekningalaust búinn að finna einn til tvo nánast örugga leiki til að spila á. Leikir sem hreinlega ekki er hægt að klikka á. Þá er bara eftir að finna eins og einn til tvo leiki til viðbótar að spila á til að geta keypt miðann. Þar sem ég get ekki einu sinni beðið þolinmóður eftir pulsunni minni þá vel ég alltaf leiki sem spilaðir eru sam- dægurs. Skiptir þá litlu hvort að það er enska utandeildin eða rússneska íshokkíið sem ég hef jafn mikið vit á og kínverskum fornbókmenntum. Ég tel mig vera sæmilega skynsaman mann. Ég ætti alla vega að hafa eitthvað smá vit á fótbolta. Þegar ég er ekki að spila fótbolta, þjálfa fótbolta eða horfa á fótbolta, þá er ég yfirleitt að tala um fótbolta, hugsa um fótbolta eða undirbúa mig fyrir fótboltaleik. Hvernig stendur þá á því að ég get ekki fyrir mitt litla líf tippað rétt á örfáa fótboltaleiki á lengjumiðanum. Leiki sem voru svo pottþéttir að ég sá engan annan kost en að spila á þá. Það hefði verið peningasóun að spila ekki á þá. Það eru alltaf sömu vonbrigðin þegar miðinn gengur ekki upp vegna þess að ég er svo öruggur um sigur. Ég á fullt af vinum sem virðast alltaf vera að vinna á lengj- unni. Þeir eru alla vega duglegir að láta vita þegar þeir vinna. Af hverju aldrei ég? Ætli það sé ekki vegna þess að ég er svangur þegar ég vel leikina. Eins og aðrir karlmenn er ég ekkert sérstaklega skynsamur þegar garnirnar gaula. Það er ekki að ástæðulausu að flestar konur fara með mennina sína fyrst á stjörnutorgið þegar farið er í Kringluna að versla. Þannig að lengjumiðinn endar nánast alltaf með vonbrigðum en pulsan er í það minnsta alltaf jafn góð. af hverJu aldrei ég? Verslunarkjarnanum Fitjum Reykjanesbæ Síðustu dagar útsölunnar Aðeins 4 verð á útsöluvörum 1000 kr - 2000 kr - 3000 kr - 4000 kr Vorum að taka upp nýjar vörur Verið velkomin Sími 568-8585 ZEDRA Fj ö l l i ð a m ó t m i n n i b o l t a drengja fór fram í Keflavík um helgina þar sem bæði Keflvík- ingar og Njarðvíkingar voru að keppa. Bæði lið stóðu sig vel en Eyþór Sæmundsson ljósmyndari Víkurfrétta leit við á sunnudeg- inum og smellti af nokkrum myndum af kappsömum körfu- boltakrakkar. Keflvíkingar sigruðu bæði Hruna- menn og Breiðablik nokkuð örugg- lega en leikurinn gegn Njarðvík var töluvert meira spennandi. Keflvíkingar höfðu þó sigur en þeir leiddu svo til allan leikinn. Í loka- leik helgarinnar hjá Keflvíkingum áttust svo við tvö sterk lið þegar að Stjörnumenn og heimamenn í Keflavík mættust. Stjörnumenn voru sterkari á lokasprettinum og uppskáru 10 stiga sigur að lokum. Njarðvíkingar máttu eins og áður segir sætta sig við tap gegn Keflavík en einnig töpuðu þeir gegn Stjörnu- mönnum. Njarðvíkingar mættu Blikum í leik tvö og spiluðu þar hörku vörn og tryggðu sér öruggan sigur. Á sunnudag léku þeir svo fyrst við Hrunamenn og höfðu einnig öruggan sigur þar og voru þar með búnir að tryggja sig áfram í lokamótið. Þeir töpuðu svo gegn sterkum Stjörnumönnum í sínum lokaleik en Stjarnan vann mótið og fær því lokamótið til sín í mars. Úrslitin og stigaskor: Keflavík - Hrunamenn 42 - 28 Keflavík - Breiðablik 42 - 27 Keflavík - Stjarnan 35 - 45 Keflavík - Njarðvík 43 - 35 Njarðvík - Breiðablik 37 - 19 Njarðvík - Hrunamenn 42 - 29 Njarðvík - Stjarnan 33 - 56 Leikmenn Keflvíkinga: Arnór Sveinsson, Andri Þór Tryggvason, Stefán Arnar Ingiþórsson, Rafnar Ólafsson, Egill Darri Einarsson, Arnór Daði Jónsson, Sigurður Ingi Bergsson, Magnús Pétursson, Kristinn Guðmundsson, Nói Sig- urðsson Leikmenn Njarðvíkinga: Brynjar Atli Bragason, Veigar Páll Alexand- ersson, Birgir Örn Hjörvarsson, Jóhann Gunnar Einarsson, Jón Ragnar Magnússon, Gunnar Már Sigmundsson, Viktor Máni Sigfús- son, Atli Geir Gunnarsson, Bergvin Stefánsson, Eyþór Einarsson, Krist- inn Helgi Jónsson. Helgina 21.-22. janúar var haldið bikarmót Taek- w on d o s a m b a n d s Ís l a n d s í Íþróttamiðstöð Breiðholts við Austurberg, mótið var annað í mótaröðinni en alls eru haldin 3 bikarmót yfir árið. Að vanda sendi Keflavík stóran hóp til keppni og stóðu allir keppendur sig með glæsibrag. Á laugardeginum var haldið barna- mót, en þar telja ekki stig keppenda í heildarkeppni félaga. Allir kepp- endur Keflavíkur komu heim með verðlaunapening í einhverjum lit og voru félagi sínu til mikils sóma. Að öðrum ólöstuðum stóðu Svanur Þór Mikaelsson og Bartoz Wik- torowicz sig best af keppendunum á laugardeginum, en þeir unnu gull í bæði formum og bardaga. Á sunnudeginum var svo keppt í hinu eiginlega bikarmóti, en þar verða þátttakendur að vera búnir að ná 13 ára aldri til að fá keppnis- rétt. Þar stóðu Keflvíkingar sig best allra félaga en þeir fengu 177 stig í heildarkeppninni en næsta lið á eftir, Selfoss, fékk 68 stig. Af 12 keppendum mótsins átti Keflavík 8 þeirra. Ástrós Brynjars- dóttir var keppandi mótsins í bæði formum og samanlögðu, Sæbjörn Rafn Steinarsson í bardaga, Ægir Már Baldvinsson í bæði formum og samanlögðu, Joanna Kraciuk í bardaga, Kolbrún Guðjónsdóttir í samanlögðu og Helgi Rafn Guð- mundsson í samanlögðu. Aðrir keppendur stóðu sig einnig mjög vel og eigum við flottan hóp kepp- enda sem gefa sig allan í mót fyrir félagið sitt. Keflavík vann einnig fyrsta bikar- mótið og stefnir á það að vinna það þriðja og síðasta líka og hampa þar með titlinum Bikarmeistarar Taek- wondosambands Íslands árið 2012. Mikil gróska er í starfi félagsins og er deildin ein öflugasta deild lands- ins með sinn frábæra yfirþjálfara Helga Rafn Guðmundsson í broddi fylkingar. Ritstjórinn stal sæti Sigurðar Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflvíkinga hugsar sennilega með sér að sigurinn á KFÍ um helgina í bikarnum hafi verið nokkurs konar lán í óláni, alla vega fyrir hann persónulega. Þannig er mál með vexti að Sigurður hafði bókað sér far í skíðaferð ásamt fleiri Suður- nesjamönnum sem fara árlega og skíða í Evrópu. Ferðin stangast á við úrslitaleikinn í bikarkeppninni og undirbúning hans og því varð Sigurður að hætta við för á síðustu stundu. Fréttir herma að ritstjóri Víkurfrétta, Páll Ketilsson, taki hans sæti en Sigurður situr heima með sárt ennið. Það má svo deila um það hvort Sigurður meti meira, að fara í Laugardalshöllina með Keflvíkingum eða fara á skíði með frúnni. Svari því hver fyrir sig. Keflvíkingar sópuðu að sér verðlaunum Kappsamir Körfubolta- menn framtíðarinnar Stökkskot að hætti Dirk Nowitzi „Er þetta ekki lína dómari!“ Það er sko ekkert gefið eftir í minniboltanum...

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.