Víkurfréttir - 30.08.2012, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGURINN 30. ÁGÚST 2012 • VÍKURFRÉTTIR2
›› FRÉTTIR ‹‹
›› Reykjanesbær:
Óskað er eftir yfirþroskaþjálfa / deildarstjóra til starfa
á heimili fatlaðs fólks í Reykjanesbæ. Um er að ræða
80% starfshlutfall í vaktavinnu. Æskilegt er að
viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni:
Veita íbúum stuðning við athafnir daglegs lífs.
Ber ábyrgð á faglegu starfi í samvinnu
við forstöðumann.
Hæfniskröfur:
Þroskaþjálfi eða önnur háskólamenntun
sem nýtist í starfi
Þekking á málefnum fatlaðs fólks
Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og sjálfstæði
í starfi
Góðir samskiptahæfileikar og hæfni til
þverfaglegs samstarfs
Viðkomandi verður að hafa hreint sakavottorð.
Í boði er:
Spennandi og lærdómsríkt starf
Fjölbreytt verkefni
Upplýsingar veitir Þórdís Marteinsdóttir í S: 662-
3805 eða á thordis.marteinsdottir@reykjanesbaer.is
Umsóknarfrestur er til 13. september.
Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar
http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf
STARF Á HEIMILI
FATLAÐS FÓLKS
Brúðubíllinn kynnir
Blárefur barnapía
Falleg sýning full af fjöri. Níu úlfar og refir, ásamt Núma
með höfuðin sjö kíkja í heimsókn.
Laugardag kl. 16:00
Við gafl Duushúsa
(sem snýr að hátíðarsvæði)
Íslandsmet í hópgaldri!
Töframaðurinn Einar Mikael heldur töfrabragðanám-
skeið á Ljósanótt fyrir 8 – 15 ára krakka. Nú á að slá
Íslandsmet í hópgaldri. Vertu með og settu Íslandsmet!
Sunnudagur frá kl. 11:00 – 12:30
Íþróttaakademían.
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir
Skessan er í lummustuði, barnahestar, leiktæki
hoppukastalar og Töfrasýning Einars Mikaels
Nánar á ljosanott.is
Gaman saman á Ljósanótt.
Ljosanott.is
BÖRNIN Á
LJÓSANÓTT
Halla Har
á Ljósanótt
Sýningin er opin:
Fimmtudag 16:00 - 20:00
Föstudag 16:00 - 22:00
Laugardag 13:00 - 22:00
Sunnudag 13:00 - 18:00
Halla Har gler- og myndlistarkona verður með
sýningu á Hótel Keili, Hafnargötu 37 á Ljósanótt.
Verið velkomin
Þrátt fyrir að atvinnuleysis-tölur sýnist með lægra móti
nú um stundir er það staðreynd
að fjöldi langtíma atvinnulausra
hefur fjórfaldast á tveimur árum.
280 manns, eða tæplega 45%
þeirra sem voru á atvinnuleysis-
skrá í Reykjanesbæ í júlí sl. hafa
verið þar í tvö ár eða lengur. Um 70
manns töldu þennan hóp í júlí árið
2010. Þá hafa tugir manna þegar
misst bótaréttinn og 64 úr þeim
hópi eru alfarið komnir á framfæri
Reykjanesbæjar. Þetta kom fram
í bókun Árna Sigfússonar bæjar-
stjóra Reykjanesbæjar á fundi
bæjarstjórnar Reykjanesbæjar á
þriðjudagskvöld.
Í bókuninni segir einnig að „stað-
reyndin er sú að atvinnulausir hafa
flutt erlendis, sótt í nám, farið á ör-
orkubætur eða fallið af atvinnuleys-
iskrá vegna þess að skráin hendir
fólki út eftir þrjú eða fjögur ár.
Hópur langtímaatvinnulausra og
að sjálfsögðu þeir sem hafa misst
bótarétt, sækja í auknum þunga
til félagsþjónustu Reykjanesbæjar
eftir lausnum.
Án atvinnu endar þessi hópur
alfarið á framfæri ríkis og sveitar-
félaga. Þannig er þegar orðið um
64 sem misst hafa atvinnubóta-
réttinn. Tugir manna til viðbótar
eru á þessari leið, ef ekki rætist úr
atvinnumálum. Talið er að fjöldi
atvinnulausra sem missir bótarétt
í vetur geti numið þúsundum á
landinu.
Heildarfjöldi umsækjenda um fjár-
hagsaðstoð sveitarfélagsins nam
179 manns í júlí. Þeir sem enn eru
á atvinnuleysisskrá eiga ekki rétt
á fjárhagsaðstoð nema mjög sér-
stakar aðstæður krefjist þess, en
öðru gildir um þá sem hafa misst
bótaréttinn.
Framlög til fjárhagsaðstoðar hjá
Reykjanesbæ hafa tvöfaldast frá
áætlun, og stefnir í 120 milljónir
kr. yfir áætlun. Í heild stefnir í að
fjárhagsaðstoð bæjarfélagsins nemi
270 milljónum kr. Við stöndum
undir því en óneitanlega væri æski-
legra að þessir fjármunir nýttust
fólkinu til atvinnuuppbyggingar.
Öllum má vera ljóst að atvinnuleysi
skapast af starfaskorti. Þau fjöl-
mörgu atvinnuúrræði sem bæjar-
félagið hefur lagt drög að með fjár-
festum, innlendum sem erlendum,
geta gjörbreytt þessari stöðu á
örfáum mánuðum. Við höfum
ítrekað hvatt til aukinnar sam-
stöðu ríkisins við bæjarfélagið um
þau verkefni,“ segir í bókun Árna
Sigfússonar bæjarstjóra Reykjanes-
bæjar á síðasta fundi bæjarstjórnar
Reykjanesbæjar.
Íbúafundur í
Garði á næstu
vikum
Bæjarráð Garðs hefur sam-þykkt að bæjarráð vinni
sameiginlega að efni, dagskrá
og framkvæmd íbúafundar, sem
haldinn verður í Garði á næstu
vikum.
Bæjarráð komi sér saman um
fundartíma íbúafundar og taki
ákvörðun um hann í síðasta lagi á
aukafundi bæjarráðs 30. ágúst 2012.
Búast má við fjörugum íbúafundi,
enda málefni Garðs verið ofarlega á
baugi, þar sem óvæntar breytingar
á bæjarstjórnarmeirihlutanum í vor
er sjóðheitt málefni í Garði.
Lögregla leitar
70 tjakka
Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú þjófnað á níu
steypumótum og 70 byggingar-
tjökkum sem stolið var í Grinda-
vík fyrr í sumar. Mótunum og
tjökkunum hafði verið komið
fyrir til geymslu á lóð. Þegar til
átti að taka fannst hvorki tangur
né tetur af þeim. Þeir sem kunna
að hafa upplýsingar um málið eru
beðnir að hafa samband við lög-
reglu í síma 420-1800.
Megn kannabis-
lykt frá íbúð
Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í umdæmi lög-
reglunnar á Suðurnesjum, eftir
að grunur hafði vaknað um að
hann væri með fíkniefni í fórum
sínum. Þegar lögregla knúði dyra
barst megn kannabislykt frá íbúð-
inni sem jókst um allan helming
þegar húsráðandi opnaði. Maður-
inn gekkst við því að hafa kanna-
bisefni í fórum sínum og fram-
vísaði hann því. Hann heimilaði
leit í húsnæðinu en ekkert fleira
saknæmt fannst. Skýrsla var tekin
af manninum og honum sleppt að
því loknu.
64 atvinnulausir
alfarið komnir á
framfæri bæjarins