Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.08.2012, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 30.08.2012, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGURINN 30. ÁGÚST 2012 • VÍKURFRÉTTIR4 BYKO SuðurneSJum S ími : 421 7000 . Op ið v irKa daga frá 8-18 , laugardaga frá 10-16 LJÓS Á Lægra verðI Á Ljósanótt vnr. 52223786 Karmal hangandi ljós, e27, 60W, svart. vnr. 51353074 BarCelOna útiljós, ip44, 60W, e27, svart eða hvítt. vnr. 51105962-3 nett innréttingaljós, títaníum, 60W, 51,9 eða 61,8 cm. vnr. 52227070 maSSive loftljós, e27, 6W. 2.990kr. 1.490kr. 2.490kr. 1.990kr. 990kr. vnr. 52222356 Kastari með sparperu, e14, 9W. 990kr. vnr. 51101841 lerOS flúrljós, 13W, 58,5 cm. 1.490kr. dagana 30. ágúst - 1. september – aðeins í bYKO sUðUrnesJUm vnr. 52224720 Kastari, hvítur og svartur, g9, 40W. vnr. 51351127 SOuTH útiljós, 40cm, 60W, ip44, hvítt. 790kr. 100kr. vnr. 54140210/2-3 Sparperur, 9W, 11W eða 13W, e27. verð frá: „Í ljósi umræðu um húsnæðis- mál hælisleitenda í Reykjanesbæ og nauðsyn þess að leitað sé allra leiða til aðhalds og sparnaðar í opinberum rekstri, bæði ríkis og sveitarfélaga, leggjum við fulltrúar Samfylkingar og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Reykjanesbæjar til að teknar verði upp viðræður við hið opinbera hlutafélag Kadeco um lausn á húsnæðismálum hælis- leitenda í Reykjanesbæ,“ segir í breytingartillögu sem Hannes Friðriksson lagði fram við fundar- gerð fjölskyldu- og félagsmálaráðs Reykjanesbæjar á fundi bæjar- stjórnar Reykjanesbæjar á þriðju- dagskvöld. Í breytingartillögunni segir einnig: „Kadeco, sem alfarið er í eigu ríkis- ins, hefur yfir miklu magni vandaðs íbúðarhúsnæðis að ráða auk mis- munandi búsetuforma sem hentað gætu fjölbreyttum aðstæðum þeirra skjólstæðinga er hér um ræðir um leið og þeir aðlagast íslensku sam- félagi. Með samningum við Kadeco yrði stigið skref lausnar þeim bráða- vanda er nú eru í húnsæðismálum hælisleitenda og jafnframt stigið skref til hagræðingar um leið og hluti af ónýttu húnæði á Ásbrú yrði komið í not. Öllum til hagsbóta. Jafnframt er lagt til að gengið verði til samninga við Félagsvísinda- stofnun Háskóla Íslands um að gerð verð úttekt á því starfi og áhrifum er samningur Reykjanesbæjar við Útlendingastofnun hefur haft bæði hvað varðar hinn félagslega þátt og fjárhagslega. Það er mikilvægt að slík úttekt fari fram svo unnt verði fyrir bæjar- yfirvöld að taka upplýsta ákvörðun hvað varðar framhald um þjónustu við hælisleitendur í Reykjanesbæ, nú þegar flest bendir til að verk- efnið stefnir í að verða viðameira en upphaflega var lagt upp með. Gengið verði til samninga við Út- lendingastofnun um greiðslu þess kostnaðar er af slíkri úttekt hlýst“. Undir þetta skrifa Hannes Frið- riksson, Guðný Kristjánsdóttir, Ey- steinn Eyjólfsson og Kristinn Þór Jakobsson Í framhaldinu bókaði Árni Sigfús- son eftirfarandi: „Málefni hælisleit- enda og húsnæðisþjónusta við þá er í góðum höndum félagsþjónustu Reykjanesbæjar, sem hefur hlotið lof fyrir vandað starf í hvívetna. Það er ekki skynsamlegt að okkar mati að hlutast til um þá vinnu sem nú er í gangi, og varðar húsnæðismál, með tillögu sem þessari og ekki ástæða til kaupa á úttekt stofnunar vegna þess. Bæjarstjórn treystir áfram félagsþjónustu Reykjanes- bæjar til að finna bestu lausnir í þessum efnum og skoða alla val- kosti sem bjóðast í húsnæðismálum m.a. utan Reykjanesbæjar“. Tillaga minnihlutans var felld með 7 atkvæðum meirihlutans gegn 4 atkvæðum flutningsmanna. Húsnæðisþjónusta við hælis- leitendur í góðum höndum Salty Tours fær frábæra dóma Ferðaþjónustufyrirtækið Salty Tours í Grindavík hefur fengið frábæra dóma á ferðavefnum Tripadvisor sem sérhæfir sig í um- sögnum gesta um ferðaþjónustufyrirtæki, veitingastaði, gististaði, flugfélög, sumarhús. Fyrirtækið er í 11. sæti af 112 ferðaþjónustufyrirtækjum sem bjóða upp á ferðir frá Reykjavík. Að sögn Þorsteins Gunnars Kristjánssonar eiganda Salty Tours sem sérhæfir sig í skoðunarferðum, eru þetta góð meðmæli með þeirri þjónustu sem hann býður upp á. Lækur og lítill foss á Ásbrú Þessi fallegi lækur fossaði niður skógarhlíðina á Ásbrú í Reykjanesbæ í mikilli rigningu sem gerði sl. föstudag. Lækir þekkjast ekki á Suðurnesjum, nema þegar leysingavatn þarf að komast leiðar sinnar eins og í þessu tilviki.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.