Víkurfréttir - 30.08.2012, Blaðsíða 40
Kraftur að
handan
Á á r u m á ð u r þótt i svaka-
l e g a s p e n n an d i
að fara í andaglas
í heimapartíum.
Við táningarnir
settumst saman í
hring og einhverra
hluta vegna kunnu stelpurnar þetta
miklu betur en við strákarnir. Þær
fóru yfirleitt með einhverja þulu í
glasið áður en það var lagt á stafa-
borðið. Allir settu puttann sinn
á botninn á glasinu og fyrr en
varði flugu spurningarnar í loftið.
Glasið snerist í nokkra hringi áður
en það staðnæmdist á fyrsta staf.
Við horfðum dolfallin á áttulaga
ferðalagið á meðan svörin birtust
frá framliðnum sálum. Trúgirnin
allsráðandi á þessum aldri og aldrei
hugnaðist mér að skólasysturnar
hefðu einhver áhrif á niðurstöð-
urnar. Vísifingur þeirra virtust
hreinir og tærir eins og samviskan
ein.
Undanfarna mánuði hef ég horft á þætti í sjónvarpinu, þar sem
fylgst er með slíkum öflum. Yfir-
náttúrlegum hreyfingum, hljóðum
og væringum. Gremst hversu lítið
ég hef orðið var við eitthvað þessu
líkt. Bara aldrei, ef ég á að vera
hreinskilinn. Frúin hafði þó á orði
við mig, þegar við hófum búskap,
að mér fylgdi sérkennilegur maður
með hatt. Með sveran vindling í
munni. Minnti um margt á Al Ca-
pone. Sat einhverju sinni á rúm-
stokknum hjá mér þegar ég hafði
lagst til hvílu eftir magnað helgar-
teiti. Hann fylgdi mér oftast undir
þannig kringumstæðum. Aldrei
varð ég var við neitt og fann ekki
fyrir neinu. Þangað til í vikunni.
Hjartað tók eitt aukaslag.
Ég hafði gaman af því að bjóða í þrítugsafmælið mitt. Undir-
búningurinn töluverður og allir
mínir bestu vinir og vandamenn
mættu prúðbúnir til veislu. Níu
mánaða undirbúningur við það að
hætta að reykja var loks kominn á
leiðarenda og nú skyldi ákvörðunin
staðfest. Hafði lofað börnunum
mínum að gefa þeim bindindið í
afmælisgjöf. Eilíft reykbindindi.
Búinn að reykja hálfa ævina, frá
fimmtán ára til þrítugs. Komið nóg.
Gestirnir streymdu í hús og gjaf-
irnar hrönnuðust upp á borðinu.
Veglegar að vanda og eigulegar til
framtíðar. Ein mynd í ramma stóð
þó upp úr og varð mér hugleikin.
Hefur hangið uppi æ síðan. Eins og
minnisvarði um þrekvirkið á bak
við ákvörðunina, að halda haus í
bindindinu.
Kúrði mig í sófann og barðist um bestu pullurnar við hundana,
sem ásækja hvíluna á síðkvöldum.
Gegnt mér heyrist skyndilega há-
vær smellur í vegg og fyrr en varði
dúar þrekvirkismyndin eins og
rekald á rúmsjó. Voru þetta skila-
boð að handan? Ég fann kraftinn
frá kauða.
vf.is
Fimmtudagurinn 30. ágúst 2012 • 34. tölublað • 33. árgangur
auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001
FIMMTUDAGSVALS
VAlUr KeTIlSSon SKrIFAr
Opið alla miðvikudaga frá kl. 8:00 – 16:00
Tímapantanir í síma 426 8540
Opið virka daga frá kl. 8:00 – 17:00
Frjáls mæting
Ljósanótt í máli og myndum
...www.vf.is