Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.08.2012, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 30.08.2012, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGURINN 30. ÁGÚST 2012 • VÍKURFRÉTTIR6 Leiðari Víkurfrétta Páll Ketilsson, ritstjóri vf.is Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 6. september 2012. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða fusi@vf.is Blik og fjör en líka skuggalegar staðreyndir Stærsta hátíð ársins á Suðurnesjum, Ljósanótt, er gengin í garð. Ljósanótt fer nú fram í þrettánda skipti og er óhætt að segja að þróun hátíðarinnar hefur verið afar jákvæð á þessum rúma áratug frá því hún fór fyrst fram. Ljósanótt er nokkurs konar sameiningartákn en á þessum tímamótum síðla sumars sameina íbúar Reykjanesbæjar krafta sína í menningu, listum, afþreyingu og góðri samveru. Síðasti liðurinn er ekki síður mikilvægur því þessa helgi koma tugir þúsunda til bæjarins og njóta fjölbreyttrar dagskrár. Fjöl- skyldur sameinast, maður er jú manns gaman og ekki veitir af að vekja athygli á mörgum gríðarlega jákvæðu sem er í gangi á svæðinu. Eftir kreppu hefur félagsstarf og margs konar menn- ing og listir vaxið fiskur um hrygg. Árlega eru nú stórar og metnaðarfullar sýningar á borð við tónlistarupprifjunina „Með blik í auga“ og rétt fyrir Ljósanótt óperusýning í Stapanum. Þessar tvær sýningar eru mjög viðamiklar þar sem mikil vinna og metnaður liggur að baki. Því er mikilvægt að við sækjum þessa viðburði því ekki er hægt að ætlast til að það sé ókeypis á svo stóra viðburði þar sem miklu er til kostað. Fjölmörg atriði væri hægt að nefna sem á Ljósanæturdagana drífur en ljóst er að það verður úr miklu að velja. Hápunkturinn þó eflaust hjá flestum þegar ljósin á Keflavíkurbjargi verða tendruð eftir flug- eldasýninguna. Það er kannski ekki rétt að skyggja á Ljósanæturgleðina en frétt í VF í dag um fjölda fólks sem hefur verið atvinnulaust það lengi að það hefur misst bótaréttinn og „komið á bæinn“ er virkilegt áhyggjuefni. Það hefur nefnilega sýnt sig að ef fólk er án atvinnu í lengri tíma er erfiðara að ná því í vinnu á nýjan leik. Ástandið í atvinnumálum kemur einnig fram í aðsókn í iðngreinar í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Í blaðinu í dag lýsir aðstoðarskólameistari áhyggjum skólayfirvalda í þeim efnum. Ástæðan er m.a. sú að nemendur sem fara í iðnnám, hvort sem það er húsasmíði, vélsmíði eða hárgreiðsla er í vandræðum með að komast í starfsþjálfun sem er hluti af náminu. Þegar við komumst almennilega upp úr kreppunni, sé ekki talað um þegar álver fer í gang, hvernig mun ganga að ráða iðnmenntað fólk sem mikil þörf er fyrir í slíkri starfsemi? Stór hópur fólks hefur yfirgefið landið og farið til vinnu erlendis og allsendis óljóst að það komi í störf þegar þau gefast. Og ef fátt iðn- menntað fólk kemur á atvinnumarkaðinn á næstu árum stefnir augljóslega í óefni. Það er deginum ljósara að hér þarf að gera ráðstafanir og það fyrr en seinna. Annars er hættan á því að hér þurfi að sækja iðnaðarmenn til annarra landa til að sinna þessum störfum. Viljum við það? Gleðilega Ljósanótt! Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa: Nám og leikur haldast í hendur ›› FRÉTTIR ‹‹ Leikskólinn Hjallatún var opnaður form-lega þann 8. janúar árið 2001. Í leikskól- anum eru að jafnaði um 88 börn og í kringum 23 starfsmenn. Á Hjallatúni er unnið með Fjölgreindarkenningu Howards Gardner. Kjarninn í kenningu hans er að hægt er að meta mannlega möguleika og hæfileika út frá breiðara viðmiði en áður hefur verið gert. Hann flokkaði greind manna í 8 flokka: mál- greind, rök- og stærðfræðigreind, rýmis- greind, hreyfigreind, tónlistargreind, sjálfs- þekkingar/tilfinningagreind, samskiptagreind og umhverfisgreind. Tveir gangar eru í leik- skólanum, heimastofurnar á hvorum gangi vinna saman og mynda eina heild. Á Hjallat- úni er unnið öflugt starf sem lýtur að þeim börnum sem eru að hefja sitt síðasta ár í leik- skólanum. Það að fara í skólahóp er viss upp- lifun og jafnframt mikilvægt tímamótaskeið hjá hverju fimm ára barni. Kennarar sem hafa yfirumsjón með skólahópi hafa einsett sér að gera síðasta árið í leikskólanum skemmtilegt, krefjandi, lærdómsríkt og fullt af nýjum upp- lifunum. Kennarar nota ákveðin námsefni sem stuðst er við og leyfa sér að leika sér með það og móta að hverjum hópi fyrir sig. Það fer allt eftir því hvernig andinn í hópnum er hvernig við nálgumst efniviðinn. Einkunnar- orð Hjallatúns eru leikurinn, lýðræði og sam- skipti. Börnin læra í gegnum leikinn, þau læra að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum og eru í leikskólanum á sínum forsendum. Á Hjallatúni byrjar skólahópastarfið í lok ágúst. Börnin upplifa sínu fyrstu skólahópatilfinningu þegar setning Ljósanætur fer fram. Öll börn á elstu deildum í leikskólum Reykjanesbæjar taka þátt í setningunni. Þetta hefur skapað vissa stemmningu þar sem æfð eru sérstök lög fyrir setninguna og þau fá líka sinn lit af blöðrum til að sleppa upp í himininn. Börnin finna fyrir mikilli vinsemd á þessari setningu þar sem þau hitta grunnskólanemendur á öllum aldri og allir eru spenntir fyrir þessum frábæru fimm ára börnum. Þátttaka barnanna á setningu Ljósanætur er fyrsta skrefið í samvinnu milli skólastiga á hverju skólaári. Kennarar sem hafa yfirumsjón með skólahóp- unum skipuleggja sig vel og gera það á starfs- mannafundum, skipulagsdögum og í undirbún- ingstímum. Mikilvægt er að vera vel undirbú- inn, vera með fyrirfram ákveðna áætlun sem höfð er til hliðsjónar sem inniheldur fjöldann allan af skemmtilegu námsefni, námsefni eins og Markviss málörvun, Ótrúleg eru ævintýrin, Stig af Stigi sem fjallar um tilfinningar og að setja sig í spor annarra. Stærðfræði, listsköpun í öllu sínu veldi, vettvangsferðir, þar sem lögð er áhersla á nánasta umhverfi, umferðarreglur og hvernig við högum okkur í umferðinni. Einnig er söngur og tónlist mikilvægur þáttur leik- skólastarfsins. Rauði þráðurinn í gegnum allt námsefni er leikurinn. Undanfarin fimm ár hafa kennarar tvinnað saman allt námsefni: Ótrúleg eru ævintýrin, Markvissa málörvun, stærðfræði og fleira inn í ákveðna ævintýrakennslu. Fundin er saga/ævintýri í byrjun vetrar sem er lesin mörgum sinnum. Tekin eru út orð sem vekja áhuga og spjallað um hvað þau merkja. Börnin fá að leika sér með orðin með því að skrifa, teikna og mála. Síðan er sagan sjálf skoðuð, hvernig við getum sett söguna upp í leikrit, hvernig leik- myndin gæti litið út, hvaða leikmuni við þurfum og hvaða búninga við getum saumað okkur í saumavél leikskólans. Við tvinnum söngva sem við þekkjum og kunnum inn í söguna, við lokum augum, hlustum á söguna og finnum út hvaða hljóð og tónlist við heyrum þegar lesin er sagan o.s.frv. Síðan má með sanni segja að hápunkturinn sé þegar börnin velja sér hlutverk og byrja að æfa hlutverkin sín í leikritinu. Þetta ferli er einstaklega spennandi og er verulega gaman að sjá hversu mikill lærdómur fer fram í þessu ferli. Börnin eru spennt, spenntari og spenntust þegar komið er að frumsýningardegi. Gaman er að segja frá því að ákveðin hefð hefur skapast á Hjallatúni í gegnum árin og hún er sú að öllum elstu börnum í leikskólum Reykjanes- bæjar er boðið á leiksýningu í leikskólanum. Stemmningin í kringum leiksýninguna er mikil og skemmtileg og bíða m.a. foreldrar og kenn- arar í öðrum leikskólum spenntir eftir að vera boðið á leiksýningu. Leikskólinn Hjallatún á heimaskóla sem er Holtaskóli og má segja að einstaklega gott sam- starf sé þar á milli. Mikilvægt er að skipuleggja gott samstarf því með þeirri samvinnu er stuðlað að öryggi og vellíðan barnanna við flutning á milli skólastiga og skapa samfellu í námi. Kennarar á báðum skólastigum sjá um að brúa bilið og skipuleggja heimsóknir á báða bóga. Skipulagðir eru um það bil fimm dagar á haus- tönn og einnig á vorönn en að sjálfsögðu er okkur frjálst að hittast oftar. Skólarnir skiptast á að heimsækja hvor annan og með því móti myndast ákveðin vinatengsl leikskólabarnanna við grunnskólabörnin og þegar kemur að því að þau hefja grunnskólagöngu sína er gott að þekkja andlit sem taka vel á móti þeim. Í þessum skólaheimsóknum í Holtaskóla fá börnin m.a. að hitta Jóhann Geirdal skólastjóra sem tekur vel á móti þeim og sýnir þeim skólann. Þau fá að taka þátt í kennslustundum með 1. bekk, fara í nestis- tíma, fara á bókasafnið, í tölvutíma og stundum fá þau að taka þátt í einum íþróttatíma. Fyrsti bekkur Holtaskóla kemur einnig í heimsóknir á Hjallatún og er það skemmtileg viðbót þar sem stutt er liðið síðan þau sjálf stóðu í þeim sporum sem leikskólabörnin standa í. Með þessu góða samstarfi milli skólastiga og metnaðarfullu starfi leikskólans teljum við að nám og leikur haldist í hendur. Kveðja, kennarar á Hjallatúni Bifreið féll á mann Það óhapp átti sér stað í Grinda-vík að bifreið féll ofan á mann. Atvikið átti sér stað með þeim hætti að maðurinn hafði tjakkað bílinn upp til að laga bensíntank hans. Talið er að bíllinn hafði lent á bringu mannsins. Þegar lögreglan á Suðurnesjum kom á vettvang var verið að flytja mann- inn í sjúkrabifreið á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja. Meiðsli hans voru talin minni háttar. Fékk yfir sig sjóðandi vatn Karlmaður í Reykjanesbæ fékk yfir sig sjóðandi heitt vatn þegar hann við vinnu sína í fyrir- tæki í bænum. Hann brenndist á höfði og höndum og var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Lögreglunni á Suðurnesjum var tjáð á vettvangi að maðurinn hefði verið að skrúfa frá krana til að hleypa þrýstingi á vél, þegar sjóðandi heitt vatn fossaði upp úr breiðu röri og lenti á honum með fyrrgreindum afleiðingum. Ljósanætursýn- ing Ljósops Ljósop verður með ljósmynda-sýningu í Svarta Pakkhús- inu á Ljósanótt. Sýningin opnar á fimmtudag klukkan 18.00 og verður hún opin alla helgina. Á sýningunni munu 13 áhugaljós- myndarar sýna 40 ljósmyndir og eru efnistök afar fjölbreytt. Ljósop er félag áhugaljósmyndara á Suðurnesjum og hefur verið starfrækt síðan 2006. Í félaginu eru yfir 25 virkir félagar og hitt- ast þeir vikulega til að skiptast á skoðunum og fræðast um hvað er að gerast í ljósmyndun á hverjum tíma. Hægt er að fræðast meira um félagið á heimasíðu þess www. ljosop.org

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.