Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.08.2012, Blaðsíða 38

Víkurfréttir - 30.08.2012, Blaðsíða 38
FIMMTUDAGURINN 30. ÁGÚST 2012 • VÍKURFRÉTTIR38 Að undanförnu hafa borist ábendingar um rottur í byggðinni í Grindavík. Frá þessu segir í tilkynningu frá sviðs- stjóra umhverfis- og skipulags- sviðs Grindavíkurbæjar. Heil- brigðiseftirlitið er búið að setja niður eitur (fóðurstöðvar) víðs vegar í bænum miðað við þær ábendingar sem inn hafa komið og var m.a. eitrað í síðustu viku. Íbúi í Grindavík sem ræddi við Víkurfréttir nýverið sagðist hafa veitt tvær stórar rottur við hest- húsabyggðina í Grindavík í lið- inni viku. Þá veiddi annar íbúi í bænum mink við Marargötu í Grindavík. „Ástæður þess að rotturnar eru sýnilegri en áður geta verið margar. Sumarið er búið að vera ótrúlega hlýtt og gott. Þá geta framkvæmdir við höfnina hafa orðið til þess að koma hreyfingu á skepnurnar,“ segir Ingvar Þ. Gunnlaugsson sviðs- stjóri skipulags- og umhverfissviðs í tilkynningu frá bæjarfélaginu. „Jarðvegstippur bæjarins ber þess merki að vera notaður sem rusla- tunna og hefur umgengni verið afar slæleg og ástandið það slæmt að íbúar eru að henda öllu rusli í stað einungis garða- og jarðvegsúr- gangs. Undirritaður brýnir fyrir fólki að ganga betur um og henda einungis garðaúrgangi og jarðvegsefnum á tippinn. Verum börnum okkar góð fyrir- mynd og göngum betur um okkar umhverfi,“ segir Ingvar Þ. Gunn- laugsson í tilkynningunni. 2 Fimmtudagurinn 14. apríl 2011VÍKURFRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGAR – 421 0000 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS HEILSA GSA fundir Átt þú í vanda með mat og telur að þú gætir verið haldin/n mat- arfíkn og/eða átröskun? Fundir hjá GSA samtökunum (sjá gsa.is) eru alla fimmtudaga kl 20:30, í Lundi Suðurgötu 15. Nýliðafundir eru fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði kl:19:45 á sama stað. Allir velkomn- ir og við tökum vel á móti þér. GEFINS Kettlingar fást gefins 1. fress og 1. læða fæddir 20. maí. Uppl. í síma 659 0663. ÝMISLEGT Ljósberinn skermagerð Opið hús á Ljósanótt. Geri upp gamla skerma og bý til skerma eft- ir pöntunum fyrir einstaklinga og einnig fyrirtæki. Tilboð á eldri lager af skermum á Ljósanótt. Ljósberinn Vatnsnesvegi 8 s. 867 9126. Forvarnir með næringu STAPAFELL Hafnargötu 50, Keflavík NÝTT Opið alla daga fram á kvöld TIL LEIGU 4ra herb. íbúð v/ Faxabraut. Laus strax. Uppl. í síma 892 5329. 4ra herb. parhús í Innri-Njarðvík með bílskúr, laust 1. október (lang- tímaleiga). Leiga 140 þús. Uppl. s. 856 5448. Einstaklingsíbúð! Ca. 45m2 íbúð fyrir reyklausan einstakling. Trygging. Laus strax. 690 8390 eftir kl. 18. Til leigu 80m2 íbúð í Njarðvík. Upplýsingar í síma 897 8333. ÓSKAST Óska eftir múrara eða manni vönum múrviðgerðum. Uppl. í síma 899 3761. Óska eftir að kaupa ísskáp m/frysti, vel með förnum og ekki hærri en 160-180 cm. Uppl. í síma 692 2926. Óska eftir 3-4 herb. íbúð á leigu sem fyrst í Reykjanesbæ.Skilvirkum greiðslum og góðri umgengni heit- ið. Uppl. í síma 696 4236. 3 herb íbúð óskast strax til leigu í Keflavík, Njardvík eða Garði í 1-2 ár, greiðslugeta allt að 85 þúsund, góð reglusemi og umgengni. Uppl. 421 3283 /616 8556 /869 7881. Rólegt par, með meðmæli, óskar eftir íbúð í Njarðvík eða Vogum. Upplýsingar í síma 773 1987. Óska eftir skiptum á 102m2, 4ra herb. íbúð v/ Faxabraut fyrir minni íbúð. Uppl. í síma 892 5329. AFMÆLI Gullbrúðkaup Elsku fallegu mamma og pabbi til hamingju með gullbrúðkaups- áfangann ykkar þann 2. september. Eigið yndislegan dag. Kveðja, ykkar börn og fjölskyldur TIL SÖLU Til sölu 120m2 fokhelt raðhús í Njarðvíkum söluaðili lánar 20 prósent af söluverði Upplýsingar í síma 899 3761. Sérhæð í Keflavík, efri hæð Myllubakkaskólahverfi. Til sölu um 70 fm. 3ja herb. efri hæð í tvíbýlishúsi við Ásabraut í Keflavík. Hús klætt með Steni klæðningu, hús í góðu standi. Sameiginlegt þvottahús á neðri hæð. Ásett verð 13.900.000 lítil útborgun. Sími: 691 2361 Píanó til sölu Sören Jensen píanó, ca. 80 ára gamalt, uppgert 1999, með f í labeinsnótum, frábær hljómgæði, píanóstöll fylgir, verð- hugmynd 250.000. Þarfnast still- ingar. Uppl. 692 1527. ÞJÓNUSTA L e i g j u m ú t h j ó l h ý s i y f i r Ljósanæturhelgina – geta ver- ið í miðbænum eða fyrir framan heimahús. Gistiheimilið Njarðvík – bíla- og hjólhýsaleiga www.gisti- heimilid.is s: 421-6053 / 691-6407. Vagnageymslur í vetur hjá Alex ferðaþjónustunni, kr. 7500,- lengdarmeterinn tímabilið. Uppl. alex@alex.is eða 421 2800 á skrifstofutíma. Sý n i ng í Bí ó s a l Duushúsa, opnuð 30. ágúst á Ljósanótt 2 0 1 2 . S a m s t a r f s - verkefni Byggðasafns Reykjanesbæjar, Lista- safns Reykjanesbæjar og vina og vanda- manna Helga. Helgi S. Jónsson stóð í f y l k i n g a r b r j ó s t i ótrúlega margra félaga og málefna sem hann sinnti af miklum dugnaði og trúmennsku. Helgi var oft í fararbroddi, kveikti eldinn en fól hann svo öðrum er nýjar hugmyndir kölluðu hann til annarra verka. Hann var fjöl- hæfur listamaður, leikari, listmál- ari, myndskeri, vel ritfær og mjög mælskur. Hvað sem hann tók sér fyrir hendur vildi hann deila með öðrum og honum var einkar lagið að skapa jákvæða stemningu. Sá félagsskapur sem næst hjarta hans stóð var skátafélagið en hann var einn af stofnendum Heiðabúa. Eins og sönnum skáta sæmdi vildi hann leggja lið góðum málum og annar ríkur strengur í félagsskapnum var náttúran: í öræfafegurð fjallanna og kyrrð fann hann sig á sérstakan hátt heima, segir sr. Björn Jónsson um Helga. Helgi S. Jónsson flutt- ist til Keflavíkur 25 ára gamall með dívaninn sinn og bókakassa í farteskinu. Hann fædd- ist í Hattardal á Vest- fjörðum en fluttist til Reykjavíkur tíu ára gamall. Hann hafði tekið virkan þátt í róttækum þjóðernisflokki sem barðist við kommúnista undir hakakrossfánum rétt áður en hann flutti til Keflavíkur. Helgi fann heimili sitt hér suðurfrá eins og hann sagði í viðtali sem Guðleifur Sigurjónsson tók við hann árið 1970: „Frá því að ég kom hingað til Keflavíkur þann sæta dag, hef ég ekki farið neitt alvarlega héðan, rétt skroppið svona upp á öræfin, inn í Reykjavík, eða svo.“ Helgi giftist Þórunni Ólafsdóttur árið 1940 og áttu þau saman eina dóttur: Guðrúnu Sigríði, heimili þeirra hjóna var hér alla tíð. Helgi lést árið 1982, 72 ára að aldri. Sýningin stendur út september. ›› Ný sýning í bíósal Duus-húsa: ›› Skessuhellir og Landnámsdýragarður: Tónlistarsyrpa í Duushúsum Að venju verður standandi tón l i s t a r d a g s k r á a l l a n laugardaginn í Duushúsum. Nýir tónleikar hefjast á hálftíma fresti og eru til skiptis í Bátasal og Bíó- sal. 14:30 Bíósalur: Kvennakór Suðurnesja 15:00 Bátasalur: Söngsveitin Víkingarnir 15:30 Bíósalur: Karlakór Keflavíkur 16:30 Bíósalur: Sönghópurinn Orfeus 17:00 Bátasalur: Sönghópur Suðurnesja Allir velkomnir! Eldhuginn Helgi S. Jónsson ›› FRÉTTIR ‹‹ Íslandsmet í hópgaldri! Núna í fyrsta skipti á Íslandi á að setja Íslandsmet í hóp- galdri á Ljósanótt 2012. Töfra- bragðanámskeið Einars Mikaels hefur slegið öll aðsóknarmet víðs vegar um landið og það var hús- fyllir í bæði skiptin þegar það var haldið í Reykjanesbæ. Núna á að slá Íslandsmet í hópgaldri þar sem stefnt er að því að yfir 200 krakkar framkvæmi einn galdur öll á sama tíma. Þau fá einnig að læra nýja galdra og sjá vídeó með bestu sjónhverfingamönnum heims. Þetta hefur aldrei verið gert áður á Íslandi og fá allir krakkarnir viðurkenningarskjal fyrir þátttök- una í þessum sögulega áfanga. Frítt er á námskeiðið Staðsetning: Íþróttaakademían kl: 11:00 - 12:30 á sunnudaginn. Aldur: 8-15 ára. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Leiðbeinandi: Einar Mikael töframaður Margt er í boði fyrir börnin á Ljósanótt eins og undan- farin ár. Skessan í hellinum sem flutti til okkar á Ljósanótt 2008 verður með opinn hellinn sinn alla dagana frá kl. 10.00-17.00 og tekur á móti gestum. Hún, ásamt aðstoðarfólki sínu frá Júdódeild UMFN býður börnunum í lummur á laugardeginum frá kl. 15.00 til 17.00 eða svo lengi sem birgðir endast. Landnámsdýragarðurinn mun loka eftir Ljósanæturhelgina og eru því síðustu forvöð fyrir gesti og gangandi að heilsa upp á dýrin. Á laugardagsmorgninum verða hestar leiddir undir börnum í garð- inum frá kl.10.00 -12.00 og ekki er að efa að það verður upplifun fyrir margan ungan hestamanninn. Víkingaheimar verða opnir sam- kvæmt venju og tilvalið að líta þar við enda margar spennandi sýn- ingar í boði í húsinu. Sérstaklega má minna á goðheimasýninguna sem opnaði í vor en þar er gestur- inn leiddur í gegnum þennan forna hugmyndaheim og goð og goð- heimar birtast ljóslifandi á mynd- rænan og nýstárlegan hátt þar sem myndlist, frásögn og tónlist fléttast saman í eina heild. Bæði börn og fullorðnir hafa lýst mikilli ánægju með þessa sýningu og upplagt að nota tækifærið þessa helgi. Krakkarnir njóta sín á Ljósanótt Rottur og minkur herja á Grindvíkinga

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.