Víkurfréttir - 30.08.2012, Blaðsíða 14
FIMMTUDAGURINN 30. ÁGÚST 2012 • VÍKURFRÉTTIR14
4 tegundir af krapa-ís
Vanilluís
Jarðaberjaís
Gamaldagsís
Súkkulaðiís
Gamaldagsís-súkkulaði tvistur
Vanillu-jarðberja tvistur
Nammi SHAKE
STÆ
RST
I
ÍSBA
R Á
SUÐ
UR-
NES
JUM
Eitthvað fyrir alla fjöl-skylduna
FJÖLBREYTT TILBOÐ Á GRILLINU!
KÓK MEÐ ÖLLUM TILBOÐUM
Verið velkomin í glæsilegu ísbúðina
okkar að Iðavöllum 14
Fjölskyldu- og menningarhátíðin Ljósanótt í Reykjanesbæ verður haldin í 13. skiptið í ár og
hefst nk. fimmtudag 30. ágúst og stendur til sunnu-
dagsins 2. september.
Ljósanótt telst til einnar stærstu fjölskylduhátíðar
landsins. Í fyrra sóttu um 30 þúsund manns hátíðina
og búist er við svipuðum fjölda í ár.
Lögð er áhersla á að fjölskyldur njóti daganna saman
og til merkis um það munu um tvö þúsund grunn- og
leikskólabörn hefja Ljósanótt á fmmtudagsmorgun
við Myllubakkaskóla með því að sleppa mislitum
blöðrum til himins. Þær eru tákn um fjölbreytileika
samfélagsins og vonina sem býr í brjóstum íbúa um
bjarta tíma. Á laugardagskvöldinu lýkur svo dagskrá
dagsins með veglegri flugeldasýningu í boði HS Orku
hf. Á sunnudeginum halda margvíslegir viðburðir og
sýningar áfram.
Á Ljósanótt að þessu sinni eru rúmlega 50 sýningar
á myndlist og handverki og tæplega 60 tónlistarvið-
burðir og uppákomur.
Vel á 6. hundrað einstaklingar leggja sitt lóð á vogar-
skálar til að skapa fjölbreytileika í upplifun á Ljósa-
nótt.
Landsbankinn er helsti styrktaraðili Ljósanætur en auk
hans má nefna HS Orku sem styrkir flugeldasýninguna
eins og í fyrra.
Þótt Suðurnesjamenn hefðu gjarnan viljað kynna hið
hressilega Suðurnesjaveður, sem lið í dagskrá, eru því
miður líkur til að menn missi af Suðurnesjarokinu, því
hægviðri er spáð og hlýindum, þótt e.t.v. kunni dropar
að koma úr lofti þegar dregur nær helgi.
Í tilefni af 13. Ljósanæturhátíðinni var opnaður nýr
vefur sem Kosmos og Kaos hafa unnið. Á www.
ljosanott.is er að finna allar upplýsingar um dagskrá,
öryggisupplýsingar og margt fleira.
›› Ljósanótt í Reykjanesbæ haldin í 13. skiptið:
›› Ljósanætursýning Listasafnsins 2012:
Sú venja hefur skapast á Ljósa-nótt undanfarin ár að heima-
fólk hefur verið í aðalhlutverki
á sýningu Listasafns Reykjanes-
bæjar í Duushúsum. Í ár var ætl-
unin að stíga skrefið til fulls og
setja upp risastóra samsýningu
listamanna af Suðurnesjum.
Leitað var eftir verkum af öllum
tegundum myndlistar, tvívíðum
og þrívíðum verkum, málverkum,
vatnslitamyndum, teikningum,
ljósmyndum, skúlptúrum og í
raun öllu því sem gat með góðu
móti fallið undir víðustu skil-
greiningu myndlistar. Skilyrðin
fyrir þátttöku voru aðeins tvö; að
listafólkið hefði náð 18 ára aldri
og byggi á Suðurnesjum.
Markmið sýningarinnar var fyrst
og fremst að sýna hina miklu
grósku myndlistar á svæðinu og
vonast var eftir að breiddin yrði
sem mest, við fengjum lærða og
leika, atvinnumenn og áhugamenn
á öllum aldri sem blandast myndu í
sköpuninni á eftirminnilegan hátt.
Ákveðið var að hleypa öllum að
sem uppfylltu skilyrðin og vildu
vera með og þaðan er heiti sýn-
ingarinnar komið – við sýnum allt
eða ekkert! Tæplega 60 manns voru
tilbúnir að taka þátt í þessu ævin-
týri undir stjórn sýningarstjórans
Ingu Þóreyjar Jóhannsdóttur.
Ekki er um að ræða almenna
stefnubreytingu hjá Listasafni
Reykjanesbæjar í sýningarhaldi
heldur er hér gerð tilraun til að
skoða myndlist án fordóma. Eitt
er víst að á Ljósanætursýningu
Listasafns Reykjanesbæjar 2012
kennir ýmissa grasa og margt má
þar skemmtilegt sjá. Bestu þakkir
til allra sem voru tilbúnir að taka
þátt í þessari djörfu tilraun og þá
ekki síst sýningarstjóranum sem
tókst á hendur afar erfitt verk.
Góða skemmtun
Valgerður Guðmundsdóttir
framkvæmdastjóri
Ein stærsta fjöl-
skylduhátíð landsins
Allt eða ekkert!