Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.08.2012, Blaðsíða 26

Víkurfréttir - 30.08.2012, Blaðsíða 26
FIMMTUDAGURINN 30. ÁGÚST 2012 • VÍKURFRÉTTIR26 ATVINNA Sandgerðisbær auglýsir tímabundið 50% starf umsjónarmanns við félagsmiðstöðina Skýjaborg. Um er að ræða tímabundið starf umsjónarmanns sem jafnframt gengur kvöldvaktir. Vinnutími er því óreglulegur. Starfstími er frá 15. september 2012 til 31. maí 2013. Umsjónarmaður starfar undir stjórn bæjarstjóra og skóla-, íþrótta- og tómstundafulltrúa. Í starfinu felst skipulagning starfsins í félagsmiðstöðinni, umsjón með fjármálum og starfsmannastjórnun. Starfið er skipulagt í samvinnu við nemendaráð Grunnskólans í Sandgerði, starfsmenn grunnskóla og félagsmiðstöðvar. Þá er gert ráð fyrir að viðkomandi starfi með unglingaráði Sandgerðisbæjar og frístunda-, forvarna- og jafnréttisráði Sandgerðisbæjar. Í starfi umsjónarmanns felst: Hæfniskröfur: Nánari upplýsingar veitir Guðjón Þ. Kristjánsson, skóla-, íþrótta- og tómstundafulltrúi í síma 420 7555. Umsóknir skulu berast á bæjarskrifstofu Sandgerðisbæjar eða á sandgerdi@sandgerdi.is Umsóknarfrestur er til miðnættis 6. september 2012. Bæjarstjóri. Óperusýning í Reykjanesbæ er langt frá því að vera sjálf- sagður atburður á Suðurnesjum. Upppsetning Norðuróps á Eu- gence Onegin eftir Tschaikovsky var sett upp í Hljómahöllinni um síðustu helgi og sýnd tvisvar. Sl. sunnudagskvöld átti undirrit- aður þess kost að sækja hana og skemmti ég mér konunglega. Er skemmst frá að segja að sýn- ingin í heild var metnaðarfull, valinn maður í hverju rúmi og sviðsmynd og lýsing glæsileg. Þætt- irnir 3 voru settir upp á tveimur mismunandi stöðum í húsinu sem þýddi að áheyrendur þurftu að færa sig á milli staða sem braut þetta skemmtilega upp og markaði skörp skil á milli þátta, bæði í tíma og rúmi. Söngvararnir voru í misstórum hlutverkum en stóðu sig allir mjög vel. Heimamennirnir Jóhann Smári Sævarsson, í hlutverki Eucgence Onegin, og Bylgja Dís Gunnars- dóttir, í hlutverki Tatyönu, voru frábær í sínum hlutverkum. Arían sem Tatíana syngur í 2. senu fyrsta þáttar, sem hlýtur að vera ein sú erfiðasta í óperuheiminum, var frábærlega flutt af Bylgju. Rósa- ›› Upppsetning Norðuróps á Eugence Onegin eftir Tschaikovsky var sett upp í Hljómahöllinni um síðustu helgi: Frábær óperusýning lind Gísladóttir, Dagný Jónsdóttir og Hörn Hrafnsdóttir skiluðu allar sínu mjög vel ásamt öðrum í smærri hlutverkum. Kórinn var mjög flottur og greinilegt að kór- félagar, sem sumir voru að stíga sín fyrstu spor á óperusviði, höfðu mjög gaman af því sem þeir voru að gera. Dansarar frá Bryn Ballet settu mjög skemmtilegan svip á sýninguna þegar sagan færðist inn í veislusali yfirstéttarinnar, sem birtist í formi fursta nokkurs. Það væri of langt mál að fara að nefna alla hér sem komu við sögu í þessari uppfærslu en heilt yfir var þetta frábær uppsetning sem staðfestir að aðstandendur sýningarinnar eru áræðið fólk sem óhrætt ræðst í metnaðarfullar, og örugglega kostnaðarsamar, upp- setningar sem þessar. Slíkt framtak verður seint fullþakkað og þurfum við Suðurnesjamenn að standa við bakið á þessum frumkvöðlum og sýna stuðning okkar í verki m.a. með því að mæta vel á svona við- burði. Það sem kannski mætti setja spurningarmerki við er sú stað- reynd að þótt mjög áhugasamir óperuunnendur þekki þetta verk líklega vel telst það örugglega fram- andi fyrir hinn venjulega íbúa á Suðurnesjum. Það hefði því mátt reikna með að fyrir valinu yrði þekktara stykki, eins og Tosca, sem Norðuróp setti upp á svo eftir- minnilegan hátt í Keflavíkurkirkju í fyrra, var. Væntanlega ræðst þó verkefnavalið að talsverðu leyti af því hvaða söngvarar og raddir eru í hópnum hverju sinni og því að söngvararnir vilji fást við krefjandi hlutverk og safna í reynslubank- ann. Í þessari uppfærslu voru fleiri atvinnumenn eins og t.d. Jóhann Friðgeir Valdimarsson, tenór, og Viðar Gunnarsson, bassi, sem voru mjög góðir. Aría Lenskís (Jóhanns Friðgeirs) í lok 2. þáttar var frábær- lega sungin. Hljóðfæraleikararnir stóðu sig mjög vel. Á píanóinu, í hlutverki heillar hljómsveitar, var þaul- reyndur píanisti úr óperuheim- inum, Antonia Hevesi. Með henni léku Hlín Erlendsdóttir á fiðlu, Dagný Marinósdóttir á þverflautu og Helga Kristbjörg Guðmunds- dóttir á harmoniku. Helga var reyndar nálægt því að stela senunni með snilldar harmonikuleik, bæði tæknilega og músíkalskt. Aðstandendur Norðuróps, með Jóhann Smára Sævarsson í farar- broddi, eiga miklar þakkir skildar fyrir þetta verkefni og hlakka ég til að sjá og heyra það sem þetta atorkusama fólk mun aðhafast á næstu misserum. Páll Ketilsson F.v. Bylgja Dís, Dagný, Rósalind, Jóhann Friðgeir og Jóhann Smári í hlutverkum sínum á sviðinu í Hljómahöllinni. Bryn Ballett-dömur voru þátttakendur í seinni hluta sýningarinnar og settu skemmtilegan svip á hana. Það var oft fjölmennt á sviðinu. Hér syngur hin franski Triquet til Tatanyu (Bylgja Dís) sem var niðurbrotin eftir að Ónegín (Jóhann Smári) hafði hryggbrotið hana. Í lokaatriðinu vill Ónegín fá Tatanyu.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.