Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.11.2012, Page 4

Víkurfréttir - 08.11.2012, Page 4
fimmtudagurinn 8. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR4 Akurskóli er einstakur skóli í Reykjanesbæ. Hann er eini skólinn í bænum sem byggir á hugmyndafræði um opinn skóla. Skólinn stækkar ört og nú eru um 385 nemendur í skólanum og 54 starfsmenn. Okkar hlut- verk sem störfum í skólanum er að hlúa að honum sjá hann vaxa, dafna og þróast. Það gerist ekki á einum degi og ekki einu sinni á einu ári. Í haust tóku við nýir skólastjórar í Akurskóla. Með nýjum stjórnendum koma nýjar áherslur og mikilvægt er að hlusta á skoðanir og hug- myndir allra í skólasamfélaginu, raddir starfsmanna, raddir barnanna og raddir foreldra til að gera skólann enn betri. Upp- eldi og menntun á að miða að því tvennu að kenna börnum að ná valdi yfir sjálfum sér og vekja það besta hjá hverjum og einum nemanda þannig að það verði honum gott veganesti út í hinn fjölbreytta heim nútímans. Ný þrautabraut í Narfakotsseylu Narfakotsseyla er sameiginlegt útikennslusvæði Akurskóla og leikskólanna Akurs og Holts. Uppbygging svæðisins hefur staðið yfir í langan tíma en nú er þar að finna skýli, vísi að eld- stæði, bryggju, brú og bekki að ógleymdum staurunum sem bera hvítu seglin okkar. Það eru spenn- andi dagar framundan en vikuna 5. – 9. nóvember hefjumst við handa við að gera þrautabraut og varanlegt eldstæði á svæðinu. Skipulagning Narfakotsseylu vísar í gamla atvinnuhætti og sjósókn á Suðurnesjum en svæðið er notað til kennslu í öllum námsgreinum. Á svæðinu er hægt að samþætta flestar ef ekki allar námsgreinar og það verður spennandi að sjá nemendur skunda á svæðið og nýta eldstæðið í heimilisfræði í framtíðinni eða spreyta sig í íþróttum í þrautabrautinni. Comeniusarverkefnið – Child- ren protecting the planet Í haust hófst formlega sam- vinna sex skóla í sex löndum í Comeniusarverkefninu Children Protecting the Planet. Grunnskól- arnir sem taka þátt í verkefninu auk okkar eru frá Frakklandi, Finnlandi, Póllandi, Spáni og Þýskalandi. Verkefnið felst í því að nemendur í þessum löndum vinna að verndun umhverfisins í sínum skóla og sinni heimabyggð. Verkefnin eru ólík eftir löndum og kennarar sem taka þátt í verk- efninu hittast á misjöfnum stöðum í heiminum og vinna að sam- eiginlegum verkefnum. Þetta er spennandi viðfangsefni þar sem allur skólinn tekur þátt og tvinnar saman þau umhverfisverkefni og markmið sem við í Akurskóla höfum þegar sett okkur. Eitt af stærri verkefnum sem nem- endur Akurskóla taka þátt í er hreinsun strandlengjunnar sem hefst núna í nóvember og er unnið í samvinnu við Bláa herinn. Námsárangur En það er ekki bara útikennsla og þróunarverkefni sem eru í gangi í Akurskóla. Í október fengu nem- endur í 10. bekk niðurstöður samræmdra könnunarprófa og eru niðurstöðurnar afar jákvæðar fyrir skólann og samfélagið. Nemendur okkar eru yfir lands- meðaltali í ensku og stærðfræði sem er glæsilegur árangur. Það eru spennandi tímar fram- undan í Akurskóla og við hlökkum til að takast á við öll þau fjölmörgu verkefni stór og smá sem bíða okkar í framtíðinni. Menntun er að okkar mati hinn andlegi upp- vöxtur mannsins en ekki einungis búningurinn sem hlaðinn er utan um hann. Því er það einlæg von okkar og vilji að nemendur útskrifist frá Akurskóla annars vegar með sterkar rætur og hins vegar með vængi til að fljúga á vit ævintýranna með allar dyr opnar. Sigurbjörg Róbertsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir og Helga Eiríksdóttir PÁLL KETILSSONvf.is Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Jón Júlíus Karlsson, jjk@vf.is, GSM 849 0154 Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is Útgefandi: afgreiðsla og ritstjórn: ritstjóri og ábm.: fréttastjóri: blaðamenn: auglýsingadeild: umbrot og hönnun: auglýsingagerð: afgreiðsla: Prentvinnsla: uPPlag: dreifing: dagleg stafræn Útgáfa: RITSTJÓRN RITSTJÓRNARBRÉF Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur-frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prent- aðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Ungmennaráð lætUr til sín taka Það var frábært að fylgjast me ð ful ltr úum nýsk ipaðs ungmennaráðs á fundi með bæjarstjórn Reykjanesbæjar nú í vikunni. Þetta er án efa ein af betri tillögum sem hafa verið samþykktar í bæjarstjór- ninni. Ræður þriggja stúlkna úr ungmennaráðinu vor u greinilega vandaðar og ljóst að vinna hafði verið lögð í þær. Hér fengu bæjarfulltrúar helstu málefni ungmennanna upp á borð en þar voru örari strætóferðir stærsta atriðið. „Við búum í víðfeðmu bæjarfélagi. Það tekur allt að 15 mínútur að keyra endanna á milli. Stór hluti tómstunda sem í boði er fyrir börn og unglinga er staðsett í og í nágrenni við Reykjaneshöllina. Þessar vegalengdir gera það að verkum að það er nauðsynlegt að taka strætó til að komast á áfangastað, sérstaklega í skammdeginu þegar færðin versnar og erfiðara að komast um á reiðhjóli,“ sagði Sóley Þrastardóttir, formaður ráðsins í ræðu sinni. Hinar stúlkurnar voru fulltrúar frá björgunarsveitinni og frá félagsmiðstöðinni Fjörheimum. Aðsókn að Fjörheimum er ekki nógu góð og íþrótta- og tómstundaástundun hefur minnnkað. Forvörn þarf að aukast og það var sérstakt að heyra það frá ungmennunum sjálfum. Stúlkurnar mættu með hugmyndir um leiðir til úrbóta í þessum atriðum sem nefnd voru og það vakti athygli bæjarfulltrúa. Það vakti athygli leiðarahöfundar að ræðu- menn ungmennaráðs voru allt stúlkur og þegar hópurinn settist í sal bæjar- stjórnar, fóru stúlkurnar allar í fremstu röð en piltarnir í röðina fyrir aftan. Þarna voru greinilega kjarnastúlkur og ekki þörf á áhyggjum yfir því að kven- þjóðin láti ekki til sín taka í þessum málum. Það er ljóst að bæjarstjórn fær ekki betri aðila en ungmennaráð til að vera á tánum gagnvart þessum hópi íbúa en ráðið er skipað hinum ýmsu fulltrúum úr hópi ungmenna í bæjar- félaginu. Ungmennaráð lagði einnig til að það yrði gerð skoðanakönnun meðal ungmenna og þá væri hægt að nálgast enn betur skoðanir þeirra, þarfir og væntingar. Í opinni umræðu á fundinum þar sem bæjarfulltrúar og ungmennaráðið ræddu saman komu fram fleiri góðar hugmyndir. Bæjarfulltrúar spurðu hvað væri fleira á óskalistanum og þá bættist við lista ungmennaráðs. Það vakti athygli þegar þau bentu t.d. á betri göngustíga og lýsingu á þeim og vöntun á fleiri ruslatunnum. Þeim er greini- lega annt um sitt bæjarfélag. Íþrótta- og tómstundadagur var meðal nýrra hugmynda og fékk strax nafnið „Kær- leikar“. Bæjarfulltrúar voru uppnumdir af hug- myndum ungmennaráðsins og eftir umræðuna með þeim. Sveitarstjórnar- menn hafa oft verið gagnrýndir fyrir að vera ekki í nógu miklum tengslum við bæjarbúa. Með stofnun ungmennaráðs er ljóst að bæjarstjórn er að auka tengslin við þennan hóp sem framtíðina mun erfa. RætuR og vængiR Stu tta r Ekkert kjarnorku- brölt í Vogum Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkir að lýsa því yfir að Sveitarfélagið Vogar verði kjarnorkulaust sveitarfélag. Á fundi bæjarráðs Voga í síð- asta mánuði var bréf Samtaka hernaðarandstæðinga dags. 1. október 2012 lagt fram þar sem þess var farið á leit við Voga- menn að sveitarfélagið þeirra verði kjarnorkulaust sveitarfélag. Bæjarráð samþykkti að vísa mál- inu til umfjöllunar í bæjarstjórn, sem hefur lýst því formlega yfir að ekkert kjarnorkubrölt verði í sveitarfélaginu. 41 tonn í Garðinn Atvinnu- og nýsköpunar-ráðuneytið hefur úthlutað byggðakvóta, 41 þorskígildis- tonnum til Garðs vegna fisk- veiðiársins 2012/2013. Á fundi bæjarráðs Garðs var samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að vinna að tillögu um ráðstöfun byggðakvótans og leggja fyrir bæjarráð hið fyrsta. Vilja Garðmenn með í rekstur Sandgerðisbær hefur sent Garðmönnum beiðni, þar sem þess er farið er á leit að Sveitarfélagið Garður og önnur sveitarfélög innan Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum taki þátt í rekstri Náttúrustofu Reykjaness, sem staðsett er í Fræðasetrinu í Sandgerði. Framlag ríkisins til rekstrarins er 14,8 milljónir króna og hlutur sveitarfélaga 4,5 milljónir. Bæjarráð Garðs tekur vel í erindið en telur eðlilegt að það fái umfjöllun stjórnar SSS í tengslum við gerð fjárhags- áætlunar. Erindið var samþykkt samhljóða. skemmtileg hefð í akurskóla. nemendur sem hefja skólagöngu að hausti í 1. bekk fá gefins rós. Útikennsla og vettvangsnám er stór þáttur í allri kennslu í skólanum.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.