Víkurfréttir - 08.11.2012, Qupperneq 15
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 8. nóvember 2012 15
„Við búum í víðfeðmu bæjarfélagi.
Það tekur allt að 15 mínútur að keyra
endanna á milli. Stór hluti tómstunda
sem í boði er fyrir börn og unglinga
er staðsett í og í nágrenni við Reykja-
neshöllina. Þessar vegalengdir gera
það að verkum að það er nauðsynlegt
að taka strætó til að komast á áfanga-
stað, sérstaklega í skammdeginu
þegar færðin versnar og erfiðara að komast um á reið-
hjóli. Almenningssamgöngur hafa ekki vaxið í takt við
vöxt bæjarfélagsins. Þær hafa eiginlega gleymst, sem
er alveg ótrúlegt miðað við hvað þær eru mikilvægar.
Góðar samgöngur hljóta að vera ein af grunnfor-
sendum fyrir líflegu tómstundastarfi og styðja þar við
fjölskyldustefnu bæjarins. En sú hefur því miður ekki
verið raunin síðustu misseri,“ sagði Sóley Þrastardóttir,
formaður ungmennaráðs meðal annars í ræðu sinni á
fundi ráðsins með bæjarstjórn sl. þriðjudag.
Æfingagjöld og Fjörheimar
„Það sem við, meðlimir Ungmenn-
aráðsins erum ekki sátt við eru
æfingagjöldin. Af hverju er ekki
systkinaafsláttur á milli greina? Til
dæmis á milli sunddeildarinnar og
fótboltans? Það myndi spara for-
eldrum okkar mikla fjármuni ef slíkt
væri í boði. Við spurðum bæjaryfir-
völd af hverju það væri ekki hægt
að hafa eins kerfi og í Grindavík þar sem greiddar eru
20 þúsund krónur fyrir eitt ár og barnið má æfa eins
margar íþróttir og það vill. Við fengum það svar að það
yrði svo mikill kostnaður fyrir bæinn. Það er að vissu
leyti skiljanlegt, en er ekki betra að fleiri krakkar stundi
íþróttir heldur en færri? Ég bara spyr.
Það sem við sættum okkur ekki við er að hvatagreiðsl-
unar voru teknar í burtu. Hvað varð um þær? Það er
ekki nóg að segja að fólk hafi ekki nýtt sér greiðslurnar
og að það sé ástæðan fyrir því að þær voru teknar út.
Ég er á öðru ári mínu í unglingaráðinu og hef sjálf
verið vitni að því að það sé frekar léleg aðsókn í félags-
miðstöðina. Ástæðan fyrir því er að hún virðist ekki
vera nógu hlýleg. Þannig að við höfum ákveðið að taka
Fjörheima í gegn, mála og endurnýja. Við vonumst til
þess að aðsóknin muni aukast. Við sjáum til þess að
það sé alltaf eitthvað spennandi að gerast í Fjörheimum
eins og böll, bingó og skemmtilegar keppnir,“ sagði
Azra Crnac, fulltrúi félagsmiðstöðvarinnar Fjörheima
í ungmennaráði, meðal annars í sinni ræðu.
- sjá nánar á vf.is
Forvarnarmál og göngustígar
„Eitt af áhersluatriðum okkar í
ungmennaráðinu eru forvarnarmál.
Fram kom í rannsókn sem gerð var á
nemendum í 8. – 10. bekk grunskóla
yfir allt landið að það eru hlutfalls-
lega fleiri krakkar í Reykjanesbæ sem
halda að maríúana sé skaðlaust. Það
er auðvitað kolrangt og unglinga-
ráðið telur að þessar niðurstöður
komi til vegna minnkandi forvarnarfræðslu í bæjar-
félaginu. Þegar ég var á unglingastigi í grunnskóla,
fyrir nokkrum árum, komu reglulega óvirkir fíklar í
skólann og sögðu nemendunum sína sögu. Þetta var í
samstarfi við forvarnarstarf Lundar. Mér fannst það á
nemendum að þeim hafi fundist gott að fá þessa fyrir-
lestra og fá þau til að hugsa um þessi mál þar sem þau
eru ekki ofarlega í huga unglinga dags daglega. Þessi
fræðsla hefur minnkað eftir hrun og í sumum skólum
bæjarfélagsins hefur þessi fræðsla minnkað töluvert.
Í könnun sem gerð var af Rannsókn og greiningu á
drykkju og neyslu vímuefna nemenda í Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja kom fram að um 20% stúlkna undir
18 ára hafa reykt maríúana og 40% drengja, þetta eru
sláandi tölur.
Annað málefni sem liggur okkur á hjarta er lýsing á
göngustígum í bæjarfélaginu. Það eru nokkrir staðir
þar sem viðkomandi sér ekki neitt þegar hann er að
ganga á malbikuðum göngustígum og er þar mikil
slysahætta þar sem það geta verið steinar og holur í
jarðvegi í kringum stíginn,“ sagði Ragnheiður Alma,
fulltrúi björgunarsveitarinnar Suðurnes.
FRAMHALDS-
AÐALFUNDUR
Boðað er til framhaldsaðalfundar hjá Ferðamálasamtökum
Suðurnesja þriðjudaginn 20. nóvember 2012 kl. 17:00 í Eldey
að Grænásbraut 506, 235 Reykjanesbæ.
Dagskrá:
- Kosning formanns og stjórnar.
- Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
- Ákvörðun um upphæð árgjalds.
- Lögð fram starfsáætlun næsta árs.
- Önnur mál.
Þeir einir hafa atkvæðisrétt á fundinum sem skráðir eru
félagsmenn og hafa greitt félgasgjald kr. 5000,- fyrir 17.
nóvember 2012. Greiða má félagsgjaldið inn á reikning FSS:
0121-26-003570 kt.540984-0429. Allar nánari upplýsingar eru
veittar á skrifstofu félagsins Grænásbraut 506, 235
Reykjanesbæ, s. 4213520.
Stjórn Ferðamálasamtaka Suðurnesja
Guðný Gunnarsdóttir,
Gunnar Jóhannsson, Fríða Kristjánsdóttir,
Einvarður Jóhannsson, Alice Harpa Björgvinsdóttir,
Vigdís Jóhannsdóttir, Birgir Örn Tryggvason,
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
Jóhann Einvarðsson,
Heiðargarði 29, Keflavík,
lést laugardaginn 3. nóvember.
Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju mánudaginn 12. nóvember kl. 15:00.
Mögulegt verður að fylgjast með útförinni í Stapa í Njarðvík.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast Jóhanns er bent á
Líknarsjóð Oddfellowstúkunnar nr. 13 Njarðar.
0121-15-201313, kt. 680380-0239.
n Úr ræðum fulltrúa ungmennaráðs á bæjarstjórnarfundi í reykjanesbæ:
Örari strætóferðir
Daglega á vF.is