Víkurfréttir - 08.11.2012, Side 18
fimmtudagurinn 8. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR18
Fs-ingurinn Sindri Jóhannsson er að
gera það gott ásamt
félögum sínum í Hnís-
unni en á dögunum
var síðasti þáttur Hnís-
unnar frumsýndur í
Sambíóum við Hafnar-
götu. Einnig sendu
þeir frá sér skemmti-
legt tónlistarmynd-
band við frumsamið
lag sem kallast Partý-
steinn. Sindri samdi sjálfur lagið en hann fékk
Arnar félaga sinn í Hnísunni til að aðstoða sig
með textann. „Ég bjó þetta lag til vegna þess að
okkur langaði að hafa tónlistarmyndband sem
lokaatriði í þættinum okkar. Þátturinn fjallar um
það að heimsendir sé að skella á, og lagið fjallar
um síðasta daginn á jörðinni. Í bland við dass af
vitleysu,“ segir Sindri sem hefur verið að fikta við
að búa til tónlist undanfarin ár. Í sumar stofnaði
Sindri svo fyrirtækið Optimus Margmiðlun
ásamt félaga sínum en þar er margt spennandi
að gerast. Sindri sem er 19 ára Njarðvíkingur á
félagsfræðibraut er FS-ingur vikunnar
Af hverju valdir þú FS?
Ég hafði ekki áhuga á því að keyra í bæinn á
hverjum degi, og mér fannst FS virka spennandi.
Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
Félagslífið er mjög fjölbreytt og skemmti-
legt. Það er alltaf eitthvað um að vera.
Hver eru áhugamál þín?
Ég er búinn að vera í skólaþættinum í FS (Hnís-
unni) síðastliðin 2 ár, og það hefur nokkurnveginn
orðið að aðal áhugamálinu mínu. En annars hef ég
alltaf haft gaman af öllu sem tengist margmiðlun.
Stundarðu íþróttir eða ert í öðrum
tómstundum?
Nei, ég lagði fótboltaskóna á hill-
una fyrir 2-3 árum.
Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?
Ég stefni að því að vinna og læra eitt-
hvað tengt áhugamálunum mínu.
Ertu að vinna með skóla?
Já, í sumar stofnaði ég fyritækið Optimus Marg-
miðlun, ásamt félaga mínum Sölva Logasyni,
og erum við nú að vinna á fullu í því.
Hvað borðar þú í morgunmat?
Eitthvað gott í mötuneytinu í FS
Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða
frægur?
Guðni Már Grétarsson. Hann er ótrú-
lega góður og metnaðarfullur söngvari
sem á örugglega eftir að ná langt.
Hvað fær þig til að hlæja?
Alltof margir hlutir.
Hvert fara FS-ingar í hádegismat?
Á Olsen eða Langbest.
Sjónvarpsþættir:
Suits og Modern Familiy
Vefsíður:
Facebook
Skyndibiti á Suðurnesjum:
Langbest og Kebab
Kennari:
Þorvaldur
Fag:
Saga
Tónlistin:
Allt nema Eminem og Yolo Swag tónlist
FS-INGUR VIKUNNAR
EFTIRLÆTIS...
Ingibjörg Sigurðardóttir kemur frá Grindavík og
er í 10. L. Áhugamál hennar
eru körfubolti, fótbolti og
tónlist. Hún hitti Balotelli
í sumar og henni finnst
alveg ótrúlega leiðinlegt í
sundkennslu í skólanum.
Hvað gerirðu eftir skóla?
Oftast fer ég bara heim að
læra og borða og síðan er
ég á æfingu á hverjum degi.
Síðan er ég bara með vinum
mínum og í tölvunni.
Hver eru áhugamál þín?
Fótbolti og körfubolti og
tónlist er svona það helsta
og síðan að vera með vinum
mínum og fjölskyldu.
Uppáhalds fag í skólanum?
Enska og bakstur er
skemmtilegast.
En leiðinlegasta?
Mér finnst alveg ótrúlega
leiðinlegt í sundkennslu!
Hver er uppáhalds maturinn
þinn?
Plokkfiskur, slátur og auðvit-
að pizzan sem mamma gerir.
En drykkur?
Vatn er alltaf best.
Ef þú gætir hitt einhvern
frægan, hver væri það?
Klárlega C. Ronaldo, Frank
Ocean eða Kevin Durant.
Ef þú gætir fengið einn ofur-
kraft hver væri hann?
Að geta lesið hugs-
anir eða geta flogið!
Hvað er draumastarfið í
framtíðinni?
Ég er eiginlega ekki með
neitt svona draumastarf
en það yrði örugglega
eitthvað íþróttatengt.
Hver er merkilegastur sem þú
hefur hitt?
Ég hitti Balotelli i sumar!
Hvernig myndirðu lýsa fata-
stílnum þínum?
Frekar venjulegur
bara held ég!
Hvernig myndirðu lýsa þér í
einni setningu?
Hress, lífsglöð, metn-
aðarfull og mjög hlátur-
mild manneskja!
Hvað er skemmtilegast við
Grindavíkurskóla?
Bara allir krakkarnir mjög
skemmtilegir og við erum
með ótrúlega hressa kennara.
Hvaða lag myndi lýsa þér
best?
Ég hef ekki hugmynd!
Hvaða sjónvarpsþáttur
myndi lýsa þér best?
Örugglega bara ein-
hver grínþáttur eins og
Friends eða einhvað.
Besta
Bíómynd?
Allar Dumb and Dum-
ber eru bara bestar!
Sjónvarpsþáttur?
Jersey Shore, New girl,
X-Factor og Pretty Little
Liars og Modern Family.
Get ekki valið á milli!
Tónlistarmaður/Hljómsveit?
Sigur Rós, Frank Ocean
og Ed Sheeran eru í
miklu uppáhaldi.
Fatabúð?
HM og Gina Tricot eru
uppáhalds fatabúðirnar.
Leikari?
Jake Gyllenhaal er
besti leikarinn.
Vefsíða?
Facebook!
Bók?
Bækurnar eftir Þorgrím
Þráinsson og Hungurleik-
arnir en annars er ég ekk-
ert mikið fyrir að lesa..
Væri til í að lesa hugsanir
n INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR // UNG UmSjón: PáLL oRRI PáLSSon • PoP@VF.IS
ALLT nEmA
EmInEm oG
YoLo SwAG
fréttir
Fræðslu- og ljósmyndasýning um kjarnorkusprengjurnar sem varpað
var á Hírósíma og Nagasaki árið 1945,
margvíslegar afleiðingar þeirra og
viðleitni alþjóðasamfélagsins til að
vinna gegn útbreiðslu kjarnavopna var
opnuð í Duushúsum í Reykjanesbæ
í vikunni. Um er að ræða sýningu
sem opnuð var í Reykjavík þann 9.
ágúst sl. og fór síðan til Akureyrar í
október. Sýningin samanstendur af
50 veggspjöldum með ljósmyndum,
teikningum og textum á íslensku og
ensku og fjallar á áhrifamikinn hátt um
geigvænleg áhrif kjarnorkusprengjanna
á íbúa og mannvirki í Hírósíma og
Nagasaki. Alls létust strax eða á fyrstu
mánuðunum eftir að sprengjurnar féllu
um 214.000 manns og álíka margir
hafa fram til ársins 2012 látist af eftir-
köstum kjarnorkuárásanna. Enn þjást
um 227.500 manns, sem bjuggu í
Hírósíma og Nagasaki árið 1945, vegna
sjúkdóma sem raktir eru til spreng-
inganna. Á sýningunni er m.a. fjallað
um skammtíma- og langtímaáhrif
kjarnorkusprenginga á líf og heilsu,
um kjarnorkusprengjur, áhrif tilrauna
með kjarnavopn á menn og dýr og um
tilraunir til samningagerðar á alþjóða-
vettvangi um takmörkun og eyðingu
kjarnavopna. Sýningin er opin virka
daga frá 12.00-17.00 og um helgar
frá 13.00-17.00. Einnig má panta
tíma fyrir hópa utan hefðbundins
opnunartíma. Aðgangur er ókeypis.
Sýningin var fjölsótt bæði í Reykjavík
og á Akureyri og eru íbúar Suðurnesja
hvattir til að sjá sýninguna á meðan hún
er í Duushúsum í Reykjanesbæ. Kenn-
arar eru sérstaklega hvattir til að koma
með nemendur sína en út frá sýningunni
og markmiðum aðalnámskrár var unnin
ítarlegur kennsluvefur ásamt leiðbein-
ingum: Sjá heimasíðu sýningarinnar
http://www.hirosimanagasaki.is/
Sýningin kemur til Íslands á vegum
The Nagasaki National Peace Memorial
Hall for the Atomic Bomb, sem starfar á
vegum japanska velferðarráðuneytisins
og hefur það hlutverk að vinna með
fræðslu og upplýsingamiðlun að því
markmiði að kjarnorkuvopnum verði
aldrei beitt aftur og að varðveita minn-
ingu þeirra sem létust í kjarnorku-
árásunum eða af afleiðingum þeirra.
Samstarfsaðilar á Íslandi eru: Utan-
ríkisráðuneytið, Duushús í Reykja-
nesbæ, Borgarbókasafn Reykjavíkur,
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í
erlendum tungumálum við Háskóla
Íslands, Menningarhúsið Hof á Akur-
eyri, Listasafn Rvk., Íslensk-japanska
félagið, Samstarfshópur friðarhreyfinga,
Takanawa ehf., sendiráð Íslands í
Japan og sendiráð Japans á Íslandi.
Sýning um kjarnorkuárásirnar
á Hírósíma og Nagasaki í Duus
n Sýning í Bíósal Duushúsa í Reykjanesbæ, 6. nóv. – 16. des. 2012