Víkurfréttir - 08.11.2012, Qupperneq 24
vf.is
Fimmtudagurinn 8. nóvember 2012 • 44. tölublað • 33. árgangur
auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001
Opið alla miðvikudaga frá kl. 8:00 – 16:00
Tímapantanir í síma 426 8540
Opið virka daga frá kl. 8:00 – 17:00
Frjáls mæting
VALUR KETILSSON SKRIFAR
FIMMTUDAGSVALS
FRÉTTAVAKT VF Í SÍMA 898 2222
vaktsími allan sÓlarHringinn
Áhugi minn á bæjarpólitíkinni hefur dvínað með árunum. Sjálfstæðismenn hafa ráðið ríkjum
undanfarin kjörtímabil og máttlaus
minnihlutinn ekki verið svipur hjá
sjón. Enda í minnihluta. Árni bæjó
hefur siglt skútunni milli skers og
báru en afstýrt strandi. Bæjar-
bragurinn hefur tekið miklum
breytingum á þessum tíma. Bæði
til góðs og til hins verra. Loforðin
láta á sér standa og tregi ríkis-
stjórnarinnar hefur haft áhrif á
stöðuna. Jóhanna alveg búin á því og nær ekki að klára
með stæl. Ég sakna kratanna. Alþýðufólksins og jafn-
aðarmannanna sem börðu bumbur og héldu flottustu
kosningapartíin. Tala nú ekki um þegar bæirnir voru
tveir og Hafnirnar afskekktar í hreppapólitík.
Njarðvíkingar voru svakalegar harðir. Sjonni Haf-steins og Óli Thord stýrðu krataherdeildinni og
áróðursherferðunum með dreifingu á einblöðungum.
Ekkert að skafa af hlutunum. Sögðu það sem ekki
mátti segja. Allir lásu en sumir bölvuðu í hljóði. Nú
heyja menn sitt áróðursstríð á fésbókinni en þangað
fer ég afar sjaldan. Alþingiskosningar á næsta ári eru
meira að segja búnar að skemma fyrir okkur, sem
verðum fimmtug á næsta ári, allsherjar afmælisveislu
sem halda átti 27. apríl. Að vísu áttuðum við okkur
ekki á því að þetta væri kjördagur! Finnum út úr því en
ætlum líka að marsera niður Hafnargötuna á Ljósanótt
og biðja bæjarstjórann um að fara ekki með sömu
Helguvíkurræðuna fjórða árið í röð. Við kunnum hana
öll utan að.
Ég var brennandi heitur í pólitíkinni á yngri árum. Hafði minn elsta bróður að fyrirmynd og annað
gott fólk í forystunni. Prentuðum út heilu símaskrárnar
af heimilisföngum kjósenda og hringdum eins og eng-
inn væri morgundagurinn til álitlegra atkvæða. Skóla-
krakkarnir voru mitt sérsvið og Kratahöllin minn
heimavöllur. Fána flokksins, mynd af kratarós í hendi,
var flaggað með virktum og undirtónum Átján rauðra
rósa. Jafnaðarmennskan þótti flott, svei mér þá!
Ástandið hefur oft verið betra. Ég er þó bjartsýnn á framhaldið og trúi því að úr atvinnuástandinu
rætist. Möguleikarnir eru fjölmargir og ég lofa þolin-
mæði bæjarfulltrúanna fyrir að hanga á kosninga-
loforðunum. Treysti því að þau verði efnd. Það er hins
vegar ekki útlit fyrir að það verði breyting á stjórn
bæjarins. Framsókn er í felum og Samfylkingin hefur
leitað æ meira til vinstri í seinni tíð. Hefur ekki fundið
fjölina sem hugmyndasmiðirnir ætluðu henni. Sjálfur
hef ég ekki hugmynd um hvort ég er hægri eða vinstri
krati. Ætli ég sé ekki bara krati með gati?
Krati með gati
Mei mí beibísitt?
- Bókakynning
Laugardaginn 17. nóvember, annan laugardag, mun Marta
Eiríksdóttir, lesa í fyrsta sinn
opinberlega upp úr bókinni sinni
Mei mí beibísitt?
Víkurfréttir og Bókasafn Reykjanes-
bæjar standa að þessari bókakynn-
ingu, sem fram fer í göngugötu
Kjarna við Flughótel í Keflavík frá
klukkan 15:00 – 17:00.
Dagskrá verður á léttum nótum
með hressingu í tónum og tali
fyrir gesti. Taktu daginn frá fyrir
skemmtilegan viðburð, því allir eru
hjartanlega velkomnir!
Vantaði skrá yfir
þá sem hafa kosn-
ingarétt hjá FSS
„Það hefur ekki verið kosið um
lista eða milli manna í áratugi á
aðalfundum Ferðamálasamtaka
Suðurnesja, [FSS]. Þegar kemur
að því að þurfi að kjósa verður
að vera óvéfengjanleg skrá yfir þá
sem eiga kosningarétt samkvæmt
lögum félagsins,“ segir Kristján
Pálsson, framkvæmdastjóri Mark-
aðsstofu Suðurnesja en eins og
greint var frá nýlega var aðalfundi
FSS frestað þegar annað framboð
til formanns kom fram.
Víkurfréttir spurðu Kristján út
í ástæður þess að fundinum var
frestað en gagnrýni á þá ákvörðun
hefur komið fram og ástæðan sú
að Kristján sjálfur var að fá mót-
framboð.
„Framboð voru ekki tilkynnt
fyrirfram og ekki vitað hverjir
vildu ganga í félagið af þeim sem
mættu á aðalfundinn. Það varð
því niðurstaðan að gefa þeim sem
þess óskuðu tækifæri til að gerast
félagar og greiða félagsgjald eins
og lög félagsins gera ráð fyrir og
taka þátt í kosningunum. Ég ítreka
að aðalfundinum var ekki slitið
heldur frestað og boðað verður til
framhaldsaðalfundar 20. nóvember
nk.,“ sagði Kristján við VF.