Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.01.2008, Qupperneq 11

Bæjarins besta - 10.01.2008, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2008 11 „Íbúaþróun á Vestfjörðum er ekki vandamál Vestfirðinga, heldur vandamál þjóðarinnar. Ef fer fram sem horfir gæti 95% af þjóðinni endað á suðvesturhorni landsins eftir ekki mörg ár. Fyrir mér er það ekki áhugaverð framtíðarsýn“ Súðavíkur lendir aðilar höfðu lýst yfir miklum áhuga á að nýta að- ferðir fyrirtækisins til fram- leiðslu matvæla, en beitufram- leiðslan er einungis sýnishorn af því sem hægt er að gera með þessari tækni. Þeir hafa áfram verið í miklu sambandi og lýst yfir vilja til að koma inn sem hluthafar. Það hefur samt ekki enn gengið enn, en tíminn sem við höfum er að renna okkur úr greipum. Leit- að var eftir fjárhagslegri að- komu Nýsköpunarsjóðs at- vinnulífsins að félaginu og miklar vonir bundnar við sam- starf við þá. Það voru því voru mikil vonbrigði þegar sjóður- inn hafnaði umsókn félagsins á síðasta ári.“ – Hvaða skýringar voru gefnar? „Við fengum engar skýring- ar. En ég tel að skýringin sé fyrst og fremst sú að sjóðurinn var mjög áhættusækinn og fór illa út úr fjárfestingum á tíma- bili. Síðan var sett aukið fjár- magn í sjóðinn og nýir stjórn- endur koma inn. Sjóðurinn hefur jafnframt verið að leita að fjármagni frá einkafyrir- tækjum og blanda því saman við opinbert fjármagn. Einka- fyrirtæki sem setja fé inn í svona sjóði vilja ekki vera áhættusæknir og því þarf Ný- sköpunarsjóður að sýna fram á árangur í starfi sínu, sem fellst í litlum afskriftum. Þessar áherslubreytingar hafa að mínu áliti leitt til þess að sjóðurinn fer úr því að vera mjög áhættusækinn í að vera mjög áhættufælinn. Ég vil meina að Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins sé í dag mun nær því að vera fjárfestinga- sjóður og áhættusækni sjóðs- ins sé það lítil að þau sprota- fyrirtæki sem það er að setja fjármagn í eru í raun gjaldgeng í hvaða banka sem er. Þetta litla dæmi er hluti af ytra umhverfi fyrirtækja á landsbyggðinni og er alfarið á ábyrgð ríkisvaldsins. Það er mjög mikilvægt fyrir atvinnu- lífið í landinu, að stefna ríkis- valdsins gagnvart frumkvöðl- um og sprotafyrirtækjum sé skýr og sögð eins og hún er, ekki eins og við viljum hafa hana. Jafnframt er eðlilegt að slíkir nýsköpunarsjóðir geri ráð fyrir hóflegum afskriftum á hverju ári, annars er erfitt fyrir slíkan sjóð að styðja við bakið á frumkvöðlum á trú- verðugan hátt. með lögheimili á landsbyggð- inni og sannanlega búsettir þar og með atvinnu. Margir eru í þeirri aðstöðu að geta unnið sína vinnu í fjarvinnslu og gætu staðsett sig úti á landi í fjölskylduvænum og góðum samfélögum og um leið aukið ráðstöfunartekjur sínar. Ég tel að slík breyting mundi breyta stöðunni á sama hátt og reynslan erlendis hefur sýnt að fyrirtæki hika ekki við að taka sig upp og flytja á milli landa til að lækka rekstar- kostnað sinn eða hækka tekjur ef þeim gefst kostur á því.“ Bröltið með pokabeituna – En hvernig er með beitu- verkmiðjuna? „Að hluta til má rekja hluta- fjárkaup okkar í Aðlöðun, til þeirrar stöðu að, seinni hluta ársins 2005 misstum við helming allra starfa í sveitar- félaginu þegar Frosti hf. stöðvaði rækjuveiðar og vinn- slu. Við lokun verksmiðjunnar fóru einhverjir starfsmanna til starfa á Ísafirði og keyrðu á milli, en ljóst var að ef það kæmi ekki eitthvað í staðinn þá mundi hluti fólksins sem missti vinnuna að öllum lík- indum hugsa sér til hreyfings til staða þar sem atvinnu var að fá. Við mátum stöðuna svo að við yrðum að leita allra leiða til að fjölga atvinnutæki- færum í Súðavík og við sáum fyrir okkur fyrirtæki önnur en dæmigerð fiskvinnslufyrir- tæki. Í Aðlöðun sáum við fram- leiðslufyrirtæki sem hafði verið í öflugri þróunarvinnu á sínum aðferðum. Eftir að hafa skoðað kaup á félaginu ákveð- um við að fjárfesta í fyrirtæk- inu með þeim skilmálum að verksmiðjan yrði flutt til Súða- víkur. Samhliða okkar að- komu var danskt fyrirtæki sem setti inn nýtt hlutafé í Aðlöð- un. Þar sem fyrirtækið bar með sér mikinn þróunarkostnað var ljóst að auka þyrfti meira við hlutafé félagsins. Þar var horft til þess að Nýsköpunar- sjóður Íslands hafði ekki kom- ið að félaginu og vonir bundn- ar um þátttöku þeirra þar sem Aðlöðun hafði yfir að ráða aðferðafræði sem var varið einkaleyfi í 27 löndum auk Íslands og félagið dæmigert frumkvöðlafyrirtæki. Auk þess var horft til þess að er- þá er hugsanlegt að fyrirtækið fari í þrot. Það má segja að saga Aðlöðunar hf hefur verið löng og þyrnum stráð og í dag er óvíst með framtíð þess. Íbúaþing með hækkandi sól – Hvernig leggst nýja árið í sveitarstjórann? „Þrátt fyrir þungan róður á mörgum sviðum leggst árið vel í mig, það eru enn tækifæri sem verið er að vinna í sem tiltrú er á að geti bætt stöðuna. Það er t.d. ævintýri að fylgjast með uppbyggingunni sem er í sjóstangaveiðinni. Eftirspurn- in hefur verið mikil og ekki síst er það ánægjulegt að sjá hvað veiðimennirnir eru ánægð- ir með þjónustuna og um- hverfið okkar. Við höfum mælt ánægju þeirra með skoðana- könnunum og hafa niðurstöð- ur sýnt okkur að við erum að ná toppeinkunn á öllum svið- um þjónustunnar og það segir okkur að við erum á réttri leið því þetta eru kröfuharðir við- skiptavinir. Við eigum eftir að sjá töluverða aukningu á komum sjóstangaveiðimanna til Súðavíkur og Vestfjarða á næstu árum og þar eiga mörg ný tækifæri eftir að líta dagsins ljós. Síðan er verkefnið með Melrakkasetrið sem er mjög spennandi og einstakt á land- inu. Verið er að vinna að endurbyggingu Eyrardalsbæj- ar og uppsetningu safns um Íslenska melrakkann sem verður staðsett í Eyrardals- bænum, og er ég viss um að það eiga eftir að skapast mikil tækifæri í kringum það þegar fram líða stundir. Við erum þannig almennt í góðum mál- um í ferðaþjónustutengdum verkefnum, en á árinu þurfum við að fylgjast vel með atvinnu- málum á svæðinu og þróun fjölda starfa. Alltaf eru aðilar að skoða mögulega uppsetn- ingu atvinnurekstrar í Súða- vík. Það sem heillar er m.a. að við erum með nægt fram- boð á atvinnuhúsnæði á svæð- inu, gott vatn og kjörið um- hverfi fyrir fjölskyldufólk þar sem leikskólinn er gjaldfrjáls sem er mikil búbót fyrir ungar fjölskyldur. Einnig á að halda íbúaþing í vor og fara yfir málin. Við erum með í gangi stefnu sem við höfum unnið eftir frá árinu 2005 þar sem við settum okkur markmið um fjölda íbúa og aukningu á at- vinnutækifærum. Þau mark- mið hafa ekki náðst og því mikilvægt að fara yfir þau mál og skoða stefnuna sem við settum okkur þá. Vorið er framundan með hækkandi sól og það er góður tími til að vinna þá framtíðarsýn með íbúum sveitarfélagins.“ Hugsanlegt að Aðlöð- un verði gjaldþrota – Er fyrirtækið komið yfir alla örðugleika í framleiðsl- unni? „Við erum núna á kross- götum með félagið. Við hóf- um framleiðslu aftur í byrjun október og frá því að fram- leiðslan hófst hefur öll poka- beita verið fyrirframseld og eftirspurn verið mun meiri en verksmiðjan annar. Þessa dag- ana eru hagsmunaaðilar í sjávarútvegi að skoða fjár- hagslega aðkomu að félaginu með kaupum á hlutafé til að tryggja áframhaldandi rekstur þess. Það eru bæði útgerðir hér á svæðinu og fyrir sunnan. Ég býst við að við munum sjá fyrir endann á því mjög fljót- lega hvort að við höldum áfram eða ekki. Ef ekki tekst að safna nægjanlegu hlutafé

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.