Bæjarins besta - 04.12.2008, Síða 1
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 400 m/vsk
Fimmtudagur 4. desember 2008 · 49. tbl. · 25. árg.
Munið!
Jólakort
Sigurvonar
Kortin fást hjá Húsasmiðjunni,
Blómabúðinni, Birki ehf.,
Hafnarbúðinni, Office 1 og hjá
Samkaup í Bolungarvík, hjá
Víkurbúðinni í Súðavík og hjá
N1 á Suðureyri, Flateyri og
á Þingeyri. Einnig er hægt að
panta jólakortin í símum
456 5650 og 897 5502
Guðbergur Þór Garðarsson frá Ísafirði og sambýlismaður
hans eru þjóðþekktir sem Beggi og Pacas. Í viðtali í miðopnu
segir Beggi frá ævi sinni, hefðbundnu hjónabandi í 25 ár sem
gat af sér fjögur börn, nýju ástinni í lífinu og viðhorfinu til
lífsins og tilverunnar.
Beggi og Pacas
Ákveðið hefur verið að
hætta svæðisbundnum
útsendingum RÚV á Ísa-
firði. Er það liður í hlut-
fallslegum niðurskurði
Ríkisútvarpsins en niður-
skurðurinn bitnar harðast
á fréttasviði RÚV þar sem
launakostnaður vegur
mun þyngra en á öðrum
sviðum. Voru 21 starfs-
manni RÚV sagt upp
störfum fyrir helgi og
samningi rift við 23 verk-
taka.
Þá hefur verið ákveðið
að hætta einnig svæðis-
bundnum útsendingum
RÚV á Akureyri og á Eg-
ilsstöðum. Allt í allt hverfa
45 starfsmenn frá RÚV.
Samkvæmt endurskoð-
aðri rekstraráætlun RÚV
verður skorið niður um
550 milljónir króna í
rekstrinum.
Að auki á að ná fram
150 milljóna króna sparn-
aði með tímabundinni
launalækkun. Um er að
ræða tímabundna ráðstöf-
un, til 12 mánaða eins og
kynnt var á starfsmanna-
fundi. – birgir@bb.is
Svæðisútvarp-
ið lagt niður
Tekjur leikskóla voru hlut-
fallslega hæstar á Vestförðum
miðað við rekstrarkostnað
þeirra á síðasta ári eða 23%.
Hlutfall tekna af rekstrar-
kostnaði hefur lækkað í öllum
landshlutum á tímabilinu
2004-2007 samkvæmt skóla-
skýrslu Sambands íslenskra
sveitarfélaga. Þrettán leikskól-
ar voru reknir á Vestfjörðum
á síðasta ári. Í skýrslunni kem-
ur einnig fram að hlutfall leik-
skólakennara árið 2007 var
lægst á Vestfjörðum og þar er
hlutfall ófaglærðs starfsfólk
einnig hæst.
Fjöldi starfsfólks við upp-
eldis- og menntunarstörf í
leikskóla eftir menntun á
Vestfjörðum hefur fækkað um
6% á árunum 1998 og 2007.
102 störfuðu við þessi störf á
síðasta ári, þar af 76 ófaglærðir
og 24 leikskólakennarar, en
auk þess voru 2 með aðra upp-
eldismenntun. Árið 1998
hinsvegar störfuðu 108 í þess-
um geira í fjórðungnum, 87
ófaglærðir, 20 leikskólakenn-
arar og einn með aðra uppeld-
ismenntun.
Skýrsluna má nálgast í heild
á vef Sambands íslenskra
sveitarfélaga.
– thelma@bb.is
Fæstir leikskólakenn-
arar á Vestfjörðum
Felst á tillögur
Vegagerðarinnar
Skipulagsstofnun hefur fall-
ist á tillögu Vegagerðarinnar
að mati á umhverfisáhrifum
vegna jarðganga milli Dýra-
fjarðar og Arnarfjarðar. Áætl-
að er að bjóða verkið út á
næsta ári. Göngin eiga að vera
5.1 kílómetri á lengd og er
reiknað með að framkvæmda-
tíminn verði um tvö ár, þ.e. að
göngin yrðu tilbúin árið 2011
eða 2012. Upphafleg kostnað-
aráætlun hljóðaði upp á 2,3
milljarða króna en búast má
við að þær tölur hafi hækkað
nokkuð.
Vegagerðin lagði á haust-
dögum fram tillögu að mati á
umhverfisáhrifum og með úr-
skurði sínum fellst Skipulags-
stofnun á tillöguna með ákveð-
num skilyrðum. Meðal annars
tekur Skipulagsstofnun undir
athugasemdir frá Umhverfis-
stofnun þess efnis að ganga-
munnar eru í bröttum ósnortn-
um fjallshlíðum og geti rask
fyrir ofan og í kringum hlíð-
arnar haft neikvæð sjónræn
áhrif.
Skipulagsstofnun bendir á
að gangamunnar ganganna
kunni að vera deiliskipulags-
skyldir. Stofnunin telur nauð-
synlegt að framkvæmdaraðili
geri grein fyrir ásýndarbreyt-
ingum á landslagi, með til-
komu gangamunnana og veg-
tenginga og leggur til að reynt
verði að finna þá gangamunna
sem þegar eru fyrir hendi sem
helst líkjast fyrirhugðum ganga-
munnum í Dýrafirði og Arn-
arfirði til að sýna hvernig
ásýndin eigi eftir að breytast.
– birgir@bb.is