Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.12.2008, Page 10

Bæjarins besta - 04.12.2008, Page 10
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 200810 „Auðvitað fékk ég alls konar stimpil á mig. Þegar ég var ungur fyrir vestan fékk ég líka á mig stimpil fyrir að vera dömulegur og hommalegur og allt sem því fylgir. Ég get alveg viðurkennt að ég var kannski svolítið „kvenlegur“ ef hægt er að skilgreina orðið kvenlegur, og snyrtilegur, ég reyndi að klæða mig snyrtilega, og ég var í dansi sem kannski hentaði ekki karlmönnum og þá sérstaklega ekki í sjávarplássi úti á landi.“ Við erum tveir ákaflega hressir og ham- ingjusamir samkynhneigðir karlmenn Guðbergur Þór Garðarsson er betur þekkt- ur sem Beggi, en þó fyrst og fremst í sam- henginu Beggi og Pacas. Hann er fæddur á Ísafirði og uppalinn vestra en fluttist suður á unglingsaldri. Hann festi ungur ráð sitt að hefðbundnum hætti, kvæntist og bjó í hjóna- bandi í aldarfjórðung og eignaðist fjögur börn. Þau hjónin skildu fyrir liðlega hálfum áratug. Beggi gerðist samkynhneigður, eins og hann kemst að orði, og tók saman við mann frá Brasilíu, Inácio Pacas da Silva Filho, sem venjulega er kallaður Pacas. Þeir sambýlismennirnir urðu þjóðkunnir þegar þeir voru meðal þátttakenda í þáttaröðinni Hæðinni á Stöð 2 og unnu keppnina sem þar var háð. Undanfarið hafa þeir verið á ferð og flugi að halda fyrirlestra um lífið og tilver- una og boða kærleikann. Eins hafa þeir farið í heimsóknir í skóla og rætt um samkyn- hneigð og fordóma. Beggi tók vel í símaspjall um hann sjálfan og æviferilinn og umbreyt- inguna sem varð í lífi hans og afstöðuna til lífsins. „Ég er uppalinn á Ísafirði meira og minna en tengist Flateyri líka. Faðir minn heitir Garðar Ingvar Sigurgeirsson frá Ísafirði og móðir mín Birna Jónsdóttir frá Flateyri. Ég gekk í barnaskóla og gagn- fræðaskóla fyrir vestan en eftir það fór ég suður. Um uppvöxtinn á Ísafirði vil ég segja það, að ég er Guði þakklátur fyrir að hafa fengið að alast þar upp. Ísafjörður er mér hjartkær. Mér þykir af- skaplega vænt um barnæsku mína og uppvöxt á Ísafirði. Það fylgir því eitthvert öryggi að alast upp á svona litlum stað. Ég var á skíðum og alls konar íþróttum eins og geng- ur, og líka dansi. Ég er svona félagsleg týpa. Þetta var mjög skemmti- legur tími. Ég er þeirrar skoð- unar að mér líði svona vel í dag vegna þess að ég fékk svo góðan uppvöxt á Ísafirði sem barn. Ég á frábæra foreldra sem gáfu mér heilbrigt og fall- egt uppeldi, átti góða fjöl- skyldu sem hugsaði vel um okkur systkinin öll – ég á einn bróður og tvær systur. Ég segi við börnin mín, að ég hefði viljað að þau hefðu alist upp í svona öruggu samfélagi eins og á Ísafirði. Ég á enn í dag mikið af kærum vinum að vestan. Núna er flest mitt fólk farið suður, bæði foreldrar mínir og miklu fleiri, og þess vegna er ég ekki eins duglegur að heimsækja Vestfirðina og heimaslóðirnar og ég var áður.“ Kvæntist góðri konu „Þegar ég fór í burtu frá Ísafirði og fluttist til Hafnar- fjarðar var ég fimmtán ára gamall. Helsta ástæðan fyrir því að ég fór suður var til þess að læra mína grein, matreiðsl- una, og læra meira kringum dansinn. Ég er matreiðslu- maður að mennt og eins hef ég stundað dansnám og er dansari og danskennari. Ég var að kenna jassballett í mörg ár. Upp úr því að ég fluttist suður kynntist ég minni konu sem ég giftist síðan. Hún er úr Hafnarfirði, afskaplega góð og vel gerð kona. Við vorum gift í 25 ár og eigum saman fjögur börn og tvö barnabörn.“ Pacas „Í dag er ég samkynhneigð- ur. Ég skildi við mína konu og tók síðan saman við karl- mann. Við erum tveir ákaflega hressir og hamingjusamir samkynhneigðir karlmenn. Sambýlismaður minn heitir Inácio Pacas da Silva Filho, kallaður Pacas. Hann kemur alla leið frá Brasilíu og hefur búið hér á Íslandi í sextán ár. Hann er matreiðslumaður eins og ég og listmálari líka. Hann á tvær fallegar og yndislegar dætur í Brasilíu, Ishany átján ára sem er að læra til dýra- læknis og Mohiny nítján ára sem er að læra ferðamála- fræði. Við reynum að heim- sækja þær svona annað hvert ár. Svo er það draumurinn núna og miklar líkur á því að þær komi hingað til Íslands um jólin, að minnsta kosti önnur þeirra. Fjarlægðin er mikil og þetta er heilmikið mál. Þó að Brasilía sé stór, þá er það ekkert sjálfgefið að krakkar fari upp í flugvél og alla leið til Íslands.“ Barnalán „Mín börn eru hins vegar fjögur. Elstur er 26 ára gamall sonur, Björn Ingvar tölvu- fræðingur. Hann var einmitt að verða pabbi í síðasta mán- uði þegar hann eignaðist lítinn dreng. Næstelst er 24 ára göm- ul stúlka, Birna Dögg snyrti- fræðingur, sem er í námi í fótaðgerðarfræði í Danmörku, og hún á fimm ára gamla stúlku, Þórdísi Birtu. Síðan á ég 16 ára gamla stúlku, Alex- öndru Mjöll, sem er í Mennta- skólanum við Hamrahlíð og í Listdansskólanum og er mikil ballerína. Og loks á ég 9 ára gamlan son, Róbert Mána. Börnin okkar eru demantarnir okkar.“ Í ýmsum þáttum í sjónvarpi – Hvernig kom það til að þið fóruð í sjónvarp? „Ég er nú þannig gerður, að ef að ég get látið einu hjarta líða eitthvað betur, þá skiptir það mig ekki máli hvort ég kem fram í sjónvarpi eða ekki. Hins vegar var ég beðinn um að koma fram í þætti á Stöð 2 sem heitir Örlagadagurinn þinn og síðan hef ég verið í Sjálfstæðu fólki og Íslandi í dag og einhverju fleiru. Síðast vorum við Pacas í raunveruleikaþætti sem heitir Hæðin. Hann var þannig að það voru þrjú pör sem að kepptust um að innrétta þrjú hús frá A til Ö. Það voru 509 pör sem sóttu um að fá að keppa en aðeins þrjú pör voru valin. Ég vil taka fram að við Pacas sóttum ekki um að taka þátt í þessum leik heldur var leitað til okkar með það. Við þurftum samt að fara í gegnum próf eða prufu og urðum svo heppnir að skora hæst í þeirri prufu svo að ekki varð aftur snúið, sem betur fer, því að við unnum síðan þessa keppni og vorum svo heppnir að fá yfir 60% atkvæða.“ „Út úr skápnum“ – Eftir að hafa verið í „hefð- bundnu“ hjónabandi í aldar- fjórðung og kominn með stóra fjölskyldu, var ekki erfitt að koma út úr skápnum, eins og kallað er? „Orðalagið „að koma út úr skápnum“ hentar mér kannski einhvern veginn ekki fyrir þessar breytingar. Við vitum að þegar ungt fólk byrjar að búa, þá yfirleitt flytur það í blokk, skáparnir í blokkunum eru alltaf að bila og þá þarf að fara inn í skápana og laga lam- irnar og út aftur – ég horfi með húmor á það. En auðvitað var þetta af- skaplega erfitt. Að eiga fjögur börn, eiga stórfjölskyldu. Ég vil taka fram að þá var ég skilinn, ég var einstæður faðir á þeim tíma þegar ég lendi í – segir Guðbergur Þór Garðarsson frá Ísafirði, betur þekktur sem Beggi

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.