Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.12.2008, Qupperneq 11

Bæjarins besta - 04.12.2008, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2008 11 „Ég á fjögur falleg og yndisleg börn og tvö barnabörn en hann á tvær yndislegar dætur. Við erum miklir fjölskyldumenn og erum með sameiginlegt forræði með mínum börnum. Og bara núna þegar ég er uppi á lofti hérna heima að tala við þig í símann, þá situr mín fyrrverandi kona sem ég skildi við fyrir sex árum hérna niðri og er að borða kínverskan mat með mínum sambýlismanni og syni okkar.“ þessari stöðu. Auðvitað fékk ég alls konar stimpil á mig. Þegar ég var ungur fyrir vestan fékk ég líka á mig stimpil fyrir að vera dömulegur og hommalegur og allt sem því fylgir. Ég get al- veg viðurkennt að ég var kannski svolítið „kvenlegur“ ef hægt er að skilgreina orðið kvenlegur, og snyrtilegur, ég reyndi að klæða mig snyrti- lega, og ég var í dansi sem kannski hentaði ekki karl- mönnum og þá sérstaklega ekki í sjávarplássi úti á landi. Við erum svo fljót að dæma hvert annað. Ég vil samt meina að við séum í raun ekki að dæma hvert annað heldur er þetta einhver vanþekking og vanmáttur sem við þorum ekki að takast á við.“ Ástin ... „Þegar ég kynnist mínum sambýlismanni, þá horfi ég á ástina innan frá. Ástin skiptir fólki ekki í kyn eða útlit. Ástina verðurðu að finna innra með þér sjálfum. Það skiptir mig engu máli hvort kynferðið er karl eða kona. Ég lít á kynlíf sem einkamál hvers og eins hvað hann gerir í sínu eigin herbergi. Og það eru ekki einu sinni allir sem geta stundað kynlíf. Til að byrja með var ég auð- vitað fullur af því að hlaupa í vörn, verja sjálfan mig og standa fyrir minni stöðu með útskýringum og öðru.“ Svar sonarins „En ég hef kosið það í lífinu að vera heiðarlegur og koma til dyranna eins og ég er klæddur. Þegar ég lendi í þeirri stöðu að gerast samkyn- hneigður og kynnist mínum sambýlismanni, þá byrja ég þess vegna á því að tilkynna börnunum mínum þetta. Son- ur minn var þá tvítugur. Ég grét afskaplega mikið þegar ég sagði honum þessa sögu. Ætlaði varla að þora að segja honum þetta. En ég sagði við hann: Heyrðu elsku, elsku Björn minn, ég held að ég sé hommi. Og það sem sonur minn svaraði mér, það hjálp- aði mér að sætta mig við sjálf- an mig. Hann sagði: Pabbi, ég lít upp til þín, ég ber virðingu fyrir þér, þú ert mín fyrirmynd, mér kemur ekkert við hvað þú gerir í þínu svefnherbergi. Einhvern veginn gat ég ekki beðið um betra svar. Ég gat ekki verið heppnari maður í lífinu en að fá þetta svar, sem kom af kærleika. Ég fór að hugsa hvað þessi orð bæru með sér og hver boðskapur þeirra væri. Þau færðu mér sönnur fyrir sjálfinu í mér. Og bæði ég og minn sambýlis- maður erum þannig karakter- ar, að við reynum að vera já- kvæðir og hressir og glaðir og tökum bæði fólki og lífinu sjálfu opnum örmum. Við setjum ekki á okkur einhverja grímu eða vegg. Okkur líður bara vel að fólk komi og spyrji okkur um þessa hluti. Svo ég nefni dæmi, þá kom eitt sinn maður til okkar og spurði hvor okkar væri konan. Mér varð eitthvað svo mikið um og fór strax að kíkja á milli fótanna á okkur og at- huga hvort við hefðum skipt um kyn!“ Konan í heimsókn „Við höfum verið að fara um landið að undanförnu og tala svolítið um hamingjuna og hjartað okkar og eins höf- um við verið í skólum að tala við krakka um fordóma og samkynhneigð. Stundum er sagt: Þið eruð karlmenn og þið eruð að ala upp börn. Við erum svo heppnir í lífinu að við eigum átta börn. Ég á fjögur falleg og yndisleg börn og tvö barna- börn en hann á tvær yndislegar dætur. Við erum miklir fjöl- skyldumenn og erum með sameiginlegt forræði með mínum börnum. Og bara núna þegar ég er uppi á lofti hérna heima að tala við þig í símann, þá situr mín fyrrverandi kona sem ég skildi við fyrir sex árum hérna niðri og er að borða kínverskan mat með mínum sambýlismanni og syni okkar.“ Gaman að skúra og vaska upp „Svo gott er þetta samfélag okkar og svona eigum við að hugsa. Á þessum fundum okk- ar sem ég nefndi hafa auðvitað komið upp ýmsar spurningar um þessa hluti og um uppeldið á börnunum. Mér finnst til dæmis afskaplega gaman að skúra og vaska upp og hengja upp þvott eins og móðir mín hafði kennt mér þegar ég var ungur drengur. Mér hundleið- ist hins vegar að ryksuga, en þá ryksugar Pacas bara í stað- inn. Við getum alveg gert þetta þó að við séum karlmenn. Ég hjálpa börnunum mínum að læra alveg eins núna og þegar ég var giftur konu. Ég get alveg fætt og klætt börnin og reynt að koma þeim til manns núna eins og áður. Fólk heldur alltaf að aðrir séu með einhverja fordóma gagnvart einhverju svona, en fólk er kannski ekki með neina for- dóma heldur er þetta bara van- viska eins og hjá okkur öllum – við vitum ekkert allt í lífinu. Stundum erum við fljót að dæma og búa okkur til eitt- hvert munstur til að losa okkur út úr erfiðleikum. En stundum erum við forvitin og förum inn í málin, sem er mjög já- kvætt vegna þess að þá vitum við að allt er bæði heilbrigt og gott.“ Þakklátir menn „Núna erum við Pacas þekktir menn. Við erum þakk- látir fyrir að geta fengið að boða kærleikann og þann góða boðskap til mannfólksins, að við eigum að láta okkur líða vel og þykja vænt hverju um annað. Þetta er það sem mestu máli skiptir í samfélaginu. Við höfum mjög mikið að gera. Við eigum okkur líka svolítinn draum, en hann er sá, að Ísfirðingar bjóði okkur að koma kannski einn daginn vestur og halda svolítið erindi fyrir þá um lífið og tilveruna.“ Beggi og Pacas í garðinum heima. Ljósmyndir: Spessi.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.