Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.12.2008, Side 7

Bæjarins besta - 04.12.2008, Side 7
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2008 7 Evrópskt skátamót í Ísafjarðarbæ Hluti evrópsks skátamóts verður haldið á Ísafirði og á Hornströndum næsta sumar. Áætlað er að um 100 skátar komi til Ísafjarðarbæjar í tengslum við mótið. Bandalag íslenskra skáta hefur beðið Ísafjarðarbæ um styrk að fjárhæð kr. 459.900.-, til að mæta kostnaði við gistingu, aðgengi að sundstöðum, söfnum og matarkostnað. Bæjar- ráð Ísafjarðarbæjar fjallaði um styrkbeiðnina á síðasta fundi og samþykkti að verða við styrkbeiðni skátanna með vísun til bókunar íþrótta- og tómstundanefndar en þar var samþykkt að styrkja bandalagið án þess að fara út í beinan útlagðan kostnað við mótið. Ungur Bolvíkingur sást í Portúgal Jaðrakan-ungi sem var merktur í Syðridal í Bolungarvík í júlí í sumar sást í nóvember nálægt Lissabon í Portúgal. Einnig sást jaðrakan sem var merktur sem fullorðinn við Holt í Önundarfirði 2003. Sá fugl hefur sést á hverju sumri síðan við Holt. Íslensku jaðrakanir hafa aðallega vetursetu við England, Írland, Frakkland og Portúgal og hafa flestar endurheimtur komið frá þessum löndum. Frá þessu var sagt á vef Náttúrustofu Vestfjarða. Eimskip er hætt strandsigl- ingum til Ísafjarðar að sögn Ólafs William Hand, upplýs- ingafulltrúa Eimskipa. Var ákvörðun þess efnis tekin í síðustu viku og er hún partur af stórfelldum niðurskurði fé- lagsins. Tvö skip hafa sinnt flutningum frá Bandaríkjun- um til Íslands fyrir Eimskip og verður eitt þeirra lagt af en Eimskip notaði annað þessara skipa til strandsiglinga til Ísa- fjarðar. Eimskip hefur einnig sagt upp 72 starfsmönnum en enginn þeirra starfar hjá fyr- irtækinu á Ísafirði en hins veg- ar lækka allir starfsmenn fyr- irtækisins sem eru með 300 þúsund króna mánaðarlaun eða hærra um 10% í launum. Ólafur segist ekki telja að ákvörðun um að hætta strand- siglingum til Ísafjarðar sé end- anleg og segir hana verða end- urskoðað þegar birtir til í efna- hagsmálum. „Við reyndum eins og við gátum að halda strandsigling- um til Ísafjarðar á floti en því miður var ekki grundvöllur fyrir þeim. Við erum búin að tala við alla viðskiptavini okk- ar á Ísafirði og við höfum ein- ungis mætt skilningi af þeirra hálfu vegna þessarar ákvörð- unar,“ segir Ólafur. Einfaldara mál yrði að draga úr landflutningum hjá Flytj- anda að sögn Ólafs. „Tíðni landflutninga getur minnkað en í dag höldum við uppi áætl- unum okkar varðandi land- flutninga og erum við mun sveigjanlegri í þeim efnum. Fólk á ekki eftir að finna fyrir því ef kemur til samdráttar í land- flutningum,“ segir Ólafur. Strandsiglingum hætt Tvö skip hafa sinnt flutningum frá Bandaríkjunum til Íslands fyrir Eimskip og verður eitt þeirra lagt af en Eimskip notaði annað þessara skipa til strandsiglinga til Ísafjarðar. Skortur á íbúðarhúsnæði hamlar vexti Niðurstöður fjögurra vinnu- hópa frá íbúaþinginu í Súða- vík, sem haldið var á fyrsta degi vetrar, voru kynntar á síðasta fundi sveitarstjórnar Súðavíkurhrepps. Sköpuðust miklar umræður um hug- myndir vinnuhópanna og ætl- ar sveitarstjórnin að vinna frekar með tillögurnar á næstu mánuðum. Meðal þess sem vinnuhóparnir leggja til er að hreppurinn verði umhverfis- vænn, að sveitarfélagið komi meira að atvinnulífinu á staðn- um til að ýta undir sjálfbærni og nýsköpun sem og að 5-10 manns gætu starfað við fram- leiðslu kattarmats. Einnig lýstu hóparnir yfir áhyggjum vegna skorts á leigu- og íbúð- arhúsnæði í sveitarfélaginu sem gerir Súðavíkurhrepp erf- itt fyrir að vaxa og dafna. Sameiningarmál voru einn- ig rædd og var ekki nokkur vilji hjá þeim til að sameinast öðrum sveitarfélögum. Ein- ungis yrði mögulegt að hefja viðræður um sameiningu ef samgöngur yrðu bættar til Súðavíkur og eru jarðgöng frá Álftafirði til Skutulsfjarðar af- ar mikilvægur þáttur í því ásamt því að reisa brú þvert yfir Álftafjörðinn til að gera svæðið sterkara í heild sinni. Málefni fyrirhugaðar olíu- hreinsistöðvar á Vestfjörðum voru rædd og mætti stöðin almennt neikvæðu viðmóti innan hópanna en þrátt fyrir þá neikvæðu afstöðu töldu þeir að sambærileg innspýting inn í hagkerfið yrði alltaf áhuga- verð. Einnig var rætt um málefni Langeyrartjarnarsvæðisins og var samstaða um að ekki ætti að vera frístundarsvæði né íbúabyggð á svæðinu. Vernda þurfi Langeyrartjörn og um- hverfið í kringum hana. Vilja hóparnir að frístundasvæði verði fyrir ofan þjóðveginn. Yfir vetrartímann ætti Lang- eyrartjarnarsvæðið að vera nýtt sem gönguskíða- og skautasvæði og lýsa þyrfti upp svæðið fyrir þá iðkun. – birgir@bb.is Súðavík. Ljósm: © Mats Wibe Lund.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.