Bæjarins besta - 04.12.2008, Blaðsíða 12
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 200812
Nýjar plötur frá Senu
Með blik í auga
Haukur Morthens er án
efa einn dáðasti söngvari Ís-
lands fyrr og síðar og skipar
hann merkan sess í huga
íslenskra tónlistarunnenda.
Á þessari glæsilegu ferilsút-
gáfu er að finna 66 lög frá
öllum ferli Hauks og meðal
laga má nefna eftirtalin gull-
korn: Með blik í auga,
Kaupakonan hans Gísla í
Gröf, Bjössi kvennagull,
Lóa litla á Brú, Rock-
calypso í réttunum, Hæ
Mambo, Frostrósir, Þrek og
tár, Capri Katarína, Brúna-
ljósin brúnu, Til eru fræ, Ó,
borg mín borg, Í landhelg-
inni (12 mílur), Simbi sjó-
maður ásamt fjölmörgum
öðrum. „Með blik í auga” er
stærsta og yfirgripsmesta
safn af lögum Hauks Mort-
hens sem út hefur komið og
gefur góða mynd af ævi-
starfi þessa mikla hæfileika-
manns.
Jól í Rokklandi
Óli Palli í Rokklandi er
mikill jóla-álfur og þykir
gaman þegar líða fer að
jólum og hann getur farið
að spila lög úr jóla-plötu-
skápnum sínum, en þar
kennir ýmissa grasa. Í inn-
gangi efnismikils bæklings
sem fylgir með Jólum í
Rokklandi segir Óli Palli
m.a.: ,,Á hverju ári þegar
jólin nálgast hitti ég fólk
sem spyr mig útí hvenær
við á Rás 2 ætlum að byrja
að spila jólalögin, en reglan
hefur verið sú undanfarin ár
að við byrjum 1. desember.
Margir bíða spenntir eftir
að útvarpið hefji upphitun
fyrir jólin en svo eru þeir
líka til sem segjast ekki þola
þetta jólalagadrasl á útvarps-
stöðvunum sem ætli allt lif-
andi að drepa um leið og
nóvember sé hálfnaður. Það
má vel vera að það sé þannig
einhversstaðar, en alls ekki
hjá okkur á Rás 2. Sjálfur á
ég í kringum 150 jólaplötur
og hef lagt talsvert á mig til
að hafa uppi á sumum þeirra
en ég hef sérstakan áhuga á
jólamúsík sem ég á erfitt
með að útskýra. Ég á alls-
kyns jólaplötur en skemmti-
legast finnst mér þegar rokk-
ið og jólin renna saman á
einhvern hátt. Ólíklegustu
listamenn hafa gefið út jóla-
plötu eða eitt og eitt jólalag.
Minningar-
tónleikar Vilhjálms
Vilhjálmssonar
10. og 11.október síðastlið-
in fóru fram minningartón-
leikar Vilhjálms Vilhjálms-
sonar í Laugardalshöll og
slógu þeir algjörlega í gegn.
Alls seldust 12.000 miðar á
þá þrennu tónleika sem haldn-
ir voru. Nú er komin út geisla-
plata og mynddiskur með
þessum glæsilegu tónleikum.
Hugmyndina af tónleikunum
fengu þeir Magnús Kjartans-
son og Jón Ólafsson og fengu
þeir til liðs við sig Senu og
Bravó! sem sáu svo um skipu-
lagningu á tónleikunum. Fram
komu alls 18 söngvarar og
þar á meðal var Jóhann Vil-
hjálmsson, sonur Vilhjálms
Vilhjálmssonar. Jóhann söng
Lítill drengur sem faðir hans
hafði einmitt samið um hann
við mikla hrifningu áhorf-
enda. Þess má geta að þetta
var í fyrsta skipti sem Jóhann
hafði sungið opinberlega.
Hér er draumurinn
Þann 18. nóvember sendi
hljómsveitin Sálin hans Jóns
míns frá sér veglegan útgáfu-
pakka. Útgáfan heitir „Hér er
draumurinn“ og er einhver
veiga- íburðarmesta hljóð- og
mynddiskaútgáfa sem gerð
hefur verið hérlendis. Í raun
er um þrjár útgáfur að ræða; Í
fyrsta lagi þriggja hljóðdiska
útgáfu sem inniheldur 45
þekktustu lög sveitarinnar. Í
öðru lagi er um að ræða tveggja
mynddiska útgáfu (DVD) þar
sem annar diskurinn geymir
90 mínútna heimildamynd um
Sálina, en hinn diskurinn öll
myndbönd sveitarinnar. Í
þriðja lagi er um að ræða sjö
diska viðhafnarútgáfu í tak-
mörkuðu upplagi; fjóra hljóð-
diska og þrjá mynddiska.
Lögin sem ekki
mega gleymast
Ferill Ragnars Bjarnasonar
er einstakur. Hann hefur verið
að í nærri 60 ár, nýtur jafnvel
meiri vinsælda nú en nokkru
sinni áður og sendir frá sér
nýjar plötur af meiri krafti en
nokkru sinni fyrr á ferlinum.
Hér hefur Raggi valið 15 lög
sem öll eiga sér sess í hans
lífi, bæði í einkalífinu og tón-
listarlífinu. Þau eiga það sam-
eiginlegt að hann hefur sungið
þau oft á sínum langa feril en
aldrei áður gefið þau út.
Ein handa þér
Stefán Hilmarsson rær nú á
ný mið og sendir frá sér sína
fyrstu jólaplötu. Það má þó
segja að Stefán sé í vissum
skilningi kominn fullan hring,
því hann vakti fyrst athygli
landsmanna þegar hann söng
um jólahjól fyrir ríflega tveim-
ur áratugum. En síðan þá hefur
Stefán sáralítið sinnt jólalög-
unum fyrr en núna. Á plötunni
kennir ýmissa grasa og stíla
og hún er drekkhlaðin gullfall-
egum, grípandi og vönduðum
lögum sem í framtíðinni eiga
vafalaust mörg eftir að fylla
flokk sígildra jólalaga.
Nýjasta nýtt!
Hinn goðsagnakenndi Bagga-
lútur hefur sent frá sér sína
fjórðu hljómskífu, Nýjasta
nýtt! Hér er á ferð ákaflega
vönduð 15 smellna gleði- og
samkvæmisskífa af bestu gerð
sem lætur engan ósnortinn.
Hljómskífan inniheldur ein-
vörðungu flunkuný, frum-
samin lög með íslenskum
textum – og er innblástur að
mestu sóttur til 7. og 8. áratuga
síðustu aldar. Valinkunnir
hljóðfæraleikarar leika á skíf-
unni, bæði íslenskir og út-
lenskir. Sérstakir gestir eru
rauðbrystingurinn rokksjúki;
Eiríkur Hauksson og hin ang-
urværa Sigríður Thorlacius.
Hljómskífunni fylgir æsispenn-
andi samkvæmisspil, ætlað því
sem næst allri fjölskyldunni.
Ný plata með Steina
Komin er út ný plata með
hljómsveitinni Steina. Steini
eins og flestir muna eftir
vann Þorskastríð Cod Music
fyrr á árinu og fékk í verð-
laun útgáfusamning. Á plöt-
unni sem heitir Human Com-
fort er að finna 12 lög og
texta eftir Steina, 9 splúnk-
uný og 3 eldri sem komu
áður út á fyrstu plötu Steina.
Fyrstu lögin í spilun af plöt-
unni eru Girls Are All the
Same og Agnes of God.
Farewell Good
Night´s Sleep
Farewell Good Night´s
Sleep er nýjasta afurð hinnar
frábæru tónlistarkonu Lay
Low. Lovísa Elísabet Sigr-
únardóttir gerði samning við
Cod Music árið 2006 og
fljótlega kom út frumburður
hennar Please Don´t Hate
me og sló sú plata gjörsam-
lega í gegn. Hefur platan
selst í yfir 10 þús eintökum
og er enn að seljast.
Algjör sjúkheit
18. nóvember kom í versl-
anir glæsileg tvöföld safn-
plata með öllum helstu lög-
unum sem Pétur söng á sinni
viðburðaríku ævi. Pétur
lagði sjálfur grunninn að
lagavali nokkru áður en
hann lést árið 2004. Farið er
yfir allan ferils Péturs allt
frá sólóferlinum 1970 til
plötunnar „Gamlar myndir“
sem kom út eftir andlát Pét-
urs. Stór hluti laganna er að
koma út í fyrsta skiptið á
geislaplötu.
Gilligill
Gilligill, flunkuný ellefu
laga tímamótabarnaplata er
komin út hjá Senu. Platan
inniheldur lög og texta eftir
Braga Valdimar Skúlason,
eða Braga Baggalút. Mem-
fismafían spilaglaða sér um
undirleik á hljómskífunni.
Platan er öllum leyfð en
ekki er æskilegt að hlýða á
hana oftar en tuttugu sinnum
á sólarhring. Skemmtileg
plata fyrir unga fólkið.
Efnt hefur verið til nafna-
samkeppni vegna verkefnis er
tengist matartengdri ferða-
þjónustu á Vestfjörðum. Eins
og greint hefur verið frá hafa
Atvinnuþróunarfélag Vest-
fjarða ásamt aðilum frá ferða-
þjónustunni, verslunum, veit-
ingahúsum, framleiðendum
og bændum unnið að verkefni
að undanförnu er snýr að
matvælaframleiðslu í fjórð-
ungnum og matartengdri ferða-
þjónustu.
Eitt af markmiðum verkefn-
isins er að gera vestfirsk mat-
væli sýnileg og aðgengileg
fyrir bæði heimamenn og
ferðamenn og verður hannað
vörumerki sem mun einkenna
vestfiskar afurðir og verða
notað í allri kynningu og
markaðssetningu. Svipuð verk-
efni hafa verið unnin á landinu
og má þar nefna Matarkistuna
Skagafjörður.
Verkefnið vantar nú nafn
og hefur því verið ákveðið að
efna til nafnasamkeppni. Nafn-
ið þarf að hafa skírskotun til
svæðisins og að sjálfsögðu til
matar og mun það eins og
áður segir vera notað í kynn-
ingarefni fyrir verkefnið og
allri umræðu sem því fylgir.
Hugmyndir skulu sendast á
netfangið atvest@atvest.is
eða í síma 450 3000 fyrir
mánudaginn 8. desember.
– thelma@bb.is
Nafnakeppni um mat-
artengda ferðaþjónustu
Gert er ráð fyrir að Sædís
ÍS 467 sem verið er að gera
upp á vegum Byggðasafns
Vestfjarða fari í jómfrúarsigl-
inguna á sjómannadaginn á
næsta ári. Er nú verið að leita
að yngri vél en þá sem sett var
í bátinn þar sem illa gengur að
finna varahluti í hana. Allt frá
því að vinna við endurbygg-
ingu Sædísar hófst, hefur verið
leitað án árangurs að nothæfri
vél sem myndi passa í bátinn,
en upphaflega knúði June
Munktell vél hann.
Sædís er eikarbátur sem
Bárður G. Tómasson, fyrsti
skipaverkfræðingur Íslend-
inga, teiknaði og smíðaði árið
1938. Vilmundur Reimarsson
í Bolungarvík færði Byggða-
safni Vestfjarða Sædísi að gjöf
1998. Safnið hefur síðan látið
vinna að endurbótum á bátn-
um og er stefnt að því að varð-
veita hann á floti og hafa í
siglingum með safngesti.
– thelma@bb.is
Jómfrúarsigling ráð-
gerð næsta sumar
Umferðarlagabrotum í um-
dæmi lögreglunnar á Vest-
fjörðum fækkaði mikið í októ-
ber milli ára. Í október voru
37 brot framin en í október
2007 voru umferðarlagabrotin
89 talsins og voru þau 55 tals-
ins árið 2006. Fimmtán hegn-
ingarlagabrot voru framin í
umdæminu í síðasta mánuði
og er það örlítil aukning frá
sama tíma síðustu tvö ár. Að-
eins eitt fíkniefnabrot kom til
kasta lögreglunnar á Vest-
fjörðum í október en undan-
farin tvö ár hafa tvö brot verið
framin í októbermánuði. Þetta
kemur fram í afbrotatölfræði
lögreglunnar fyrir september
sem hefur verið birt á vef rík-
islögreglustjóra.
Rétt er að geta þess að við
samantekt tölulegra upplýs-
inga eru tilgreind öll brot sem
tilkynnt voru lögreglunni að
frátöldum þeim sem reynast
við nánari athugun ekki vera
brot. Hafa ber í huga að eitt
atvik getur falið í sér fleiri en
eitt brot. Til dæmis getur mað-
ur sem er stöðvaður vegna um-
ferðarlagabrots fengið í sama
máli kæru fyrir fíkniefni sem
fundust í fórum hans.
Umferðarlagabrot-
um fækkar milli ára
Lögreglustöðin á Ísafirði.