Bæjarins besta - 04.12.2008, Side 19
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2008 19
Sælkerar vikunnar eru Nanný Arna
Guðmundsdóttir og Rúnar Óli Karlsson á Ísafirði
Ógeðsleg rauð grænmetis-
súpa og Fífutungubrauð
Horfur á föstudag: Norðlæg átt og víða él
eða dálítil snjókoma, en yfirleitt bjart
suðvestantil. Frost 0-7 stig. Horfur á
laugardag: Útlit fyrir suðlæga átt með vætu
og hlýindum. Horfur á sunnudag: Útlit
fyrir suðlæga átt með vætu og hlýindum.
Helgarveðrið
er hálfgerður spilaklúbbur og
við höfum mjög gaman af því
að spila saman.“
– Hvernig tónlist leikur
hljómsveitin?
Jón: „Við reynum að hafa
tónlistardagskrá sveitarinnar
sem fjölbreyttasta. Við spilum
íslensk og erlend lög í bland.“
– Hafið þið spilað á mörg-
um tónleikum?
Guðmundur: „Nei, ég get
ekki sagt það. Við erum rétt
að komast í gang. Fyrstu al-
vöru tónleikarnir okkar voru
á opnun Edinborgarhússins.
Þeir tónleikar áttu sér langan
aðdraganda. Við vorum búnir
að ganga með þá í maganum
veturinn á undan.“
Jón: „Það má því segja að
við höfum farið rólega af stað.“
Guðmundur: „Já, mjög
rólega. En við erum að fara af
stað núna með nýja tónleika-
dagskrá.“
– Voru þið ekki að spila í
veislu hjá Orkubúi Vestfjarða
um daginn?
Jón: „Jú, vetrarstarf hljóm-
sveitarinnar er rétt að hefjast.
Það má segja að þetta sé alls
ekki tímabært viðtal.“ Jón og
Guðmundur hlæja dátt.
– Á Yxna sér enga frægðar-
drauma?
Jón: „Jú, svo sannarlega.
Við ætlum að slá í gegn og
hyggjum á útrás þó að það
orð sé ekki vinsælt í dag. Þetta
er útrásarhljómsveit.“ Jón og
Guðmundur hlæja dátt.
Guðmundur: „Þetta er kreppu-
hljómsveit. Þetta er okkar svar
við kreppunni til að reyna að
drýgja tekjur okkar.“ Jón og
Guðmundur hlæja dátt og
galsinn orðinn mikill á þeim
þessi lokaorð félaganna enda
eru þeir uppteknir menn. En
það er greinilegt eftir þetta
spjall að þeir hafa mjög gaman
af tónlist og þykir ekki síður
gaman að spila hana í félags-
skap hvors annars. Ef eitthvað
af þessari lífsgleði þeirra
tveggja skilar sér í spilamenn-
sku þeirra uppi á stóra sviðinu
er það nokkuð sjálfgefið að
gleðin mun smita út frá sér og
gera fólk glaðara og ánægðara
með lífið.
Þess má til gamans geta, að
hljómsveitarfélagarnir eru
allir stjórnendur í sínum störf-
um. Guðmundur er hafnar-
stjóri Ísafjarðarbæjar, Jón er
forstöðumaður Byggðasafns
Vestfjarða, Valdimar er safn-
vörður á Hrafnseyri og Þorgeir
er framkvæmdastjóri Atvinnu-
þróunarfélags Vestfjarða.
og ljóst að þeir yngjast upp
um þrjátíu ár við að tala um
hljómsveitina.
Jón: „Það er svolítið skemm-
tilegt að Muggi skuli minnast
á kreppuna í tengslum við
hljómsveitina því að við í
Diabolus in musica áttum tvö
eða þrjú lög á plötu sem hét
Kreppan. Útgáfufyrirtæki Stein-
ars Berg gaf hana út og þar
var meðal annars að finna
Kreppulagið, sem hann samdi.“
– Nú hefur hljómsveitin
frekar góð ítök í hátíðinni
Aldrei fór ég suður. Kemur hún
til með að spila á næstu hátíð?
Guðmundur: „Það er aldrei
að vita. Það er allavega ágætis
hugmynd.“
Jón: „Já, og örugglega byrj-
unin á einhverju stórfeng-
legu.“
Við létum staðar numið við
Af hverju…
Á flestum íslenskum heim-
ilum tíðkast að kveikja á kert-
um á aðventukrans á hverjum
sunnudegi aðventunnar. Kveikt
var á fyrsta kertinu síðast
liðinn sunnudag. Ýmsar hefðir
eru fyrir því hvernig kransin-
um er háttað og er hann úr
ýmsum og stærðum og gerð-
um. Sumir eiga gamlan og
brunninn krans sem ekki má
skipta út vegna allra minn-
inganna sem honum tengjast,
aðrir gera nýjan krans hver
einustu jól og eflaust allt þar á
milli. En af hverju kveikjum
við á kerti á hverjum sunnu-
degi í aðventu? Flestum börn-
um kennt að fyrst er kveikt á
svokölluðu spádómakerti, því
næst Betlehemskerti, svo
hirðakerti og á síðasta sunnu-
dag fyrir jól er kveikt á engla-
kerti. En af hverju er það?
Blaðamanni Bæjarins besta
fannst tilvalið að bursta rykið
af kristnifræðibókunum og
rifja upp þann fróðleik sem
honum var kenndur í bernsku.
„Aðventukransinn byggist
á norður-evrópskri hefð. Hið
sígræna greni táknar lífið sem
er í Kristi og hringurinn táknar
eilífðina. Fyrsta kertið nefnist
spádómakertið og minnir á
fyrirheit spámanna Gamla
testamentisins er höfðu sagt
fyrir um komu frelsarans.
Annað kertið nefnist Betle-
hemskertið. Þar er athyglinni
beint að þorpinu sem Jesús
fæddist í, og þar sem ekkert
rúm var fyrir hann. Þriðja kert-
ið nefnist hirðakertið en
snauðum og ómenntuðum
fjárhirðum voru sögð tíðindin
góðu á undan öllum öðrum.
Fjórða kertið nefnist síðan
englakertið og minnir okkur á
þá sem báru mannheimi fregn-
irnar.
Aðventukransinn, sem tal-
inn er vera upprunninn í
Þýskalandi á fyrri hluta 19.
aldar, barst til Suður-Jótlands
og varð algengur í Danmörku
eftir 1940. Frá Danmörku
barst þessi siður til Íslands. Í
fyrstu var aðventukransinn
aðallega notaður til að skreyta
búðarglugga en á milli 1960
og 1970 fór hann að tíðkast á
íslenskum heimilum og er nú
orðinn ómissandi hluti þess-
arar árstíðar“, segir á vísinda-
vefnum en þar er einnig að
finna þennan fróðleiksmola
um aðventuna.
„Orðið aðventa er dregið af
latnesku orðunum Adventus
Domini, sem þýða „koma
Drottins“ og hefst hún á 4.
sunnudegi fyrir jóladag. Þessi
árstími var löngum - og er
reyndar víða enn - kallaðar
jólafasta, sem helgast af því
að fyrr á öldum mátti þá ekki
borða hvaða mat sem var, til
dæmis ekki kjöt.“
– thelma@bb.is „Uppskrift vikunnar er mein-
holl grænmetissúpa sem við eld-
um oft. Börnin eru mis spennt
fyrir þessu góðgæti en yngsti
meðlimur fjölskyldunnar talar
um ógeðslegu rauðu grænmetis-
súpuna með fýlusvip en innbyrðir
yfirleitt heilan disk. Okkur full-
orðna fólkinu finnst fátt betra en
heit og góð grænmetissúpa á
köldum vetrardögum, með mis-
munandi tónfalli sem fer eftir
innihaldi ísskápsins. Í augnablik-
inu er engifer- og chillikeimur í
miklu uppáhaldi. Þessar krydd-
tegundir eru bragðmiklar og getur
sviðið undan chillipiparnum. Best
er að prófa sig áfram og nota
aðeins 1/3 af chillialdinunum í
fyrsta sinn. Við skerum grænmet-
ið í nokkuð grófa bita svo yngsti
meðlimurinn geti tínt frá það sem
hún vill ekki borða. Næringarefn-
in eru að sjálfsögðu komin í
súpuna sjálfa svo hollustan fer
ekki forgörðum þó svo að mauk-
soðin paprika eða brokkolí sé sett
til hliðar. Okkur finnst ómissandi
að borða nýbakað brauð með súp-
unni. Við notumst yfirleitt ekki
við uppskrift, heldur hendum ein-
hverju í skál áður en við brytjum
grænmetið, látum svo deigið
hefast á meðan grænmetið er
skorið og bökum brauðið á meðan
súpan sýður,“ segja sælkerarnir.
Ógeðslega rauða
grænmetissúpan
1 cm af eingiferrót
1/3 chillipipar
2 hvítlauksrif
1 laukur
1-2 tsk kumenduft
1-2 tsk pipar
1-2 tsk salt
1-2 tsk kóriander
1-2 tsk rósmarin
1 msk currypaste
1 dós tómatpúrre
1 dós niðursoðnir tómatar
1 lítri vatn
2 grænmetisteningar
2 gulrætur
5 kartöflur
1 dl grænar linsubaunir
½ sæt kartafla
½ rauð paprika
½ græn paprika
Lítill haus af brokkolí
Engifer, chillipipar (muna að
fræhreinsa aldinið og þvo hendur
á eftir) hvítlaukur og laukur er
skorið smátt og mýkt í olíu.
Kryddinu er síðan stráð yfir
ásamt tómatpúrrunni og curry-
paste. Gott að láta þetta krauma
smá stund en passa að það brenni
ekki.
Niðurskornum gulrótum og
kartöflum blandað saman við og
látið veltast aðeins í kryddinu.
Vökvanum bætt útí ásamt niður-
soðnum tómötum, grænmetisten-
ing og linsubaunum. Gott er að
láta súpuna sjóða í klukkutíma
eða svo. Paprikunni og brokkolí-
inu er bætt útí sjóðandi súpuna
svona 15 mín. áður en suðutíma
lýkur. Ef ykkur finnst súpan
bragðlítil þá má bara bæta við
kryddi.
Fífutungubrauð
„Grunnurinn í Fífutungu-
brauði er uppskrift af pizzabotni
sem ég lærði í heimilisfræði í
Gagganum á Akureyri“, segir
Nanný.
4 dl vatn við 37°
3 msk matarolía
1 tsk salt
1 poki þurrger
8 dl þurrefni
1 lúka fræ
Hér á Vestfjörðum er óhætt að
nota heitt vatn beint úr krananum.
Setjum það í skál ásamt þurrgeri
og látum standa í smá stund á
meðan gerið lifnar við, matarolíu
og salti bætt út í ásamt fræblöndu
t.d sólblómafræ og graskersfræ.
Við setjum helminginn af þurr-
efnunum úti áður en deigið hefast
og notum í jöfnum hlutföllum
hveiti, spelt og haframjöl.
Við látum deigið hefst í 30-40
mín hnoðum upp í það með 4 dl
af hveiti og spelthveiti.
Brauðið er bakað í 30-40 mín
í 180° heitum ofni. Gott er að
pensla brauðdeigið með mjólk
áður en það er sett í ofninn.
Ef við erum með gesti í mat þá
bjóðum við upp á kaffi og súkku-
laðirúsínur á eftir annars leggj-
umst við bara á meltuna í sófan-
um því við borðum alltaf aðeins
of mikið af þessum mat.
Við skorum svo á Gunnar
Bjarna Guðmundsson og Ásgerði
Þorleifsdóttur að koma með
næstu uppskrift og af fenginni
reynslu verður það eitthvað gott.
23,5% af jarðgangagerðinni lokið
Gangagröftur í Bolungarvíkurgöngum gekk vel í síðustu viku. Frá
Hnífsdal voru sprengdir 56 metrar og var lengd þar 481 metrar í
vikulokin. Frá Bolungarvík voru sprengdir 67 metrar og var lengd þar
731 m í vikulokin. Samtals var því búið að sprengja 1.212 m eða
23,5% af heildarlengd ganganna og jókst því heildarlengd ganganna
um 2,5% en jarðgangagerðinni hefur haldist á því róli s.l. misseri og er
það talinn eðlilegur framgangur á jarðgangagerðinni.