Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.12.2008, Side 15

Bæjarins besta - 04.12.2008, Side 15
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2008 15 STAKKUR SKRIFAR Dapurt afmæli fullveldis Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefn- um hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Lögreglustjórinn á Vestfjörðum Brennur og flugeldar Þeir sem hyggjast hlaða bálkesti til þess að kveikja í þeim á gamlárskvöld eða á þrettándanum eða ætla að sækja um leyfi til sölu flugelda og til flugeldasýninga yfir hátíðarnar, skulu sækja um slíkt leyfi fyrir 6. desember nk. Vegna umsóknar um brennu, flugelda- sýningar eða sölu flugelda, skal tilgreina lögráða ábyrgðarmann og leggja fram vottorð frá vátryggingafélagi um ábyrgðar- tryggingu. Með umsókn um stóra brennu og sölu flugelda skal fylgja skriflegt starfs- leyfi heilbrigðiseftirlits. Umsóknareyðublöð og reglur um bál- kesti og brennur, flugeldasýningar og sölu á flugeldum liggja frammi hjá sýslu- mönnum, á vefsíðu lögreglunnar á Vest- fjörðum; http://logreglan.is/utgafur.asp? cat_id=1254. Leyfisgjald er kr.: Brennuleyfi kr. 5.500.- Skoteldasýning kr. 5.500.- Sala skotelda kr. 3.300.- Nánari upplýsingar veitir Harpa Odd- björnsdóttir í síma 450 3700. Ísafirði, 27. nóvember 2008, Lögreglustjórinn á Vestfjörðum Kristín Völundardóttir Engar uppsagnir á Ísafirði Engum fastráðnum starfsmanni Húsasmiðjunnar á Ísafirði verður sagt upp störfum að sögn Elínar Hlíf Helgadóttur, starfsmannastjóra Húsasmiðjunnar en greint hefur verið frá því að 99 fastráðnum starfsmönnum fyrirtækisins verði sagt upp um mánaðar- mótin. Þá verður töluverðum fjölda lausamanna sagt upp. Stjórnendur Húsasmiðj- unnar hafa að undanförnu þingað um aðhaldsaðgerðir vegna verulegs samdráttar í sölu hjá verslunum fyrirtækisins. Sömuleiðis hefur skuldastaða fyrirtækisins verið mjög erfið en reksturinn hefur að stórum hluta verið fjármagnaður með erlendum lánum. Boðað til borgarafunda Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar hefur ákveðið að boða til opins borgarafundar á Ísa- firði til að kynna frummatsskýrslu vegna snjóflóðavarna ofan Holtahverfis í Ísafjarðar- bæ. Fundurinn fer fram mánudaginn 8. desember kl. 18 í Stjórnsýsluhúsinu Ísafirði. Þá hefur umhverfisnefnd einnig ákveðið að boða til almennra borgarafunda í öllum byggðakjörnum Ísafjarðarbæjar á nýju ári til að kynna nýtt aðalskipulag. Fyrsti fundur- inn fer fram á Suðureyri þann 20. janúar kl. 18 og næsti kl. 20 sama dag á Flateyri. Þá verður fundað á Þingeyri 21. janúar kl. 18 og á Ísafirði daginn eftir kl. 18. Það er ódýrara að vera áskrifandi! Ráðið hefur verið í helming þeirra starfa sem lofað var að kæmu vestur á vegum hins opinbera í tengslum við Vest- fjarðaskýrsluna. Samkvæmt yfirliti sem lagt hefur verið fram fyrir bæjarráð Ísafjarð- arbæjar hefur verið ráðið í tæplega 40 opinber störf á Vestfjörðum í tengslum við skýrsluna og eru fjögur til við- bótar í undirbúningi. Bæjarráð hvetur Vestfjarðanefndina til að halda vöku sinni, til að tryggja að farið sé eftir áður mótaðri stefnu en Vestfjarða- skýrslan gerir ráð fyrir að ráðið verði í allt að 80 störf á þremur árum. Eins og kunnugt er skipaði forsætisráðherra nefnd á síðasta ári með það að markmiði að finna leiðir til að styrkja atvinnulíf á Vestfjörð- um til að mynda með flutningi starfa til Vestfjarða og stofnun nýrra starfa í fjórðungnum á vegum hins opinbera. Atvinnulíf og búseta á Vest- fjörðum stendur nú á ákveðn- um tímamótum. Stjórnvöld hafa ákveðið að verja á næstu fjórum árum allt að 13 millj- örðum króna til framkvæmda við vegi, fjarskipti og snjó- flóðavarnir. „Tillögur nefnd- arinnar miða að því að leggja til við stjórnvöld að blása ungu fólki, sem og öllum Vestfirð- ingum í brjóst aukna bjartsýni á möguleika svæðisins til búsetu og atvinnuuppbygg- ingar með því að efla starfsemi opinberra stofnana m.a. á sviði menntunar, rannsókna og ný- sköpunar sem í samvinnu við fyrirtækin á svæðinu geti snúið við atvinnuþróuninni til aukinnar verðmætasköpun- ar“, segir í tilkynningu sem birt var þegar Vestfjarða- skýrslan var gefin út. Meðal þeirra starfa sem koma fram í skýrslunni má nefna stöðugildi við Hornstranda- stofu, við Þjóðtrúarstofu og Fræðasetur Háskóla Íslands. Vestfjarðanefndin hvött til að fylgja mótaðri stefnu Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði. Það er að bera í bakkafullan lækinn að nefna efnahagsástand og bankakreppu. En um er að tefla stærsta viðfangsefni þjóðarinnar, sem fékk að vita að forsæt- isráðherra ber enga ábyrgð á stöðu mála. Það er allt bönkunum að kenna. Ætla mætti að forsætisráðherra ætli sér ekki lengra pólitískt líf en til næstu kosninga. Enn heyrist lítið til ráðherra okkar Vestfirðinga, sem fékk ekki spurningar á borgarfundinum í Háskólabíói um daginn. Hinn 1. desember síðastliðinn voru liðin 90 ár frá því Ísland varð fullvalda ríki og voru hátíðarhöld í skugga spænsku veikinnar, Kötlugoss og mikils haf- íssárs. Ástandið er fremur dapurt nú. Munurinn er sá að nú er glímt við afleið- ingar mannlegrar hegðunar og að sumu leyti verra. Nú eru það ákvarðanir eða öllu heldur skortur á þeim sem leiðir til ófara. Náttúruna ráða menn trauðla við. Það vekur athygli að stöðugt klifa ráðamenn, sem kjörnir voru til þess að fara fyrir þjóðinni um það hve vel Íslendingar séu menntaðir. En þeir tala við þjóð- ina, okkur almenning, eins og verið sé að ræða við óvita börn. Þegar við bætist að ríkisstjórn og stjórnmálamenn telja sig ekki bera neina ábyrgð verður almenningur hvumsa við. Hvað eiga mennirnir við? Getur verið að eldra fólkið, sem tapaði sparnaði sínum, beri ábyrgðina? Er það unga fólkið sem nýlokið hafði námi og var að kaupa sér húsnæði og koma undir sig fótun- um, sem ber ábyrgðina? Eru það öryrkjarnir sem fóru að ráðum bankastarfs- manna og lögðu fé í peningamarkaðssjóði sem bera ábyrgðina? Voru það ef til vill fermingarbörnin, sem sömu bankastarfsmenn hvöttu til að legga fermingarpeningana í peningamarkaðssjóði, sem bera ábyrgðina? Þjóðin veit að forsætisráðherra, líkt og utanríkisráðherra og allir hinir ráðherranrir, sem margir vita ekki hvað heita, hefur lagt sig fram við að greiða úr óreiðunni. Kannski væri nær að segja, að reyna að finna eitthvað varðmætt í brunarústunum. Það er ekki nóg þegar brunavarnirnar voru engar, að biðja fólk nú að vera ekki að hafa áhyggjur af því að þjóðarbúið hafi brunnið vegna fikts nokkurra manna með eldspýtur, sem þeir gátu keypt í hvaða sjoppu sem var af því að foreldrarnir vildu ekki skipta sér af því hvað óvitarnir voru að gera beint fyrir framan andlitið á þeim sjálf- um. Það sem gleymist er að heimili margra eru enn að brenna af glóðunum sem breiddust út frá fikti óvitanna og sér ekki fyrir endann á stórbrunanum. Brennuvargana má ekki snerta fremur en þá sem áttu að sjá um eldvarnirnar, ríkisstjórn, Seðlabanka og Fjármálaeftirlit, en sá sem því stýrir virðist njóta óvenjulegrar friðhelgi. Gallinn er sá að almenningur nýtur ekki frið- helgi. Nýjasta lagasetningin er sjávarútvegi til lítils gagns. Er ekki mein- ingin að hann fái svigrúm til að afla gjaldeyris og byggja upp Ísland? Höftin færa þjóðina til baka um nærri 80 ár. Landsfeður! Talið nú við landslýð sem viti borið fólk. Til hamingju með fullveldið.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.