Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.12.2008, Síða 13

Bæjarins besta - 04.12.2008, Síða 13
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2008 13 Niðurfelling/breyting á svæðis- skipulagi Dala- og Austur Barða- strandarsýslu 1992-2012 Samvinnunefnd um svæðisskipulag Dala- og Austur Barða- strandarsýslu 1992-2012 samþykkti þann 7. nóvember 2008 nið- urfellingu á svæðisskipulagi Dala- og Austur Barðastrandarsýslu 1992-2012. Tillagan var auglýst þann 25. ágúst og lá frammi til kynningar til 22. september. Frestur til að skila athugasemdum rann út þann 7. október og bárust engar athugasemdir. Tillagan var send sveitarstjórnum Dalabyggðar og Reykhóla- hrepps til samþykktar og var hún afgreidd í Reykhólahreppi þann 9. október 2008 en í Dalabyggð þann 28. október 2008. Samþykkt tillaga hefur verið send Skipulagsstofnun sem gerir tillögu til um- hverfisráðherra um loka afgreiðslu. Þeir sem óska upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu samvinnunefndar geta snúið sér til sveitarstjórnar Dalabyggðar. Samvinnunefnd um svæðisskipulag Dala- og Austur Barðastrandarsýslu. „Mér þætti ágætt að fá Há- skóla á Ísafjörð en ég er efins um hvort nú sé staður eða stund til þess að ræða þessi mál. Ég tel raunhæfari kost í augnablikinu að hlúa að því sem við höfum á Ísafirði í dag og byggja frekar upp Háskóla- setur Vestfjarða,“ segir Smári Haraldsson, forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, aðspurður um frumvarp til laga sem lagt hefur verið fram á Alþingi um háskóla á Ísa- firði. „Það væri hægt að byggja upp allt það sem við vildum ef hægt væri að leggja nógu mikla peninga í það en ég er efins um að menn séu tilbúnir að leggja nógu mikla peninga í þetta verkefni í dag. Mér finnst liggja beinast við að byggja starfsemi í kringum rannsóknir sem eru stundaðar á Vestfjörðum sem yrði þá tengt háskólanámi og fram- haldsstigi, sem nú er stundað að einhverju leyti á Háskóla- setrinu,“ segir Smári. Í greinargerð sem fylgir frumvarpinu segir: „Hug- myndin að stofnun Háskóla á Vestfjörðum á sér nokkurn að- draganda. Á 130. löggjafar- þingi var lögð fram þings- ályktunartillaga, sem ekki fékkst samþykkt, þar sem skorað var á ráðherra mennta- mála að beita sér fyrir stofnun háskóla á svæðinu. Er þar m.a. vísað til þess að helstu rökin fyrir stofnun skólans væru af byggðarlegum toga enda benti reynsla af stofnun Háskólans á Akureyri til þess að slík stofnun gæti stutt vel við byggð í landinu.“ Vonir standa til þess að með stofnun há- skóla verði áhrif erfiðs byggða- vanda Vestfirðinga milduð enda má gera ráð fyrir að háskóla fylgi aukin tækifæri til nýsköpunar og sérhæfingar. – birgir@bb.is „Raunhæfari kostur að hlúa að því sem við höfum“ Háskólasetur Vestfjarða styður allar tillögur um eflingu menntastarfseminnar á Vest- fjörðum enda er það hlutverk Háskólasetursins. Þetta kemur fram í erindi sem Háskóla- setrið hefur sent Alþingi í kjöl- far þess að frumvarp var lagt fram til laga um háskóla á Ísafirði. Aðspurður segir Peter Weiss forstöðumaður Háskóla- setursins að hann fagni frum- varpinu, en setrið hafi ekki komið að því frumvarpið yrði lagt fram. „Mér hefur ekki fundist það vera okkar hlut- verk að koma með slíkar til- lögur. Þeir sem leggja slíkt fram verða að geta staðið að baki framkvæmd þess og Há- skólasetrið sjálft hefur ekki haft fjármagn til þess. Hins- vegar hefur mér fundist þau verkefni sem Háskólasetrið hefur unnið að sýna fram á hvað sé hægt að gera hér fyrir vestan og hvernig aðrir geti byggt sínar tillögur á þeim grunni.“ Eins og fram hefur komið standa vonir standa til þess að með stofnun háskóla verði áhrif erfiðs byggðavanda Vestfirðinga milduð enda má gera ráð fyrir að háskóla fylgi aukin tækifæri til nýsköpunar og sérhæfingar. Svo segir í greinargerð sem flutnings- menn frumvarpsins fyrir þingi hafa lagt fram en þeir eru Krist- inn H. Gunnarsson, Magn-ús Stefánsson, Jón Bjarnason. Í frumvarpinu segir að Há- skólinn á Ísafirði sé vísindaleg mennta- og rannsóknastofn- un. Hann veitir stúdentum sínum menntun til að sinna sjálfstætt vísindalegum verk- efnum og til að gegna ýmsum ábyrgðarstörfum í atvinnu- lífinu. Háskólanum er heimilt að veita framhaldsmenntun og endurmenntun í þeim fræðum sem stunduð eru í deildum hans.[…] Kjarninn í starfsemi Háskólans á Ísafirði er kennsla og rannsóknir. Ætla má að námskrá háskólans muni taka sérstakt mið af sérstöðu Vest- fjarðasvæðisins auk þess sem umfang starfseminnar kemur til með að ráðast af fjárveit- ingum Alþingis, samningum sem gerðir verða við mennta- málaráðuneytið á grundvelli VIII. kafla laga um háskóla og fjárframlögum frá öðrum aðilum. – thelma@bb.is Fagnar frumvarpi um háskóla Skíðasvæðin lokuð tvo daga í viku Skíðasvæðin á Ísafirði, þ.e. í Tungudal og á Seljalandsdal, verða lokuð tvo daga í viku, á mánudögum og föstudögum, fram til áramóta. Ákvörðun þessa efnis var tekin á fundi stjórnar skíðasvæðanna og er hún tekin í samráði við þjálf- ara Skíðafélags Ísafjarðar. Stjórn skíðasvæðisins veitir hins vegar forstöðumanni ákveðinn sveigjanleika til að færa til opnun t.d. þegar illa viðrar á opnunardögum sem og ef mót eru fyrirhuguð á þeim dögum. Eftir áramót verður ákvörðunin endur- skoðuð á mánaðarlegum fundi forstöðumannsins og stjórn skíðafélagsins. Einnig var ákveðið loka skíðasvæðunum fyrr á virkum dögum í vetur þannig að starfsmenn geti yfirgefið svæðið ekki síðar en 18:45. Þetta þýðir að skíðasvæðun- um er lokað 18:30 í síðasta lagi. Um helgar verður opnað kl. 11 í stað 10 áður og lokað kl. 17. Á fundinum var jafnframt lagt til að sömu verð gildi á svæðunum og voru sl. vetur. Ein breyting er þó þar á þar sem komið verður á sérstöku „fullorðinsgjaldi“, sem gildir eingöngu á barnasvæðinu. Þetta er gert til að koma til móts við þá sem vilja leyfa börnum sínum að fara á skíði og þá án þess að foreldri þurfi að borga fullt gjald sem gildir í allar lyftur. Auk þessa hefur forstöðumaður, með heimild stjórnar, nú þegar afhent börnum í fyrsta og öðrum bekk í grunnskólum Ísafjarð- arbæjar árskort á skíðasvæðin, þeim að kostnaðarlausu. Kvennabrekka ehf., hefur óskað eftir því að losna frá rekstri og umsjón skíðaskál- ans í Tungudal. Forstöðumað- ur skíðasvæðis mun taka við umsjón hans og miðasölu. Til þess að svo geti orðið þarf að fara í nokkrar breytingar á að- stöðu innan skálans m.a. með því að færa starfsmannaað- stöðuna af neðri hæð upp á jarðhæð skálans. Við það er starfsmönnum svæðisins sköp- uð framtíðaraðstaða. Að því loknu mun forstöðumaður sjá um og bera ábyrgð á miðasölu, eftirliti og þrifum á skálanum. Stjórn skíðasvæðanna bein- ir því til starfsmanna svæð- anna að þeir passi upp á að ljós séu ekki kveikt nema þeg- ar þess þurfi nauðsynlega, auk þess verður settur upp sjálf- virkur slökkvibúnaður á göngu- svæðinu, þar sem ljós slokkna sjálfkrafa í síðasta lagi kl. 23. – thelma@bb.is Skíðasvæðið í Tungudal.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.