Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.12.2008, Side 2

Bæjarins besta - 04.12.2008, Side 2
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 20082 Mannfólkið gæti borðað hráefnið sem notað er við kattarmatsframleiðsluna í Súðavík að sögn Braga Lín- dal Ólafssonar, fóðurfræð- ings sem hannar kattarmat- inn frá Súðavík. „Ef þú ætlar að setja fóður á markað hvort sem það er fyrir kött, kú eða hest, þá beitir þú ákveðinni þekkingu til þess að setja hana saman. Við ætlum okkur að framleiða hágæða kattarmat úr mjög góðu hráefni og við setjum fóðrið saman þannig að það henti dýrinu eins vel og hægt er. Afurðirnar sem við notum í kattarmatinn eru alfarið úr dýrum sem er slátrað til mann- eldis. Við erum nánast að nota mannamat. Kötturinn er rán- dýr og hans náttúrulega fæði er fyrst og fremst dýr og fuglar og liggur alveg hreint fyrir að þetta eru sláturafurðir sem hafa verið skoðaðar af dýra- læknum og eru frá sláturleyf- ishöfum. Mannfólk gæti étið sem hráefnið notað er í kattar- matinn,“ segir Bragi. Eins og áður hefur komið fram hér í blaðinu ætlar fyrir- tækið Murr ehf. að hefja fram- leiðslu á kattarmat í Súðavík innan skamms og hannar Bragi matinn. Murr var stofn- að í lok apríl þessa árs, stendur en gert er ráð fyrir að afurðir fyrirtækisins komi á markað hérlendis í janúar á næsta ári. Undirbúningsvinna að fram- leiðslu kattamatsins hefur staðið yfir síðan 2003. Búið er að ráða fjóra starfsmenn til fyrirtækisins sem munu starfa við framleiðsluna en nú er unnið að uppsetningu tækjabúnaðar verksmiðju fyrirtækisins sláturafurðirn- ar sem fyrirtækið kemur til með að nota í framleiðsluna koma frá Sláturfélagi A- Húnvetninga á Blönduósi og sláturhúsum Norðlenska á Akureyri. – birgir@bb.is „Mannfólk gæti étið hráefnið sem notað er í kattarmatinn“ Pökkum ekki ekið heim nema gegn aukagjaldi Starfsmenn pósthússins á Ísafirði eru ekki farnir að finna fyrir jólaösinni en nú styttist óðum í að fólk fari að huga að því að koma jólapökkunum í réttar hendur. „Jólaösin byrjar ekki fyrr en í fyrsta lagi í þessari viku, síðustu öruggu skiladagar innan- lands er 19. desember bæði fyrir kort og pakka, en auðvitað er betra fyrir fólk að vera í fyrra fallinu“, segir Ragnheiður Baldurs- dóttir hjá Íslandspósti á Ísafirði. Efnahagsþreng- ingarnar koma einnig við hjá póstinum og nú er pökkum ekki lengur ekið heim í hús nema að greitt sé sérstaklega fyrir það. „Við ókum öllum bögglum heim um tíma en nú höfum við þurft að hætta því, það er bara eins og gengur og gerist um þessar mundir. En ekki hafa allir tök á því að sækja pakkana sína og því er hægt að biðja um að láta aka þeim heim gegn aukagjaldi,“ segir Ragn- heiður. Síðasti öruggi skiladagur til að póstleggja jólapakka til landa utan Evrópu rennur upp 5. des- ember og síðasti öryggi skiladagur til að senda jólakort til landa utan Evrópu er föstudagurinn 8. desember. Síðasti öruggi skiladagur á jólapökkum til Evrópu er miðviku- dagurinn 12. desember og til að jólakortin skili sér í tæka tíð þarf að koma þeim í póst ekki seinna en föstudaginn 15. desember. Mikið annríki er jafnan á pósthúsinu á aðventunni. Kristjáns Péturssonar Svansvík, Súðavíkurhreppi Alúðarþakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa sem andaðist 7. nóvember 2008. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði fyrir einstaka umönnun og hlýju síðastliðin ár. Heiðrún Kristjánsdóttir Jóhanna R. Kristjánsdóttir Pétur S. Kristjánsson Rakel Þórisdóttir Þorgerður H. Kristjánsdóttir Hermann S. Gunnarsson barnabörn og barnabarnabarn. Kynningarnámskeið Fimmtudaginn 4. desember kl. 18 heldur Björn Hafberg kynningarnámskeið um þá aðstoð sem náms- og starfsráðgjafar geta veitt. Námskeiðið verður hjá Fræðslumið- stöð Vestfjarða að Suðurgötu 12 á Ísafirði og er fólki að kostnaðarlausu. Að kynningu lokinni gefst fólki kostur á að fara í áhugasviðsgreiningu og finna hvar styrkleikar þeirra liggja. Allir velkomnir! Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Flestir ferðamenn heimsóttu Ísafjörð Langflestir ferðamenn sem heimsóttu Vestfirði í sumar komu til Ísafjarðar. Helstu áfangastaðir erlendra ferða- manna voru á suðurfjörðum Vestfjarða, ef undan er skilinn Ísafjörður og Hólmavík. Sam- kvæmt könnun, sem gerð var meðal ferðamanna í landshlut- anum í sumar á vegum Rann- sókna- og fræðaseturs Há- skóla Íslands á Vestfjörðum, heimsóttu yfir 50% erlendra ferðamanna Ísafjörð, Brjáns- læk, Dynjanda, Látrabjarg, Patreksfjörð og Hólmavík. Innlendir ferðamenn fóru víðar um Vestfirði og heim- sóttu fleiri staði á norðan- verðum Vestfjörðum en er- lendir ferðamenn. Helstu við- komustaðir innlendra ferða- Sunnanverðir Vestfirðir ein- göngu, Vestfjarðahringurinn (Vestfirðir allir fyrir utan Horn- strandir) og Tröllatunguhring- ur (Borðeyri, Drangsnes, Hólmavík, Bjarkalundur). Þá var nokkuð algengt að ferða- menn heimsæktu einungis Ísafjörð eða einungis Ísafjörð og næsta nágrenni, bendir það til þess að Ísafjörður sé orðinn vel þekktur áfangastaður einn og sér. Rúm 80% bæði inn- lendra og erlendra ferðamanna komu til Ísafjarðar. Áberandi munur er á fjölda innlendra ferðamanna og er- lendra á nokkrum áfangastöð- um, t.d. í Bjarkalundi og Ketildölum, að því leyti hver- su miklu færri útlendingarnir eru. Ástæða fyrir því getur verið sú, að erlendir ferða- menn þekki síður þessa staði. – thelma@bb.is manna voru í þessari röð: Ísa- fjörður, Patreksfjörður, Þing- eyri, Súðavík, Bíldudalur, Bjarkalundur og Bolungarvík. Þegar ferðamynstur er skoð- að virðast ferðamenn gjarnan fara einn af þremur hringjum: Ísafjörður var vinsælasti áfangastaður ferðamanna á Vestfjörðum í sumar.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.