Iðnaðarmál - 01.05.1955, Síða 9
og hvernig unnt er að koma í veg fyr-
ir þær.
Þar sem mjólk er seld ógerilsneydd
beint til neytenda, er nauðsynlegt, að
dýralæknir skoði kýrnar mánaðar-
lega með tilliti til júgurbólgu og ann-
arra sjúkdóma. Enn fremur er nauð-
synlegt, að læknisskoðun á heimilis-
fólki fari fram árlega að minnsta
kosti. Mjólk frá slíkum framleiðend-
um þarf að rannsaka sem oftast á op-
inberum rannsóknarstofum, svo að
unnt sé að fylgjast með gæðum mjólk-
urinnar. Nú hagar svo til, að opinber-
ar rannsóknarstofur eru aðeins tvær.
er annast rannsóknir fyrir heilbrigð-
isstarfsmenn og aðra, sem þess óska,
þ. e. Atvinnudeild Háskólans og til-
raunastöðin að Keldum. Báðar þess-
ar rannsóknarstofur eru í umdæmi
Reykjavíkur, og koma þær því ekki
að notum sem skyldi öðrum en þeim,
er starfa þar eða í næsta nágrenni. Er
því brýn nauðsyn að fjölga rannsókn-
arstofum í landinu, svo að allir starfs-
menn heilbrigðisstjórnarinnar, hvar
sem er á landinu, eigi þess kost að
rannsaka eða Iáta rannsaka mjólk og
mjólkurvörur og þær vörur aðrar,
sem þeir hafa eftirlit með. Þá fyrst
verður unnt að fylgjast fullkomlega
með framleiðslunni og kippa því í lag,
sem aflaga fer.
Um 3500 mjólkurframleiðendur
leggja mjólk sína inn í áðurnefnd
mjólkurbú. Hins vegar teljast bænd-
ur vera í landinu um 6200. Þeir
mjólkurframleiðendur, sem leggja
ekki mjólk sína inn í mjólkurbú,
framleiða sjálfir smjör, svonefnt
bögglasmjör. Slíkt smjör er unnið úr
ógerilsneyddum rjóma, en það verð-
ur að teljast hæpin ráðstöfun frá heil-
brigðislegu sjónarmiði.
Heildarmjólkurmagn mjólkurbú-
anna á árinu 1954 reyndist vera 51.
946.673 kg, sem er 4.600.175 kg
meira magn en á árinu 1953 eða 9,72
% aukning. í 1. og 2. flokk flokkuð-
ust 50.350.937 kg eða 96,93%, og
3. og 4. flokks mjólk reyndist vera
1.595.736 kg eða 3,07%.
A árinu 1953 reyndist 1. og 2.
flokks mjólk vera 45.652.938 kg eða
96,42%, og 3. og 4. flokks mjólk
reyndist vera 1.693.560 kg eða
3,58%.
Af þessu sést, að talsvert magn
mjólkur flokkast í 3. og 4. flokk, en
fer stöðugt ininnkandi, enda hlýtur
það að vera kappsmál mjólkurfram-
leiðenda að framleiða 1. flokks mjólk
eingöngu.
Matvara, hvaða nafni sem hún
nefnist, verður að vera falleg, hrein,
vel lyktandi og bragðgóð. Hún verð-
ur — með öðrum orðum — að falla
kaupendum í geð. Hún verður að vera
góð vara, úrvalsvara.
Vöruvöndun er það atriði, sem
mestu varðar í allri framleiðslu. Þrá-
sinnis hefur komið í ljós — bæði hér
og erlendis —, að sala hefur aukizt
stórum, hvenær sem vörugæðin hafa
aukizt. Má með réttu segja, að sala
eykst í réttu hlutfalli við vörugæðin.
Þetta á ekki sízt við um mjólk og
mjókurafurðir. Og ekki má gleyma
því, að vöruvöndun verður enn veiga-
meiri þáttur framleiðslunnar, þegar
offramleiðsla á sér stað.
Ef framleiða skal góða vöru, verð-
ur að vanda til hráefnis í upphafi. Til
þess að fá úrvals-mjólkurafurðir
verður mjólkin, sem nota á til vinnslu,
að vera 1. flokks vara. Þar kemur til
kasta mjólkurframleiðenda. Því að-
eins geta mjólkurbúin framleitt úr-
valsmjólk og mjólkurafurðir, að
mjólkin sé með ágætum, er hún berst
til þeirra frá framleiðendum. — Þess
ber sérstaklega að gæta, að gölluð
mjólk blandist ekki góðri og ógall-
aðri mjólk. Eitt fúlegg eyðileggur
stóra eggjaköku. Einn lítri af gallaðri
mjólk spillir stóru keri af góðri mjólk.
Það er vegna þessa, að rannsaka verð-
ur vandlega hvern mjólkurbrúsa, er
berst til mjólkurbúanna, og endur-
senda, ef innihaldið er ekki hreint og
ómengað. Stundum veldur það mis-
skilningi og óánægju, er mjólkurbú
endursenda mjólk. Mjólkurframleið-
andi misvirðir þetta við starfsmenn
mjólkurbúanna og lætur það stundum
bitna á bílstjórunum, sem annast
flutningana. Slíkt stafar venjulega af
því, að þeir, sem hlut eiga að máli,
eru hnútunum ekki nægilega kunnug-
ir. Er því vert að athuga þá nokkru
nánar, þ. e. a. s. hvað það er, sem
liggur til grundvallar, er ræðir um
gæði mjólkur og vöruvöndun.
Þegar á fyrsta stigi slíkra athugana
rekumst við á bakteríur, oft kallaðar
gerlar. Verður sú reyndin á, að þeir
eiga ekki lítinn þátt í þeim erfiðleik-
um, sem á vegi verða.
Þegar horft er á gerla í smásjá, get-
ur að líta plöntur. Gerlar eru plöntur
eins og „grasið, sem grær á grænum
völlum“. En þær eru langt frá því að
vera á stærð við stráin, en eru hins
vegar hinar smágervustu plöntur,
Framh. á 81. bls.
IÐNAÐARMÁL
73