Iðnaðarmál - 01.05.1955, Qupperneq 14

Iðnaðarmál - 01.05.1955, Qupperneq 14
Bífreíðaframleíðsla í Bandaríkjunum Eftir STEINGRÍM HERMANNSSON Steingrimur Hermannsson raímagnsverkfraeðingur, sem um þessar mundir dvelst í Bandaríkjunum til þess að kynna sér ýmsar nýjungar í rafmagnsiðnaði, sendi Iðnaðarmálum fréttabréf um heimsókn í bílaverksmiðju í Michigan. og fer það hér á eftir. Bróf Steingríms ber með sér, hversu ótrúlegur hraði er orðinn í íramleiðslu þessara tækja. Til gamans má geta þess, að ekki hefur bílaframleiðslan alltaf verið svo fljótvirk, því að 1908 þurfti 15.700 vinnustundir til þess að smíða einn Chevrolet-bíl. I dag er vanalegur sex manna Chevrolet smíðaður á 1.000 vinnustundum, og er hann þó margfalt flóknari og marg- brotnari að allri gerð og útbúnaði en gerðist 1908. A þessu timabili hefur bíllinn og vaxið úr því að vera leikfang efnaðra borgara í það að vera ódýr- asta, öruggasta og hraðskreiðasta farartæki á landi. Nýlega gafst mér tækifæri til að heimsækja eina af hinum miklu bif- reiðaverksmiðjum hér í Bandaríkjun- um. Verksmiðja þessi er í borginni Flint í Michiganfylki. Borgin hefur um 150 þúsund íbúa og má að mestu heita byggð í kringum Chevrolet- og Buick-verksmiðjur þær, sem þar eru, enda er borgin miðstöð í framleiðslu þessara bifreiða. Þó að slíkur iðnaður hafi ekki beint gildi fyrir okkur Islendinga, því að seint mun bifreiðaframleiðsla verða mikilvægur þáttur í þjóðarbúskap okkar, var fróðlegt að kynnast lítil- lega þessum iðnaði. Bæði er það, að bifreiðaiðnaður er nokkuð táknrænn fyrir stóriðnað Bandaríkjanna, og á fáum sviðum hefur vélamenning og færibandaframleiðsla náð meiri full- komnun en þar. Ég var í allstórum hópi manna. Undir leiðsögn kunnugs manns geng- um við í gegnum verksmiðju, sem framleiðir Buick-bifreiðar. Fyrst og fremst eru vagnarnir settir saman þarna, en auk þess eru framleiddir í þá ýmsir hlutir, eins og t. d. vélarhlíf- ar, aurbretti, öxlar og margt fleira. Annað er flutt að á járnbrautarvögn- um frá verksmiöjum í nágrenninu. Má þar helzt nefna vélarnar, húsin, sem koma í heilu lagi, og grindurnar. Gangan tók um tvo tíma, og var þó gengið sæmilega hratt og aðeins lítill hluti af verksmiðjunni lagður undir fót. Við komum fyrst inn í afar stóran sal, mörg hundruð metra langan. Þar mátti sjá fjölda margar pressur, hin- ar minnstu litlu stærri en saumavélar, en hinar stærstu á hæð við tveggja hæða hús og með mörg hundruð tonna þrýstikrafti. Þarna var málm- urinn skorinn og mótaður, og ýmsir hlutir bifreiðarinnar hófu göngu sína. Tökum til dæmis vélarhlíf: Fyrir framan eina af stóru pressun- um mátti sjá mikinn stafla af stálplöt- um, sem allar voru eins skornar og auðsýnilega í ákveðnum tilgangi. Einni plötunni var nú rennt á keflum inn í pressuna. Við hana voru þrír menn. Þeir höfðu hver sinn þrýsti- hnapp, og voru þeir þannig samtengd- ir, að nauðsynlegt var að ýta á alla hnappana samtímis til að loka press- unni. Þetta er gert til að koma í veg fyrir, að pressunni sé lokað einhverj- um þeirra að óvörum. Margar svip- aðar öryggisráðstafanir var að finna um alla verksmiðjuna, og virtist hvergi vera til sparað, þegar öryggi var annars vegar. Það er atriði, sem við íslendingar þurfum að læra. Víða um verksmiðjuna mátti sjá stór spjöld, þar sem skráð voru með stór- um stöfum slys, sem orÖiö höfðu þann mánuöinn, og þau borin saman við slys fyrri tímabila. Það virtist vera metnaður hvers flokks að hafa sem fæst slys á sínu spjaldi, enda kvað leiðsögumaður okkar verðlaun vera veitt þeim flokkum, sem gættu sín bezt fyrir slysum. En hvað varð nú um stálplötuna okkar? AS öllum líkindum er hún horfin, en þá er bara önnur komin í hennar stað, því að hér viröist aldrei verða bið. Þegar pressan opnaðist, mátti sjá, að stálplatan hafði að miklu leyti tekið á sig lögun vélarhlífar. Hún var nú gripin með stálkjafti og henni rennt inn í aðra pressu. Ur þeirri pressu kom vélarhlífin fullmót- uð. Var auðséð, að hún hafði verið rétt sniðin, því að enginn var afgang- urinn. Hlífin var læst í öðrum stál- kjafti, og von bráðar hvarf hún sjón- um okkar upp á efri hæðina í óslitinni röð tilvonandi vélarhlífa, sem héngu neðan í endalausu færibandi. Við komum næst inn í eldsmiðjuna. Þar tók á móti okkur óþolandi hiti frá ótal mörgum ofnum, sem þar voru. í þeim voru járnin hituð, og síðan voru 78 IÐNAÐARMAL

x

Iðnaðarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.