Iðnaðarmál - 01.05.1955, Blaðsíða 18

Iðnaðarmál - 01.05.1955, Blaðsíða 18
Kynnisferðir til Bandarikjanna Fræðslukvikmyndir Framh. aj 66. bls. tíðast er um fræðslukvikmyndir hér á landi. A undanförnum árum hefur þróazt ný aðferð til þess að setja tón og tal á kvikmyndir. Er hún í því fólgin, að sett er segulbands-tónræma á filmuna, og síðan er talað inn á hana eins og hvert annað segulband. Segulbands- tónræmu má setja á hvaða filmu, sem er, og enn fremur má setja hana við hlið hinnar vanalegu ljós-tónræmu. Getur þá sama filman verið með sínu upprunalega tali (t. d. ensku) jafn- framt hinu, sem talað er inn á segul- bands-tónræmuna (t. d. íslenzku). Kostnaður við að setja segulbands- tónræmu á fihnu og tala inn á hana skýringartexta er talinn vera um % hluti af því, sem Ijós-tónræma kostar. HljóSritunar- og hljómflutnings- tæki sýningarvéla. Allar vel þekktar gerðir sýningar- véla fást nú með segulbands-hljóðrit- unar- og hljómflutningstækjum eða svonefndum magnesound-útbúnaði. Sams konar útbúnað má fá á flestar gerðir véla, þótt þær hafi upprunalega aðeins verið útbúnar fyrir Ijós-tón- ræmu. Iðnaðarmálastofnunin getur á næstunni útvegað slíkan útbúnað frá Framleiðniráði, ef óskað er (t. d. á Bell & Howell-sýningarvélar). Kvikmyndasafn. Iðnaðarmálastofnun íslands hefur í hyggju að koma upp vísi að kvik- myndasafni, þar sem til verði tækni- legar fræðslu- og kennslukvikmyndir með íslenzku tali. Mun Framleiðniráð Evrópu (E.P.A.) láta oss í té tækni- lega og fjárhagslega aðstoð í þessu efni. Vonumst vér til að geta með þessu móti látið í té verðmæta fræðslu í hinum ýmsu greinum atvinnulífsins. B. Ó. Á þessu ári hefur Iðnaðarmálastofnun ís- lands liaft milligöngu um utanferðir Islend- inga, sem boðnir hafa verið til Bandaríkj- anna af Tækniaðstoð Bandaríkjastjómar (Foreign Operations Administration) og Framleiðniráði Evrópu (European Produc- tivity Agency). Starfsemi þessi er liður í heildaráætlun stofnunarinnar um hagnvta og tæknilega fræðslu. Fyrsti hópurinn fór héðan 28. júlí s.l. í boði F.O.A. til að kynna sér öryggismál. Forntaðiir hópsins var Þórður Runólfsson öryggismálastjóri, en með honum fóru þeir Benedikt Jónsson og Bjarni Jónsson, báðir fulltrúar Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Eru þeir félagar nýkomnir heim úr ferð þessari. Gunnar Friðriksson, forstjóri Sápugerðar- innar Friggjar, fór héðan áleiðis til Parísar hinn 2. september í boði E.P.A. Eftir nokk- urra daga dvöl í París hélt Gunnar til Bandaríkjanna ásamt hópi fulltrúa frá hin- um ýmsu aðildarríkjum E.P.A. í Evrópu til að kynna sér dreifingu á neyzluvörum efna- iðnaðar og þau vandamál, sem við er að etja í þeim efnum. Hinn 13. september fór héðan sex manna hópur verkalýðsleiðtoga í boði F.O.A., og munu þeir dveljast í Bandaríkjunum um sex vikna skeið. Mönnum þessum verður gefinn kostur á að kynna sér verkalýðsmál, vinnuskilyrði og tilhögun, fyrirkomulag trygginga o. fl. Sendinefndin er skipuð þeim Eggert Þorsteinssyni, alþingismanni og for- manni Múrarafélags Reykjavíkur, Friðleifi I. Friðrikssyni, formanni Vörubílstjórafé- lagsins Þróttar í Reykjavík, Jóni F. Iljartar, varaformanni Verkalýðsfélagsins Skjaldar á Flateyri, Ragnari Guðleifssyni, formanni Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, Sigurjóni Jónssyni járnsmið og Þorsteini Péturssyni fulltrúa, en hann er formaður sendinefndar. Með nefndinni fóru sem leið- sögumenn og túlkar Bragi Ólafsson, for- stjóri Iðnaðarmálastofnunar Islands, og Guðni Guðmundsson menntaskólakennari. Sama dag fór einnig þriggja manna hóp- ur til að kynna sér stjórnun og skipulagn- ingu lítilla fyrirtækja í Bandaríkjunum. Menn þessir voru Ásgeir Bjarnason fulltrúi, tilnefndur af Vinnuveitendasambandi Is- lands, Kristleifur Jónsson gjaldkeri, til- nefndur af Sambandi ísl. samvinnufélaga, en hann er formaður hópsins, og Pétur Sæ- mundsen viðskiptafræðingur, tilnefndur af Félagi ísl. iðnrekenda. Þá hefur og F.O.A. boðið til kynnisfarar fulltrúum Alþingis og vinnuveitenda til Bandaríkjanna. Tilgangur farar þessarar er að gefa þátttakendum tækifæri til þess að kynnast af eigin raun þeim hag, sem at- vinnulíf Bandaríkjanna hefur liaft af frain- kvæmd franileiðnihugsjónarinnar og helztu iðngreinar þeirra hera glöggt vitni um, svo að þátttakendur megi sjálfir álykta, hver not atvinnulíf vort geti haft af framkvæmd þessarar hugsjónar til þess að skapa meiri velmegun og bætt lífskjör hér á landi. I sendinefndinni eru Ingólftir Jónsson við- skiptamálaráðherra, formaður nefndarinn- ar, Emil Jónsson alþingismaður, Halldór Ásgrímsson alþingismaður, Pétur Ottesen alþingismaður, Sveinn Valfells forstjóri, fulltrúi Félags ísl. iðnrekenda, Erlendur Einarsson forstjóri, fulltrúi Sambands ísl. samvinnufélaga, Eggert Kristjánsson stór- kaupmaður, fulltrúi Verzlunarráðs íslands, Kjartan Thors framkvæmdastjóri, fulltrúi Vinnuveitendasainbands íslands, og Björg- vin Frederiksen framkvæmdastjóri, fulltrúi Landssambands iðnaðarmanna. Sendinefnd þessi fór héðan áleiðis til Bandaríkjanna 16. september nema þeir Ingólfur Jónsson ráð- herra og Pétur Ottesen, sem urðu að fresta för sinni til 30. sept. vegna anna. Strax og þeir koma til Bandaríkjanna, nuinu þeir sameinast hópnurn, sem þá mun eiga eftir að dveljast um tvær vikur vestra. Ilinn 23. september fór til sex vikna dval- ar í Bandaríkjunum sex manna hópur í boði F.O.A. Sendinefnd þessari mun gefinn kost- ur á að kynna sér sölu og dreifingu matvæla þar í landi. Þátttakendur eru Þorvaldur Guðmundsson kaupmaður, formaður nefnd- arinnar, Gunnar Theodórsson arkitekt og Magnús Jóhannsson kaupmaður, allir til- nefndir af Verzlunarráði íslands og Sam- handi smásöluverzlana. Þá voru tilnefndir af Sambandi ísl. samvinnufélaga þeir Leifur Þórhallsson deildarstjóri, Gunnar Þorsteins- son byggingafræðingur og Guðjón Guðjóns- son kjötbúðarstjóri. I nóvember næstkomandi mun fara liéðan fjögurra manna hópur til sex vikna dvalar í Bandaríkjunum í þeim tilgangi að kynna sér bygginga- og mannvirkjagerð þar í landi. Menn þessir eru Þórir Baldvinsson húsameistari, fulltrúi Teiknistofu Landbún- aðarins, formaður sendinefndar, Gísli Hall- dórsson arkitekt, fulltrúi Reykjavíkiirbæjar, Jósef Reynis arkitekt, fulltrúi skipulags- stjóra, og Karl Sæmundsson húsasmíða- meistari, fulltrúi Landssambands iðnaðar- manna. R. Á. 82 IÐNAÐARMAL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.