Iðnaðarmál - 01.01.1956, Síða 6
í byrjun febrúar þ. á. kom út
skýrsla um starfsemi Iðnaðarmála-
stofnunar Islands á árinu 1955. Fara
hér á eftir nokkur helztu atriði henn-
ar:
A miðju sumri 1955 samdi iðnað-
armálaráðherra, Ingólfur Jónsson,
starfsreglur fyrir stofnunina, en í
þeim var m. a. kveðið á um, að stofn-
unin skyldi stuðla að aukinni eflingu
iðnaðar og vörudreifingar í landinu.
Fimm manna nefnd skyldi hafa á
hendi stjórn stofnunarinnar. I henni
eiga nú sæti: Páll S. Pálsson formað-
ur, Björgvin Frederiksen, Kristjón
Kristjónsson, Magnús Brvnjólfsson
og Óskar Hallgrímsson. í desember
s.l. lagði iðnaðarmálaráðherra fram
frumvarp til laga um Iðnaðarmála-
stofnun íslands. Liggur það fyrir Al-
þingi, þegar þetta er ritað.
í lok ársins 1955 störfuðu 7 manns
við stofnunina.
Til fulls var gengið frá húsnæði
því, er stofnunin hefur yfir að ráða í
nýja iðnskólahúsinu í Reykjavík, og
hefur hún því nú til afnota sex rúm-
góðar stofur. Unnið var stöðugt að
því að koma upp tæknibókasafni, og
voru m. a. keyptar bókahillur úr stáli
og þær settar upp. Við safnið bættist
fjöldi bóka, og nam andvirði þeirra
um 50 þúsund krónum.
Stofnunin veitti mörgum aðilum
margvíslega tæknilega þjónustu og
aðstoð og vann að nokkrum meiri
háttar verkefnum fyrir hið opinbera.
Fyrir milliþinganefnd, sem fjallar
um viðfangsefnið: „Heildaráætlun
utn jafnvægi í byggð landsins“, var
tekin saman skýrsla um nokkur tiltek-
in atriði í sambandi við árstíðabund-
ið atvinnuleysi og hugsanlegar úrbæt-
ur. Var í skýrslunni fjallað um skil-
yrði til löndunar afla úr togurum á
Vestfjörðum, Norðurlandi og Aust-
fjörðum, niðursuðuverksmiðjur,
prjónlesframleiðslu, veiðarfæragerð,
stóriðnað utan Reykj avíkur og skipa-
smíða- og viðgerðarstöðvar.
Lokið var við skýrslu um orsakir
þurrafúa í fiskiskipum og varnir gegn
honum. Kemur skýrslan væntanlega
út á næstunni.
Haldið var áfram athugunum á
tæknilegum og rekstrarlegum grund-
Sérfræðingar
fjöldi
í verzlun .................. 11
í iðnaði og öðru .... 3
Samtals 14
velli hugsanlegrar saltvinnslu með
hagnýtingu jarðhitans í Krýsuvík.
Hér að framan er aðeins drepið á
nokkur meiri háttar verkefni, sem
stofnunin tók að sér. Auk þeirra voru
skráðar 115 beiðnir um aðstoð. Sem
dæmi um slíkar beiðnir og afgreiðslu
þeirra má nefna eftirfarandi:
Trésmiðju úti á lar.di voru veittar
allýtarlegar upplýsingar um timbur-
þurrkun innanhúss og gerð teikning
af þurrkunarklefa, þar sem notaður
var hverahiti til upphitunar.
Gerðir voru uppdrættir að húsa-
skipan og fyrirkomulagi véla og tækja
í nokkrum verksmiðjum.
Fyrirtæki var aðstoðað við að
koma upp framleiðsluspjaldskrár-
kerfum.
Margir innlendir aðilar, sem hugð-
ust setja á stofn iðnfvrirtæki og
þörfnuðust upplýsinga um erlenda
vélaframleiðendur o. þ. h., leituðu til
stofnunarinnar, og var þeim veitt um-
beðin aðstoð.
Iðnaðarmálastofnunin hafði milli-
göngu um, að íslendingar hagnýttu
sér að nokkru þá sérfræðilegu aðstoð,
sem Framleiðniráð Evrópu lætur að-
ildarríkjum Efnahagssamvinnustofn-
unarinnar í té, og komu til landsins
samtals 13 sérfræðingar ráðsins í
verzlun og iðnaði, auk tæknilegs
ráðunauts í notkun sýnitækja við
kennslu. Hér fer á eftir yfirlitstafla
yfir fjölda sérfræðinganna, dvalar-
daga, fjölda fluttra fyrirlestra og á-
heyrenda.
Dvalardagar Fjöldi fluttra Áheyrendur
samtals fyrirlestra um
187 46 770
24 2 65
211 48 835
Þá hafði stofnunin milligöngu um
utanferðir Islendinga til Evrópu og
Bandaríkjanna að tilhlutan Tækniað-
stoðar Bandaríkjastjórnar og Fram-
leiðniráðs Evrópu. Voru utanferðir
þessar liður í starfsemi stofnunarinn-
ar, sem miðar að því að veita mönn-
um hagnýta og tæknilega fræðslu.
Þátttakendur í ferðunum kynntu
sér m. a. öryggismál, bygginga- og
mannvirkj agerð, stjórn og skipulagn-
ingu lítilla fyrirtækja, verkalýðsmál
o. fl.
Samtals fóru utan 34 menn, og var
samanlagður dvalartími þeirra er-
lendis um 1272 dagar.
f sambandi við komu sérfræðing-
anna í smásölu, heildsölu og vöru-
geymslu voru þýddir og fjölritaðir
24 fyrirlestrar og fundargerðir, sam-
tals 166 blaðsíður.
Stofnunin á tvær kvikmyndasýn-
ingarvélar, sem lánaðar eru félags-
samtökum ásamt kvikmyndum eftir
beiðni. Á árinu voru sýndar samtals
67 kvikmyndir, flestar um iðnað, fyr-
ir 23 aðila, og voru áhorfendur 1435.
G. H. G.
2
IÐNAÐARMÁL