Iðnaðarmál - 01.01.1956, Page 7
r >
Starfsemi IMSÍ 1955 ..........
Stöðlun, forustugrein ........
Þorbjörn Sigurgeirsson: Notkun
kjamorku og geislavirkra efna
Magnús Jóhannsson: Fræðslu
kvikmyndir og segulhljóð
ritun .......................
Loftur Loftsson: Timburþurrk
un innanhúss.................
Vinnufata- og skjólfatagerð . .
Framleiðsla og lagning góli
dúka.........................
W. J. Scheffer: Aukin fram
leiðni í frystihúsi..........
Plasthúð til hlífðar og ryð
varnar ......................
I stuttu máli................
Forsíðumynd:
Frá Vinnufatagerð
íslands h.f.
Stúlka að sauma
saman skinnfóður
í kuldaúlpu.
Myndina tók
Hjálmar R.
Bárðarson.
Baksíða: Llr tæknibókasafni IMSI.
Myndina tók Andrés Kolbeinsson.
Endurprentun háð leyfi útgefanda.
Ritstjórn:
Guðm. H. Garðarsson,
Loftur Loftsson,
Sveinn Bjömsson (ábyrgðarm.j.
Utgefandi:
Iðnaðarmálastofnun íslands,
Iðnskólahúsinu,
Skólavörðutorgi, Reykjavík.
Pósthólf 675. Sími 82833—4.
Áskriftarverð kr. 100,00 árg.
PRENTSMIÐJAN HÓLAR H-F
2
3
4
6
8
10
14
15
18
19
Iðnaðarmál
3. ÁRG. 1956 . 1. HEFTI
STÖÐLUN
Á síðari árum hafa oft heyrzt raddir um það, að hér beri að taka
upp stöðlun (standardiseringu) svo sem í nágrannalöndum vorum.
Eins og mörgum er kunnugt, er tilgangur slíkrar starfsemi einkum sá
að samhæfa og samræma með reglum, sem samkomulag næst um,
eiginleika framleiðslu ýmiss konar, mál, vog, merkjatákn og prófun-
araðferðir, svo að eitthvað sé nefnt. Auðveldar þetta jafnan viðskipti
framleiðenda, dreifenda og notenda, og er stundum allt að því óhjá-
kvæmilegt. Nærtækt dænii um þetta er skrúfugangur á ljósaperum og
lömpum. Augljóst er, að afleiðingin verður m. a. sú, að tegundum
fækkar og framleiðslukostnaður lækkar, enda er leikurinn ekki sízt
til þess gerður. Yfirleitt eru staðlar ekki lögboðnir, og binda þeir því
ekki hendur manna, eins og sumir virðast halda. Má minnast þess, að
náttúran sjálf beitir stöðlun í ríkum mæli og að hið talaða mál er
fólgið í kerfisbundinui notkun hljóðtákna — staðlaðra tákna.
Svo sem kunnugt er, hefur verið ráðgert, að staðlasetning hér á
landi verði í höndum Iðnaðarmálastofnunar íslands. Að vísu er það
svo, að í öðrum löudum hefur yfirleitt verið komið á fót sérstökum
stofnunum til að sjá um staðlasetningu, en í fámennu landi sem okkar
verður það varla talið óeðlilegt, að hún sé sameinuð annarri skyldri
starfsemi.
Stöðlun er allumfangsmikil og tímafrek starfsemi, sem verður að
byggjast upp á traustum og varanlegum grundvelli. Notkun staðla er
ekki bundin við iðnað eingöngu, lieldur eru þeir einnig notaðir í öðr-
um atvinnugreinum. Yfirleitt er það svo, að tillögur um setningu
staðla koma í hverju einstöku tilfelli frá atvinnuvegunum. Síðan er
það lilutverk þeirrar stofnunar, sem sér um staðlasetningu, að skipa
nefnd sérfræðinga, framleiðenda, dreifenda og notenda eftir því, sem
tilefni er til hverju sinni, til þess að fjalla um, hversu staðallinn skuli
úr garði gerður, leiðbeina þessum aðilum í starfi þeirra og loks að
gefa út hinn endanlega staðal. Geta má þess, að í Bretlandi eru starf-
andi um 2400 nefndir af þessu tagi, en brezka staðlastofnunin var
sett á fót árið 1901.
Iðnaðarmálastofnunin hefur aflað sér staðla næstu nágrannaþjóð-
anna, og standa vonir til, að undirbúningi að setningu íslenzkra staðla
Framh. á 14. bls.
IÐNAÐARMÁL
3