Iðnaðarmál - 01.01.1956, Qupperneq 8

Iðnaðarmál - 01.01.1956, Qupperneq 8
Þorbjörn Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins, varð magister í eðlisfræði við Hafnarháskóla 1943. Vann hann síðan eitt ár að atómrannsóknum við eðlisfræðistofnun sænska vísindafélagsins, og á ár- unum 1945—1947 stundaði liann geimgeislarannsóknir við háskólann í Princeton í Bandaríkjunum. íslenzk nefnil stnfnselt til að fjalla um Mui! kiarnorku od íeislavirkra efua Erindi flutt á stofnfundi KjarnfrœSanefndar Islands 25. fanúar 1956 a/ÞORBIRNI SIGURGEIRSSYNI jyrir hönd undirbúningsnefndar landsnefndar Islands í A. 0. R. til stofnunar kjarnfrœSanefndar. Hinn 25. janúar s.l. var haldinn í Reykjavík stofnfundur nefndar til að hafa forgöngu um og greiða fyrir hagnýtingu kjarnorku og geislavirlcra efna í þágu atvinnuvega, læknavísinda og hvers konar rannsókna hér á landi. Á fundi þessum flutti Þorbjörn Sigurgeirsson eðlisfræðingur erindi það, sem hér er birt með góðfúslegu leyfi höfundar. Fjallar erindið um hlutverk hinnar nýju nefnd- ar, sem hlaut nafnið Kjarnfræðanefnd Islands. Aðilar að stofnun nefndarinnar voru ýmsar stofnanir, þar á meðal IMSÍ. Það má segja, að ný öld sé hafin, kjarnorkuöldin, og vonast Iðnaðarmál til að geta öðru hverju flutt lesendum sínum fróðleik, sem snertir vonir og viðhorf okkar Islendinga til hinnar nýju aldar. Við nálgumst nú hröðum skrefum þann tíma, að kiarnorkuver taka við af kola- os; olíustöðvum til framleiðslu rafmagns. Hin öra þróun, sem fram- undan er, mun koma mörgum að ó- vörum eftir hægagang síðustu 10 ára, en við stöndum nú á tímamótum. Hingað tiJ hefur verið litið á hin kjarnaklevíu ef.v.i fyrst og fremst sem sprengiefni, en í framtíðinni verða þau skoðuð fyrst og fremst sem elds- neyti. í flestum löndum hefur verið kom- ið á fót nefndum eða stofnunum til að sinna þessum málum, og þess virðist einnig þörf hér. Að vísu eigum við því láni að fagna, að land okkar er auðugt af orkulindum og ekki líklegt, að við þuríum að reisa kjarnorkuver til framleiðslu rafmagns í náinni framtíð. Þó verður ekkert fullyrt um 4 þetla mál, og vel má vera, að kjarn- orkuknúin skip hafi bætzt í íslenzka skipaflotann eftii nokkra áratugi. En hagnýting kjarnorkunnar hefur marg- ar fleiri hliðar en orkuvinnsluna eina, og má telja víst, að áhrifa kjarnorku- aldarinnar gæti hér á þessu landi sem annars staðar. Með smíði kjarnorkuvera í stórum stil skapast nýir atvinnuvegir, og efni, sem áður voru gagnslítil, verða eftir- sótt. Má þar nefna úraníum, þóríum, beryllíum og þangt vatn. Um þunga vatnið hefur ísland sérstöðu. Þungt vatn er unnið úr venjulegu vatni, svo að enginn hörgull er á hráefninu. Auk þess er vinnslan mjög orkufrek, eink- um að því er varðar gufu, en það gef- ur íslandi sérstöðu um framleiðslu á þungu vatni vegna hinnar ódýru hveragufu. Frarnleiðsla á þungu vatni er iðnaður, sem samræmist mjög vel okkar staðháttum. Afurðirnar eru svo verðmætar (um 1000 kr. kílóið af þungu vatni), að flutningskostnaður er hverfandi. Það virðist því engin fjarstæða, að hagnýta megi á þennan hátt orku hverasvæða, jafnvel þeirra, sem liggja inni í óbyggðum. í öðrum löndum fer notkun geisla- virkra efna sívaxandi, bæði til rann- sókna, iðnaðar og lækninga. Rann- sóknaraðferðir þær, sem nota geisla- virk efni, taka að ýmsu leyti öðrum aðferðum langt fram. Þannig gera geislavirkar áburðartegundir fært, ekki aðeins að rannsaka, hversu mik- inn áburð plönlurnar taka til sín, heldur einnig að finna, hvaðan áburð- urinn kemur, hversu vel plönturnar nýta áburð, sem borinn er á á vissum tíma, og að hve miklu leyti þær nýta áburð, sem fyrir var í jarðveginum, og hvar áburðarefnin setjast að í plöntunni á hverj um tíma. Fóðrun með geislavirkum fóður- efnum gerir ekki aðeins mögulegt að rannsaka, hvaða áhrif fóðrið hefur á vöxt og þroska tilraunadýranna. Hún gerir mögulegt r.ð fylgjast með, hve mikill hluti fóðurefnanna sezt að í líkamanum og hve mikill liluti berst burt með úrgangsefnum. Hún gerir mögulegt að rannsaka, hve mikið hver einstök fóðurtegund stuðlar að vexti hvers líffæris fyrir sig, og á þennan hátt má einnig finna, hve lengi hin ýmsu efni staldra við í vefjum líkam- ans, áður en þau yfirgefa líkamann IÐNAÐARMAL

x

Iðnaðarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.