Iðnaðarmál - 01.01.1956, Qupperneq 19
Eftirfarandi grein er þýdd úr tímaritinu „Food Engineering", nóvember-
hefti 1955. Höfundur hennar er W. J. Scheffer, verksmiðjustjóri hjá Sea-
brook Farms Co., New Jersey.
Aukín framleíðní í frystíhúsí
Frystihúsi nokkru í Bandaríkjunum, Seabrook Farms Co., tókst að margfalda
afkastagstu sína ón þess að þurfa að stækka húsrými. Allar breytingar, sem
að þessu lutu, voru gerðar að undangengnum nákvæmum rannsóknum á allri
vinnutilhögun, einkum með tilliti til vinnuaðferða og tímaþarfa einstakra
vinnuþátta.
Helztu kostir hins nýja fyrirkomulags eru þessir:
1. Framleiðslan hefur meira en tvöfaldazt, þótt húsrými hafi ekki verið aukið.
2. Starfsfólkið hefur bætt afkomu sína með auknum starfsverðlaunum.
3. Vinnutöf við sjálfa hraðfrystinguna var áður mikil, en er nú sögð óveruleg.
4. Aukin trygging vörugæða.
5. Kostnaður við meðferð tómra kassa hefur minnkað um 15 þúsund dali á
ári.
Upphafið að endurbótum þeim,
sem lýst verður hér á eftir, var það,
að sérfræðingar voru ráðnir til að
framkvæma í náinni samvinnu við
verkfræðideild fyrirtækisins rann-
sóknir á allri vinnutilhögun í frysti-
húsinu. Var að sjálfsögðu lögð mikil
áherzla á að rannsaka, hve mikill
tími fór í einstök verk og verkþætti,
svo að unnt væri að gera sér grein
fyrir, hvar helzt þyrfti að endurbæta
aðferðir og fyrirkomulag.
Fyrsti áfangi rannsóknanna beind-
ist einkum að vinnuaðferðum, allt frá
því, að matvælin voru fullpökkuð til
frystingar og þar til kassar voru
komnir í frystigeymslu og tilbúnir til
afgreiðslu. Aður en rannsóknum og
umbótum verður lýst nánar, er rétt
að gera stutta grein fyrir vinnutilhög-
un og aðstæðum eins og þær voru,
áður en breytingarnar fóru fram.
Innpökkuðum matvælum, sem
komu úr innpökkunarvél, var raðað
með handafli á bakka í þrjár tíu-
stykkja raðir, og síðan var pökkun-
um staflað í grindur og ekið að
„Bird’s Eye“ hraðfrystitækjunum.1
1) Sams konar tæki eru notuð í frysti-
húsum hérlendis. Aths. IMSÍ.
Þrjá menn þurfti til að aka bakka-
grind með hinum innpökkuðu mat-
, vælum að frystideild-
Eldm . . - , ,,
, . , , mni. Þar voru bakk-
fyrirkomulag
arnir teknir úr grind-
unum með handafli og þeim hlaðið
sjö saman á renniband, sem flutti þá
meðfram hliðum plötufrystanná. Þá
var hverjum hlaða ýtt að þeim plötu-
frysti, sem næst átti að fylla.
Á milli tveggja plötufrysta, sem
opnuðust hvor á móti öðrum, stóð
einn starfsmaður, og setti hann bakk-
ana inn í plötufrystinn. Til þess þurfti
hann að lyfta hverjum bakka úr hlað-
anum, bera hann að frystinum, lyfta
honum eða lækka í rétta hæð, áður en
liann ýtti honum inn á milli platnanna
í frystinum.
Þegar búið var að hlaða frystinn,
var frystiplötunum þrýst að og dyr-
unum læst.2 Jafnlangan tíma tók að
tæma klefana og að hlaða þá.
Þegar hraðfrystingunni var lokið,
voru bakkarnir með fyrstu pökkun-
um teknir út úr klefanum og þeim
staflað sjö saman á annað færiband,
samhliða hinu fyrra, en staðsett hin-
um megin við frystiklefaröðina. Stöfl-
unum var síðan ýtt inn á teinabraut,
sem flutti þá að kössunardeildinni.
2) Hér á landi eru yfirleitt ekki dyr fyrir
frystiklefum. Aths. IMSI.
Myndin sýnir bakkagrindur, sem jlytja ákveðið magn a/ pökkuðum matvœlum að frystin-
um. Grindur þessar fylla upp í dyrnar á jrystiklefunum. Auðvelt er að losa úr grindunum í
frystihóljin, þar sem 90 pökkum á þremur bökkum er ýtt inn í hólfin með einu léttu átaki.
IÐN AÐARMÁL
15