Iðnaðarmál - 01.01.1956, Side 20

Iðnaðarmál - 01.01.1956, Side 20
Áætlun um nýja aðíerð Þar var pökkunum rennt aí bökkun- um (með handafli) á borð. Síðan röðuðu pökkunarmenn þeim í kassa. Þegar sá tími, sem fór í að koma matvælunum í og úr hraðfrystinum, var tekinn með skeiðúrum og vinnu- lag starfsmanna athugað gaumgæfi- lega, kom í ljós, að æðimargt mátti betur fara. Tímatafir urðu, þegar setja þurfti í einn frysti, um leið og tekið var úr öðrum, sem opnaðist beint á móti. Þannig rákust verk starfsmanna á. Þetta var lagfært með því að staðsetja hraðfrystiklefana hlið við hlið í löngum röðum, svo að allar dyr opnuðust út í einn breiðan og sameiginlegan gang. Einnig var komizt að raun um, að heppilegt væri að skipta um gerð hraðfrystitækja. Aður höfðu verið notaðir tvöfaldir plötufrystar af Bird’s Eye-gerðinni. Höfðu þeir reynzt mjög vel, þar sem minna álag er á frystivélunum vegna beins hita- flutnings við snertingu, kerfið vinnur örugglega og lítið er um vandkvæði yfirleitt við notkun þess. Þar að auki er stofnkostnaður þessara tækja lítill. Hins vegar sýndu athuganir sérfræð- inganna fram á, að of mikinn tíma tók að opna og loka frystiklefunum, ef borið var saman við þann tíma, sem fór í að hlaða þá og tæma. Hlut- falli þessu, sem var á milli þess að opna og loka annars vegar og hlaða og tærna hins vegar, var breytt í hag- stæðara horf með því að taka í notk- un Amerio-frystiplötutæki, en það eru Bird’s Eye-tæki í endurbættri mynd. Amerio-tækin geta fryst 1500 pakka í einu, en áður var aðeins unnt að frysta 900 pakka. Á sama gólfrými og 44 hraðfrysti- tæki af gömlu gerðinni höfðu staðið, var nú komið fyrir 77 nýjurn tækjum af Amerio-gerðinni, og á þann hátt voru afköstin jafnframt aukin um meira en 150% frá því, sem áður var. Þegar nýjum og stærri hraðfrysti- klefum var bætt við, þurfti að fá mun hraðgengari innpökkunarvél, og þá leiddu athuganir á tíma og vinnu- hreyfingum í ljós, að breyta þurfti áfyllingu bakkanna. Bakkar þessir voru af nýrri gerð, útbúnir með milli- gerð, svo að pakkaraðirnar haldast aðskildar (sjá mynd), en hvert hólf bakkans er sniðið fyrir 1 punds (Ibs.) pakkastærð. Áður voru bakkarnir settir við enda færibands, sem afgreiddi pakka úr innpökkunarvél. Með því að þetta gekk hægt fyrir sig, gat starfsmaður rennt tíu pökkum á bakkann og fært hann til, svo að næsta röð kæmist fyr- ir. Tvenns konar umbætur þurfti að gera til að hafa undan hinni hrað- gengu innpökkunarvél. Fyrst var sett upp annað færiband þvert vfir bakka- stæðin. Með því að hafa hraða þessa færibands meiri en hraða færibands- ins, sem flytur frá innpökkunarvél- inni, raðast nú pakkarnir upp fyrir framan starfsmanninn og jafnframt verður nægilegt bil á milli síðasta pakkans og þess, sem næst kemur á bandinu. Þannig fær starfsmaðurinn ráðrúm til að taka hverja tíupakkaröð og renna henni inn í raufina á bakkan- um. Hið eina, sem gera þurfti til þess, að pakkaröðin rynni auðveldlega inn á bakkann, var að lækka borðið, þar sem bakkarnir voru fylltir. Nákvæmlega jafnmargir bakkar og komast í einn plötufrysti eru síðan settir með handafli í hjólagrindur og ekið að frystunum. Einnig þótti rétt að breyta gerð flutningsgrindanna, þegar nýju frysti- tækin voru sett upp. Þótt burðarþol flutningsgrindanna væri þannig auk- ið úr 900 í 1500 pakka, jókst vinnu- byrðin hvergi. Ástæðan fyrir því er, að nú eru grindurnar fluttar að frysti- tækjunum á trillum, sem knúnar eru rafmagni frá rafhlöðum. Þannig kemur einn maður og raf- knúin trilla í stað nokkurra þriggja manna flokka, sem fluttu vagnana áð- ur fyrr. Margt þurfti að athuga jafnóðum í sambandi við umskiptin, og nokkuð var um mistök. Um tíma var t. d. að- aláherzlan lögð á að komast að raun um, hvernig hagkvæmast væri að koma bökkunum úr flutningsgrindun- um í plötufrystana. Fyrst var reynt að hafa bakkagrindina nokkur fet frá frystinum. Þannig var unnt að fylla og tæma frystinn með mun minna erf- ið og færri hreyfingum á skennnri tíma. Þrátt fyrir þessar umbætur voru endurteknar athuganir á tíma og vinnuhreyfingum til að ganga úr skugga um, hvort enn mætti endur- bæta þessa aðferð. Þá kom í ljós, að ennþá voru framkvæmdar óþarfar vinnuhreyfingar, of miklu erfiði eytt og tímanum illa varið, enda þótt hreyfingarnar væru færri en áður. Gerðar voru frekari endurbætur á tækjum og vinnuaðferðum með þeim árangri, að nú geta þrír starfsmenn fyllt og tæmt alla hraðfrystiklefana, 77 að tölu, og eru þó ekki eins þreytt- ir í lok vinnudags eins og áður, er þeir önnuðust aðeins 44 frystiklefa. Nú skulum við sjá, hvernig þetta var framkvæmt: Fyrst voru smíðað- ar nýjar bakkagrindur, sem fylltu ná- kvæmlega út í dyrnar á hraðfrysti- klefanum. Vinkiljárnin, sem héldu uppi bökkunum, voru höfð í þeirri hæð, að unnt var að renna bökkunum beint inn á frystiplötur klefans. End- ar vinkiljárnanna í grindunum eru hafðir bognir niður á við, þannig að þeir taki betur við bökkunum, þegar verið er hlaða grindina, og ennfrem- ur til þess að bakkarnir renni örugg- lega inn á grindurnar aftur, þegar þeir eru dregnir út af frystiplötunum að frystingu lokinni. Þá var og búið til sérstakt verk- færi. sem nota má til að renna þrem- ur bökkurn samtímis inn í frystiklefa með einu léttu átaki. Þetta er stöng, og á enda hennar eru krókar, sem grípa í handföng framan á bökkunum, svo að auðvelt er að draga þrjá bakka í einu út úr plötufrystinum. I fyrstu voru gerðar tilraunir með ýmiss konar verkfæri til þess að at- huga, hvernig unnt væri að fá sem hagstæðast hlutfall milli afkastanna og þreytu verkamannsins. Reyndar voru stengur, sem ýttu allt frá tveim- ur upp í fimm bökkum í einu. Varð 16 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.