Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.09.2009, Page 9

Bæjarins besta - 03.09.2009, Page 9
FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2009 9 á 1. hæð, skrifstofa á 2. hæð og íbúðin þar fyrir ofan. Stutt að fara í vinnuna en býsna mikil stigahlaup alla daga. Það hafi með öðru alltaf haldið skrokkn- um í góðu formi. Hann nýtir hraustleikann vel og hjólar mikið og fer á göngu- skíði á veturna. Hann segir að samt sé kominn tími á draga sig í hlé frá verslunarstarfinu, enda að nálgast áttrætt og ekki laust við að tölvutæknin vilji stundum vefjast fyrir gömlum heila. Líka sé heyrnin farin að bila og oft erfitt að skilja hvað kúnninn er að segja, einkum þeir yngri hrað- mæltu. „Það er eilítið pínlegt við afgreiðslu að þurfa að marghvá eftir orðum viðskiptavinarins og biðja hann um að endurtaka.“ Miðbærinn svipminni eftir Það er mikil eftirsjá að sóma- manni eins og Gunnlaugi Jónas- syni bóksala þegar farið er í kaup- staðarferð í miðbæ Ísafjarðar. Annan eins viskubrunn um bók- menntir er erfitt að finna í dag. Það ætlunarverk hans að við- skiptavinirnir færu ánægðari út úr Bókhlöðunni heldur en þegar þeir komu inn tókst þessum ljúfa manni fullkomlega á langri starfs- ævi. Það er óskandi að verslunar- geirinn haldi sem lengst í per- sónulegt og skemmtilegt viðmót á borð við það sem Gunnlaugur að- hyllist og stundaði sjálfur alla tíð.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.