Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.05.2010, Síða 8

Bæjarins besta - 06.05.2010, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2010 ATVINNA – BÓKARI Á SKRIFSTOFU ÍSAFJARÐARBÆJAR Auglýst er laust til umsóknar starf bókara á skrifstofu Ísafjarðarbæjar að Hafnarstræti 1, Ísafirði. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem allra fyrst. Um framtíðarstarf getur verið að ræða. Leitað er eftir einstaklingi með nokkra þekkingu og reynslu af bókhaldsvinnu og æskilegt er að viðkomandi hafi stúdentspróf eða annað það nám er nýtast mun í starfinu. Launakjör ráðast af menntun og starfsreynslu umsækjanda. Umsóknarfrestur er til og með 15. maí 2010. Nánari upplýsingar um starfið má sjá á heimasíðu Ísafjarðarbæjar www.isafjordur.is eða hjá Védísi Geirsdóttur aðalbókara í síma 450-8000. Augnlæknir á Ísafirði Þóra Gunnarsdóttir augnlæknir er með móttöku á Ísafirði dagana 17 - 21. maí. Tímapantanir í síma 450 4500, á milli kl. 8,oo - 16,oo alla virka daga. Mugipapa í stjórn Cruise Europe Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar, kannski betur þekktur sem Muggi eða Mugipapa, var kjörinn í stjórn Cruise Europe samtakanna á aðalfundi þeirra í Amsterdam í vikunni. Guðmundur er fulltrúi norðursvæðis í stjórninni, þ.e. Íslands, Noregs og Færeyja, en hana skipa níu manns. Cruise Europe eru samtök 105 hafna í Vestur-, Norður- og Mið-Evrópu sem vinna saman að markaðssetningu fyrir skemmtiferðaskip. Af þeim 105 höfnum sem mynda samtökin eru fjórar á Íslandi. „Markaðssetning sem þessi hefur skilað höfnum Ísafjarðarbæjar síauknum tekjum á undanförnum áratug, en skipakomur hafa u.þ.b. fjórfaldast á þessum tíma,“ segir í tilkynningu frá Ísafjarðarbæ. kristjan@bb.is Guðmundur M. Kristjánsson hafnarstjóri.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.