Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.05.2010, Qupperneq 10

Bæjarins besta - 06.05.2010, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2010 Hvað finnst safnverðinum merkilegast? Björn Baldursson, safnvörður hjá Byggðasafni Vestfjarða. Nú fer að líða að sumri og þá fara söfnin að taka við sér. Bæjarins besta hafði samband við Björn Baldursson, safnvörð á Byggðasafni Vestfjarða, og fékk hann til að segja okkur (í öfugri röð) hvaða fimm hlutir þar safnverð- inum þykir merkilegastir. 5. Firmamerki Ásgeirsson og Stixrud „Merkið sem er gert úr hvalbeini var á Uppsalaeyri í Seyðisfirði við Ísafjarðardjúp. Þar var rekin hvalstöð á árunum 1898-1904 af Ásgeiri Ásgeirssyni kaupmanni á Ísafirði og hvalveiðimanninum Norman Stixrud undir nafninu Ásgeirsson & Stixrud. Merki þetta var gert á 50 ára afmæli Ásgeirsverslunar árið 1902.“ 4. Ílir „Þetta var um langan tíma eina öryggistæki sjómanna ásamt bárufleygnum. Ílirinn er úr skinni og var fylltur af lýsi og hampi. Ef háska bar að höndum og öldurót var mikið var ílirinn hengdur á stefni bátsins eða annars staðar eftir því hvernig sjólag var og lýsið látið vætla úr honum. Best var að hafa íli á bæði borð. Varð sjólag þá miklu betra og öldur brotnuðu ekki nærri bátnum. Sr. Oddur V. Gíslason frömuður í slysavarnamálum hérlendis sagði lýsið besta bjargráð íslenskra sjómanna og var mikill baráttumað- ur fyrir því að notkun þess yrði almenn meðal sjómanna.“ 3. Pípa úr saltvinnsl- unni í Reykjanesi „Saltvinnsla var starfrækt í Reykjanesi við Djúp á seinni hluta 18. aldar. Þessi pípa er holur trjástofn, um 15 cm í þver- mál. Hún fannst við framkvæmd- ir í Reykjanesi um miðja síðustu öld þegar unnið var við nýbygg- ingu skólans þar. Þessi pípa var notuð til að flytja sjó upp í salt- suðupönnurnar sem hingað voru fluttar frá Danmörku.“ 2. Silfurskildingur Torfa Halldórssonar skipherra á Flateyri „Þegar Torfi hélt til náms í Kaupmannahöfn haustið 1851 hafði hann með sér farareyri í lítilli skinnskjóðu. Þegar hann kom til baka vorið eftir var aðeins einn silfurdalur eftir af ferðasjóðnum, og þar hefur hann verið síðan. Þetta er sænskur ríkisdalur frá ár- inu 1790.“ 1. Gestur frá Vigur „Þessi bátur er mér mjög kær. Öll mín æskuár í Vigur var hann samofinn minni tilveru sem helsta samgöngutæki okkar eyjarskeggja. Árið 2004 var hann gerður upp og hefur síðan verið eitt af djásn- um safnsins.“

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.