Bæjarins besta - 06.05.2010, Qupperneq 13
FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2010 13
annað leikhús
leika sér úti frekar en að hanga
inni yfir tölvuleikjum eða sjón-
varpi og í þetta sinn höfðu þeir
félagarnir klifrað um borð í bát
sem stóð á þurru í nausti niður í
fjöru. Það var stórstraumsfjara,
strákarnir uggðu ekki að sér og
skyndilega er báturinn orðinn
umflotinn þegar stórstraumsflóð-
ið kemur nokkuð hratt inn. Þeir
verða eitthvað smeykir og þora
ekki að vaða í land. Þá ber að
einhver velmeinandi hjón sem
verður svo um að sjá drengina í
þessari ægilegu sjálfheldu að þau
hringja í neyðarlínuna. Lögregl-
an kemur á fullu gasi og skipar
drengjunum að vaða í land, sem
þeir og gerðu sér að meinalausu.
Urðu varla pungblautir en var
auðvitað skítkalt og báru sig
aumlega. Löggan keyrði þá svo
heim, eins og henni ber að gera
og þar með héldum við að málinu
væri lokið. En, nei nei, ekki al-
deilis, þá tekur kerfið við sér.
Lögreglunni ber væntanlega að
semja skýrslu um Málið, með
stórum staf, og af því að þetta
snýst um afskipti hennar af börn-
um ber henni væntanlega að láta
barnaverndarnefnd vita og barna-
verndarnefnd þarf að fjalla um
þetta stórmál á fundi. Þetta svaka-
lega alvarlega mál, tólf ára strákar
að leika sér niðri í fjöru. Í fram-
haldinu fáum við síðan sent bréf
þar sem okkur er formlega til-
kynnt að barnaverndarnefnd hafi
nú fjallað um þetta mál og komist
að þeirri niðurstöðu að ekki sé
ástæða til að aðhafast frekar – að
sinni – en viljum við fá aðstoð
vegna þessa máls þá getum við
hringt í tiltekinn félagsráðgjafa.
Ég varð alveg orðlaus. Til hvers
í ósköpunum var fólkið að senda
okkur þetta bréf? Krakkar að
leika sér í fjörunni, búið, næsta
mál. En svona hafa nú tímarnir
breytst síðan maður lék sér allt
að því allan sólarhringinn í dokk-
unni heima.“
Dæmdur í hæstarétti
Þetta er samt ekki í fyrsta sinn
sem þú kemst í tæri við yfirvöld,
eða hvað?
„Tja, kannski ekki alveg nei,
ég er t.d. dæmdur útvarpsglæpa-
maður. Með hæstaréttardóm á
bakinu hvorki meira né minna.
Þannig er mál með vexti að í
allsherjarverkfalli BSRB árið
1984 lágu útsendingar Ríkisút-
varpsins niðri og Árni Búbba,
Úlfar í Hamraborg og fleiri góðir
menn fengu þá stórkostlegu flugu
í höfuðið að setja upp útvarpsstöð
á Ísafirði. Meintar ólöglegar út-
varpsstöðvar spruttu upp á þess-
Ljósm: Spessi.