Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.05.2010, Qupperneq 16

Bæjarins besta - 06.05.2010, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2010 Hrun lýðræðis Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Stakkur skrifar smáar Voðaatburðir þeir sem orðið hafa á Íslandi eftir aldamótin og rekja má beint til einkavæðingar ríkisbankanna eru svo skelfilegir að samfélagið virðist ekki ætla að hafa burði til að taka á þeim mönnum sem af fullkomnu siðleysi og græðgi stofnuðu lífi samborgara sinna í fjárhagslegan voða. Það ógeðfellda er að þessir menn eru gersneyddir siðferðiskennd og sjá ekkert að gerðum sínum. Þvert á móti halda þeir áfram að gera lítið úr þeim samborgurum sínum sem nú berjast við að halda eignum sínum og reyna um leið að halda reisn sinni í samfélaginu. Þessir afar óviðkunnanlegu menn sem eru ógeðfelldir á þann hátt að BB yrði sennilega stefnt fyrir meiðyrði ef venjulegt vestfirskt tungutak yrði notað um hátterni þeirra og algera vöntun á sómatil- finningu eru svo órafjarri veruleika venjulegra Íslendinga með skuldir sínar og afborganir að þeim er ekki einu sinni vorkunn. En þeir líkt og stjórnmálamennirnir og æðstu menn stjórnsýsl- unnar sem standa áttu vaktina bera að eigin sögn enga ábyrgð á því sem verk þeirra leiddu af sér, hvað þá að þeir geti verið sekir um afglöp. Lögbrot hvarfla ekki að þeim. Þegar heimsstyrjöldinni seinni lauk var efnt til réttarhalda í Nurnberg í Þýskalandi til þess að gera upp voðaverk nasismans. Ekki er verið að líkja þessum voðaverkum þessara manna, sem litu á bankana sem veskið sitt eða foreldra sem hægt væri að sækja endalausa vasapeninga til svo halda mætti veislunni áfram, við nasista. En íslenska þjóðin þarfnast uppgjörs ekki síst vegna þess að hún mun gjalda óþokkabragða útrásarfantanna um langan tíma. Það mun hún gera fjárhagslega og margir munu ekki rísa upp aftur verði ekkert aðhafst eins raunin hefur verið. En hún mun einnig gjalda fyrir skert siðferði og meint lögbrot sem ekki virðast neinir samfélagslegir burðir til að taka á. Nú þegar er reiði þeirra sem eru að missa allt sitt mikil. En verði þessi óþverralega starf- semi látin óátalin mun hún vaxa og siðferðisbrestur verða með þjóðinni. Verst er að sjá hvernig jafnvel þeir sem stýra stjórnmála- flokkum hafa verið með lúkurnar á kafi í fjárhirslunum. Þeir eru allt of margir stjórnmálamennirnir sem svifust einskis við að raka til sín fé. Þeir eiga allir að yfirgefa vettvang stjórnmálanna og byrja þannig hreinsunina. Gildir þetta bæði um þá sem sitja á Al- þingi og þá sem sitja í sveitarstjórnum. Bregðist þeir ekki við með útgöngu þarf að hjálpa þeim til þess. Ætli þessir stjórnmálamenn að sitja áfram eftir að hafa verið gripnir með lúkurnar í sultukrukkunni verður lýðræðishrun. Það verður erfitt að byggja upp traust að nýju. Það sem blasir við okk- ur er að þetta fólk ryðjist inn á völl stjórnmálanna til að komast að kjötkötlunum og auðgast persónulega og virða um leið hagsmuni almennings einskis. Þetta fólk á að fara strax. Lýðræði þessara lánagráðugu stjórnmálamanna hvar í flokki sem þeir standa er einskis virði. Þeir senda okkur kjósendum langt nef. Það er fullkomin vanvirða við lýðræði að þeir sitji áfram. Siðvæða verður stjórnmálin svo ekki verði viðvarandi hrun lýðræðis á Íslandi. Halldór Halldórsson bæjar- stjóri Ísafjarðarbæjar hefur óskað eftir afstöðu bæjarráðs til þess hvort ekki mega auglýsa Gamla kaupfélagshúsið á Þingeyri til sölu að nýja og/eða ganga til samninga við þá sem buðu í húsið þegar það auglýst til sölu í fyrra. Forsaga málsins er sú að þann 2009 ákvað bæjarráð að fresta því að taka afstöðu til kauptil- boða í húsnæðið þar til fyrir lægi hver framtíðarstaðsetning húss- ins yrði. Í framhaldi af því var ákveðið að fá álit íbúasamtak- anna Átaks sem töldu að húsið ætti að vera áfram á núverandi stað. Ákveðið var síðan að fara í deiliskipulagsvinnu og því frest- að að taka afstöðu til tilboðanna og afstöðu íbúasamtakanna. Samkvæmt bréfi bæjarstjóra sem tekið var fyrir á bæjarráðs- fundi fyrir stuttu hefur hann feng- ið ítrekaðar fyrirspurnir um hús- ið. „Staða málsins er sú að undir- búningur að deiluskipulagi stend- ur yfir. Vinnan er í höndum lands- lagsarkitekts sem búsettur er á Þingeyri. Halda þarf opinn fund á Þingeyri til að fá fram afstöðu íbúanna og sem flestar hugmynd- ir. Þ.á.m. hver er besta staðsetn- ingin fyrir Gamla kaupfélagið,“ segir í bréfi Halldórs. Bæjarstjóri veltir því líka fyrir sér hvort nauðsynlegt sé að bíða eftir þeirri niðurstöðu. Hann spyr hvort ekki sé hægt að taka afstöðu til kauptilboðanna eða auglýsa húsið að nýju á þeim forsendum að það verðir staðsett í samræmi við endanlega deiliskipulag. „Það er mat undirritaðs að hús- ið eigi ekki að vera þar sem það er nú vegna nálægðar við salthús- ið sem nú hefur verið endurbyggt. Stutt er á milli húsanna þannig að vegna brunahættu geta skapast vandamál en ekki síður vegna þess að Gamla kaupfélagið nýtur sín ekki nógu vel þar sem það er staðsett í dag,“ segir í bréfi Hall- dórs. Bæjarráð fól bæjarstjóra að kalla eftir upplýsingum um stöðu deiliskipulagsvinnu á Þingeyri. – kristjan@bb.is Telur að Gamla kaupfélagið eigi að fara „Raforkustaða Vestfjarða kallar á brýnar aðgerðir“ Ekki er lagalega hægt að leggja Hvalárlínu til Ísafjarðar í einka- framkvæmd. Þetta er niðurstaða bréfs sem starfsmaður atvinnu- málanefndar Ísafjarðarbæjar sendi Orkustofnun varðandi möguleika á lagningu Hvalár- línu. Bréfið var lagt fram til kynn- ingar á síðasta fundi atvinnu- málanefndar. Nefndin lagði áherslu á að staða raforkumála sé slík á Vestfjörðum að það kall- ar á brýnar aðgerðir. Nefndin hafði falið starfsmanni nefndar- innar að kanna möguleika á lagn- ingu slíkrar línu og taldi forsend- ur fyrir því að hleypa verkefninu í einkaframkvæmd væru þær sömu og í tilfelli Hvalfjarðar- ganganna. „Ljóst er að mögulega mætti framkvæma þetta með svipuðum hætti og fyrirtækið Spölur lét byggja Hvalfjarðar- göng, þar sem um samfélagslegt verkefni er að ræða,“ sagði í fund- arbókun nefndarinnar fyrr á ár- inu. Eins og fram hefur komið hafa farið fram miklar athuganir á hugsanlegum virkjunarkostum á Vestfjörðum. Hefur þegar verið lagt í allmikinn kostnað við þessa vinnu og dregnar saman talsverð- ar upplýsingar sem að gagni koma. Fyrirtækið VesturVerk ehf. hefur aflað sér virkjunar- heimilda vegna mögulegrar Hvalárvirkjunar. Er það eini nýi virkjunarkostur Vestfjarða, eins og nú standa sakir, sem gæti bætt raforkuöryggi Vestfjarða og hægt væri að hefja framkvæmdir við strax án ágreinings um vatnsrétt- indi, land eða annað það er að slíkri framkvæmd snýr. Hvalár- virkjun er hins vegar ekki arðbær framkvæmd nema tengigjald virkj- unarinnar verði að fullu fellt niður. Orkubú Vestfjarða á Ísafirði. Einstaklingsíbúð til leigu, laus strax - uppl. 895 5466. 30 ára karlmaður vill komast á sjó. Hef smá reynslu. Uppl 847 0283. Fjórhjól til sölu. Gott hjól, gott verð. S: 895 9241. 4 sumardekk til sölu. Stærð: 175-65-14. uppl. 893 7280 Dagbjartur. 77m2 Íbúð til leigu í Sund- stræti, besta stað í bænum frá og með 1. ágúst. Leigist á 45 þús. Upplýsingar í 869- 6693 – Vigdís. Óska eftir lítilli íbúð á Ísafirði. Helst sem fyrst. Upplýsingar í síma 869-4713. Orflosíbúðir á Akureyri. Er með nokkrar orlofsíbúðir til leigu á Akureyri. Margir stærð- ir í boði. Allar íbúðirnar við miðbæinn. Upplýsingar verð og myndir má finna á síðunni okkar www.gistingakureyri.is eða í síma 896-3256. Gamlir skólastólar úr járni með setu og baki úr tré. Fást gefins hjá Jóni Kr. S: 456 2186, 847 2542. Aug- lýsing á borgar sig bb.is

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.