Bæjarins besta


Bæjarins besta - 09.09.2010, Side 11

Bæjarins besta - 09.09.2010, Side 11
FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2010 11 Línubáturinn Sirrý ÍS frá Bol- ungarvík setti í síðustu viku heimsmet í lönduðum afla smá- báta en heildarafli bátsins var tæp 1.729 tonn á fiskveiðiárinu sem lauk nú um mánaðarmótin. Fyrra heimsmetið átti annars bol- vískur bátur, Guðmundur Einars- son ÍS, sem landaði 1.500 tonn- um á fiskveiðiárinu 2005/2006. Afli Guðmundar Einarssonar ÍS var tæp 1.600 tonn á nýafstöðnu fiskveiðiári. Skipstjóri á Sirrý ÍS er Sigur- geir Steinar Þórarinsson og var hann að vonum ánægður þegar hann kom að landi með 7,3 tonn. Stærstur hluti aflans var ýsa og þorskur. Sirrý ÍS fór í 297 róðra á fiskveiðiárinu sem þýðir að bát- urinn hefur að meðaltali komið með 5.821 kíló að landi í hverjum róðri sem er ótrúlegur árangur hjá 15 tonna smábáti. Heimsmet hjá Sirrý ÍS Mikilvægum áfanga var náð í síðustu viku þegar bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti að bjóða út sorphirðu, urðun og förgun sorps í sveitarfélaginu. Á fundinum var tekin fyrir tillaga nefndar um sorpmál er laut að útboði á sorphirðu og sorpförgun, en nefndin hefur lagt á það áherslu við gerð útboðsgagna að náð verði fram aukinni flokkun, hagkvæmni, endurvinnslu og endurnýtingu. Sorpmál Ísafjarð- arbæjar hafa verið talsvert í um- ræðunni á síðustu árum. Ljóst er að gera þarf talsverðar endurbætur á sorpbrennslustöð- inni Funa í Engidal, eigi að reka hana áfram. Þá verða flokkun, endurnýting, jarðgerð og þess háttar förgun hátt metin við mat á tilboðum. Vonast bæjaryfirvöld til að með þessari ákvörðun verði stórt skref stigið í þá átt að eyða óvissu sem ríkt hefur í sorpmál- um Ísafjarðarbæjar um árabil og að flokkun og endurvinnsla verði stóraukin í framtíðinni í samráði og samstarfi við íbúa bæjarins. – asgeir@bb.is Samþykkt að bjóða út sorphirðu og förgun Slysatíðnin var mest á landinu Vestfjörðum á síðasta ári eða 34%. Þar á eftir kemur Vestur- land með 28% og Suðurland með 22%. Litlu lægri slysatíðni var á Norðurlandi og á Suðurnesjum. Slysatíðni á höfuðborgarsvæðinu var hins vegar næst lægst á land- inu eða 14%. Þetta kemur fram í skýrslu Sjóvá sem byggir á út- reikningum út frá markaðshlut- deild félagsins á tryggingamark- aði. „Helsta ástæða þessa er sú að umferðin er hraðari á vegum úti og því meiri líkur á slysi í kjölfar umferðartjóns sem og eru aðstæður til aksturs oft erfiðar og vegir varasamir. Er hugsan- lega gerð og ástand vega að hafa áhrif á háa slysatíðni á Vestfjörð- um?,“ er spurt í skýrslunni. Þar kemur hins vegar einnig fram að fjöldi slasaðra í umferðinni var minnstur á Vestfjörðum eða 2%. Þá var fjöldi slasaðra í umferðinni sem fyrr mestur á höfuðborgar- svæðinu eða 58% á móti 54% árið á undan. Í skýrslunni kemur fram að tjónum í umferðinni fækkaði milli ára. Fjöldi slasaðra var hins vegar mjög hár en alls slösuðust tæplega 2.600 einstaklingar í um- ferðaróhöppum árið 2009. Það er þó jákvæð þróun að alvarleg- um slysum í umferðinni fækkaði. Alls urðu tæplega 16.000 bóta- skyld umferðartengd tjón árið 2009. Auk þeirra voru skráðar tæplega 15.000 bílrúður sem brotnuðu. Einnig má reikna með óhöppum þar sem ökumenn skemmdu bíla sína en leituðu ekki til tryggingafélagsins ýmist vegna þess að þeir voru ekki kaskótryggðir eða að tjónið var það lítið að ökumenn gerðu það upp sín á milli. „Sjóvá telur áríðandi að vekja athygli á þeim vanda sem tengist aftanákeyrslum. Jafnframt þarf að fylgjast vel með fjölgun tjóna sem rekja má til truflunar við akstur eða skorts á einbeitingu. Í nýrri reglugerð um ökuskírteini og tilkomu Ökuskóla 3 er sérstak- lega getið þess að ökunemar fái sérstaka fræðslu hvað þennan þátt varðar og er það öflugri við- bót við það ökunám sem fyrir er.“ segir í skýrslunni. – thelma@bb.is Hæsta slysatíðnin á Vestfjörðum Byggðasafni Vestfjarða hefur borist góð gjöf, 11 tonna rækju- bátur sem ber heitir Magnús KE 46. Báturinn hét áður Gunnar Sigurðsson ÍS og var þá í eigu Jóns Rafns Oddssonar á Ísafirði, sem stundaði á honum rækju- veiðar til ársins 1999. Magnús KE 46 var smíðaður í Bátalóni í Hafnarfirði árið 1974. Báturinn hefur farið víða frá því hann fór frá Ísafirði, m.a. til Drangsness, Ólafsvíkur og Keflavíkur, þar sem hann var síðast. Síðustu eig- endur bátsins, Eling B. Ingi- mundarson og Þórarinn Ingi Inga- son, notuðu bátinn í skemmti- siglingar um nokkurra ára skeið. „Þetta hefur verið algjört happa- skip“ sagði Björn Baldursson safnvörður, sem sagði einnig að skipið hafi aldrei lent í vandræð- um. Báturinn er í mjög góðu ástandi og hefur verið sjófær seinustu ár. Að sögn Björns þarf aðeins að gera smávægilegar lag- færingar á bátnum svo hann sé sjófær. Báturinn verður ekki not- aður til að veiða rækju því hans framtíðarverkefni verður að sigla með ferðamenn og halda áfram sínu starfi sem skemmtibátur. Varðskipið Týr var fengið til að flytja bátinn frá Keflavík. Byggðasafnið fær bát að gjöf Björn Baldursson, Jón Rafn Oddsson og Jón Sigur- pálsson voru viðstaddir er báturinn kom til Ísafjarðar.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.