Bæjarins besta - 16.12.2010, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2010
Hafnir Ísafjarðarbæjar hafa
óskað eftir tilboðum í dýpkun á
Ísafirði og Suðureyri. Um er að
ræða dýpkun sem nemur um
35.900 m³ á Ísafirði og 7.400 m³
á Suðureyri. Dýpkun á Ísafirði
skal lokið eigi síðar en 30. apríl
og dýpkun á Suðureyri skal lokið
eigi síðar en 31. maí. Tilboð verða
opnuð þriðjudaginn 21. desem-
ber kl. 11. Lengi hefur verið beð-
ið eftir því að dýpkunarfram-
kvæmdir hefjist á Ísafirði.
Verkið var sett á frest haustið
2008 vegna efnahagsástandsins
en framkvæmdin er talin nauð-
synleg til að stór skemmtiferða-
skip geti lagst að bryggju við
Ásgeirsbakka. Aðstaðan þar er
orðin góð að lokinni nokkurra
ára endurbyggingu en stór skip
komast ekki að viðlegukantinum
vegna þröngrar og grunnrar inn-
siglingu um Sundin.
Óska eftir til-
boðum í dýpkun
Kynntar hafa verið nýjar tölur
um niðurskurð á fjárframlögum
til Heilbrigðisstofnunar Vest-
fjarða en upphaflegu tillögunum
var breytt í meðförum heilbrigð-
isráðuneytisins. Nú er gert ráð
fyrir 56,1 milljóna niðurskurði
eða 5,5% sem dreifist á árin 2011,
þegar skera á niður fyrir sem
nemur 42,1 milljón, og 2012 þeg-
ar skorið verður niður fyrir 14,0
milljónir. Upphaflegar tölur voru
194,5 milljónir eða 19,1% fyrir
árið 2011.
„Ef þessar tillögur ráðuneytis-
ins ganga eftir þá má reikna með
því að hægt verði að standa vörð
um Fjórðungssjúkrahúsið á Ísa-
firði. Hins vegar er ljóst að nið-
urskurður af þeirri stærðargráðu
sem boðaður er mun leiða til
fækkunar starfsfólks,“ segir
Þröstur Óskarsson, framkvæmda-
stjóri Heilbrigðisstofnunar Vest-
fjarða. Hann segir að unnin verði
rekstraráætlun fyrir stofnunina
nú á næstu tveimur vikum þannig
að ljóst verði fyrir áramót til
hvaða aðgerða þarf að grípa.
Niðurskurðartillögurnar fengu
hörð viðbrögð, ekki síst á Vest-
fjörðum þar sem horft var fram á
að búsetuskilyrði yrðu skert veru-
lega gengu tillögurnar eftir. Fag-
hópur á vegum Guðbjarts Hann-
essonar, heilbrigðisráðherra,
fundaði með stjórnendum og fag-
fólki á heilbrigðisstofnunum til
að leggja mat á möguleika heil-
brigðisstofnana til þess að mæta
hagræðingarkröfum samkvæmt
fjáralagafrumvarpinu. Var í kjöl-
farið ákveðið að heildar niður-
skurður á heilbrigðisstofnunum
yrði hvergi meiri en 12% á næsta
ári. – thelma@bb.is
Þurfa að fækka starfsfólki
Þrátt fyrir að verulega hafi verið dregið úr fyrirhuguðum niðurskurði hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er ljóst að fækka þarf starfsfólki.
Búið að aka nið-
ur 134 kindur
Ekið hefur verið á 134 kind-
ur í umdæmi lögreglunnar á
Vestfjörðum frá því í maí á
þessu ári. Samkvæmt taln-
ingu lögreglunnar var mest
um að ekið væri á búfé í júní
eða 41 ær og/eða lamb en næst
mest í júlí þegar ákeyrslurnar
voru 34. Þá voru þær 12 í
maí, 21 í ágúst, 16 í septem-
ber, 7 í október og 3 í nóv-
ember. Þrátt fyrir aðvaranir
lögreglu eru ákeyrslur á sauð-
fé algengar í umdæminu.