Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.12.2010, Síða 22

Bæjarins besta - 16.12.2010, Síða 22
22 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2010 Hárnæla persónulegasta gjöfin Ásta. Hún hefur aldrei haldið skipu- lagt námskeið í listgreininni, en til stóð að slíkt námskeið væri haldið á vegum Fræðslumið- stöðvar Vestfjarða nú í haust. Sökum þess að ekki náðist lág- marksfjöldi nemanda, var því frestað um hríð. Ásta hefur hins vegar kennt listina á öðrum vett- vangi, þó ekki sé um skipulagt námskeið að ræða. „ Ég hef séð um félagsstarf eldri borgara á Þingeyri síðustu sex, sjö ár, og kenndi tveimur gömlum konum þar,“ útskýrir Ásta. Hefðin að vinna listaverk úr mannshári er nokkuð gömul, en síður en svo útbreidd í dag. „Ég held að Sigríður hafi lært þetta ellefu ára gömul. Hún var þá veik heima, inni í Djúpi, og amma hennar kenndi henni þetta,“ segir Ásta. Hún bendir sömuleiðis á að fyrir nokkrum árum hafi verið haldin sýning á myndum þar sem unnið var með mannshár í Gamla sjúkrahúsinu, en þar voru listaverkin eftir gaml- ar konur. Ástu er umhugað um að kenna nýjum nemendum list- ina, svo hefðin glatist ekki alveg. Hún er hins vegar töluverð kúnst. Ásta Guðríður Kristinsdóttir, bóndakona á Hólum í Dýrafirði, kann ýmislegt fyrir sér í handa- vinnu. Auk þess að hafa sótt nám- skeið í töskugerð og ullarþæf- ingu, svo eitthvað séu nefnt, hefur hún kennt áhugasömum kúnstina að gera listaverk úr mannshári. Gömul hefð „Ég lærði þetta á Ísafirði á sínum tíma. Hún Sigríður Sölva- dóttir í Vigur kom inn á Ísafjörð og kenndi mér, við fengum inni í stofunni hjá frænku minni á Eyr- argötu 8!“ útskýrir Ásta um hvar hún lærði listina á sínum tíma. „Ég hafði séð þetta áður og hafði áhuga á að læra þetta handverk. Ég hafði þá samband við Siggu sem fannst það alveg sjálfsagt að taka mig í kennslu. Hún hældi mér mikið og sagði að ég væri mjög góður nemandi. Mörgum árum seinna hitti ég hana inni á flugvelli og þá sagði hún mér að nú ætti ég eiginlega bara að taka við af henni, hún væri að hætta þessu. Hún var þá búin að kenna mörgum hér og eitt- hvað fyrir sunnan líka,“ segir Hárrósir og laufblöð Til vinnunnar með hárið þarf tvo prjóna, annan mjög fínan og hinn aðeins grófari. Þá þarf sömuleiðis rafmagnsvír og út- saumsgarn til verksins. „Maður hefur vatn í skál hjá sér og svo er hárið bleytt vel í því. Því er svo skipt niður í lokka, hárið bleytt og svo skipt í enn minni lokka. Þeim er svo vafið utan um prjón- inn, en rafmagnsvírnum alltaf vafið inn á milli til að festa hverja lykkju fyrir sig,“ útskýrir Ásta. „Þegar það er komið vel af lykkjum á prjóninn er hægt að taka þær af og búa til rós. Þegar maður gerir laufblað þarf hins vegar að telja út hvernig þetta á að vera. Þá er byrjað á einum prjóni og öðrum svo bætt við – þannig verður vafningurinn breiðari,“ bætir hún við. Þegar búið er að útbúa rósir, laufblöð og skrúfur, eins og Ásta kallar þær, er hægt að raða stykkj- unum saman í alls kyns listaverk. „Það má bæði ramma þau inn, eða búa til eitthvað úr þeim eins og brjóstnælu eða bindisnælu,“ bendir Ásta á. Þessa tækni er þó hægt að nýta á ýmislegt annað en mannshár, eða blanda saman efnum. Silkiþræðir hafa ver- ið notaðir með sama hætti, en Ásta hefur sömuleiðis unnið með hrosshár, sem hún segir henta vel til verks- ins. „Mér áskotnaðist litað hrosshár úr sút- unarverksmiðju fyrir norðan – skærgult, bleikt og grænt – og ég vann úr því. Þegar búið að er þvo hrosshárin eru þau næstum því eins og nylon,“ út- skýrir Ásta. Aðspurð hvort einhver hárgerð henti verr en önnur til listaverka- gerðar, hvort hrokkið hár geti til dæmis reynst erfitt viðureignar, kveðst Ásta ekki hafa unnið mik- ið úr því. „Það er hins vegar svolítið vont að vinna úr tælensku hári. Það er grófara en þetta fíngerða, norræna hár og svolítið hart,“ segir hún. Þá er ekki heldur nauðsynlegt að hárið sé sítt, en Ásta segir hins vegar skemmti- legra að vinna með síðari lokka. Börnin söfnuðu í fléttur Ásta hefur gert listaverk úr hári barna sinna fjögurra. „Ég á einn strák og þrjár stelpur. Þær söfnuðu allar í fléttur fyrir mig, og strákurinn safnaði í eina litla fléttu svona aftan í. Ég náði í nokkrar rósir og laufblöð úr hár- inu hans,“ segir hún og kímir. Listaverkin hefur hún rammað inn og hengt upp á vegg á heimili sínu. „Mér finnst það nú yfirleitt fallegra. Maður hefur heldur ekki endilega geð til að bera hárnælu af einhverjum sem maður þekkir ekki vel. En þetta er auðvitað persónulegasta gjöf sem til er, að gefa einhverjum nákomnum brjóstnælu eða bindisnælu úr eigin hári. Ef einhvern langar til að gleðja manninn sinn, ömmu eða langömmu er hægt að búa þetta til og gefa þeim. Ömmurnar myndu eflaust ganga með nælu, en mér er svo oft gefið hár að ég myndi ekki ganga með nælu í barminum nema það væri ein- hver nákominn,“ segir Ásta, sem hefur tekið fjölmörg slík verkefni að sér. Taglið varð næla „Einn frændi minn sem vissi af því að ég væri að gera svona verk hringdi og spurði hvort ég gæti gert verk fyrir hann. Ég játti því nú, því þegar ég sá hann síðast var hann með sítt og fínt tagl. Hann langaði í eina brjóst- nælu sem hann vildi gefa kærust- unni sinni í afmælisgjöf, svo þetta þurfti að vera tilbúið fyrir afmæl- ið. Ástæðan var sú að kærastan hafði nefnilega fyrst heillast af hárinu hans. Ég bað hann bara að senda hárið, sem hann gerði. Svo kemur hárið til mín í umslagi og þá var það bara uppsóp af hár- greiðslustofu. Ég fórnaði nú bara höndum,“ segir Ásta og hlær við. Hún gafst þó ekki upp, heldur fékk dóttur sína í lið með sér. „Hún var þá að læra hárgreiðslu og hjálpaði mér að greiða úr þessu eins og hægt var. Ég náði að gera eina pínulitla rós og eitt pínulítið laufblað, sem ég setti saman í nælu. Ég sagði honum nú bara að ef hann vildi eitthvað

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.